Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1984, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1984, Page 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 9. MAl 1984, 11 VIÐTALJÐ: Vilhjálmur Svan í Traffic, DV-mynd Loftur. „Hver og einn fiskar eftir því sem hann langar tf/" segir Vilhjálmur Svan, eigandi Traffic ,,Eg er búinn að vera í veitinga- bransanum síðan ég var 16 ára og er lærður þjónn, og í gegnum súrt og sætt hafði ég ákveðið að eignast minn eigin veitingastað,” sagði Vilhjálmur Svan í viðtali við DV en hann er eigandi ungl- ingastaðarins Traffic á Laugavegi. Áður en hann opnaöi Traffic var hann með unglingastaðinn D—14 í Kópa- vogi, áöur rak hann Villta tryllta Villa og þar áður var hann prógrammstjóri hjáSAÁ. „Hver og einn fiskar eftir því sem hann langar til eða vill gera, og með mig var það þannig að ég hef einu sinni verið unglingur og hef starfað mikiö með unglingum í áfengismálum og langaöi til að takast á við þetta verk- efni,”sagði Vilhjálmur. I máli hans kom fram að staðir á borð við Traffic hefðu vissulega verið til er hann var unglingur sjálfur en þeir eru ekki fyrirmynd Traffic ... .Jf’yrirmyndin er sótt til Villta tryllta Villa. Þessi staður er sniðinn fyrir full- orðið fólk, það er það sem unglingarnir kref jast í dag,” segir hann. Hvað áhugamál hans sjáifs varðar segir Vilhjálmur að lítið fari fyrir þeim... ,,Eg er svoldið fyrir vatnaveið- ar en geri að öðru leyti mest að því að vinna og reyni að vera sem mest með fjölskyldunni,” segirhann. Hann telur að staður á borð við Traffic eigi fulian rétt á sér og rúm- lega það... ,,Er ég starfaði hjáSAA var ég með fyrirlestra um áfengismál í skólum. Síðar komst ég í betri tengsl við ungt fólk í Villta Villa og það heill- aði mig til að halda þessum rekstri áfram,” segir hann. Hvað viðbrögðin við Traffic varðaði sagði hann aö hann hefði opnað á frek- ar óheppilegum tíma þar sem próf stæöu nú yfir... „Ætli þetta komist ekki í fullan gang hjá okkur er kemur fram á sumarið,” sagöi hann. -FRI Kiwanisfólkið íhrakningum á Breiðadalsheiði: r r YTTU RUTUNNI ABLANKSKONUM Einn af Kiwanismannahópnum sem lenti í hrakningum á Breiðadalsheiði um helgma hafði samband við DV og vildi koma að athugasemd vegna frétt- er DV af málinu. Alls ekki var um það aö ræða aö fólkið hefði setiö inni í rútunni, sötrað „nestið” og beðið meöan hjálp barst þar sem „nestið” var löngu búið, heldur brugðu karl- mennirnir sér út úr rútunni, á blank- skónum og í samkvæmisgallanum og reyndu aö ýta rútunni þar sem hún sat föst. Tókst þeim að ýta henni þannig nokkra metra. Hann vildi ennfremur taka það fram að bílstjórinn, sem var stúlka, heföi verið hörkudugleg og fær öku- maður og að hópurinn heföi verið bæði frá Isafirði og Bolungarvík auk fólks frá Reykjavík. -FRI OPIÐ Mánud.-fimmtudaga 9- Föstudaga kl. 9—20. Laugardaga kl. 9—16. 19. uia Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 NÝKOMIN BORÐSTOFUBORÐ OG STÚLAR FRÁ HOLLANDI. HUSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI64 S. 54499 GARÐASTRÆT117 S.15044

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.