Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1984, Blaðsíða 4
4
Dv.PiMMnJDAGltK^mrMí: v,n
Rafknúinn barnabfll í Keflavík er „bfll ársins”
Eins og 1. mai ganga
er ég set bílinn út
— segir Guðmundur Þ. Jónsson sem smíðaði bflinn handa
barnabörnum sínum
„Þetta er nú svona gert til aö bama-
bömin hafi eitthvað til aö leika sér aö
þegar þau koma í heimsókn,” sagði
Guömundur Þ. Jónsson, vélvirki í
Keflavík, í gær, en hann hefur smíöaö
rafknúinn bamabíl sem er 2 metrar aö
lengdog9f sentímetraraöbreidd.
Helstu uilablöö í Evrópu og Banda-
ríkjunum velja bílinn eflaust ekki sem
„bíl ársins” þetta áriö. Þaö skiptir afa-
börnin hins vegar engu. „Fíni billinn
hans afa”, ein og þau nefna undratæk-
ið, er þeirra bíll og enginn annar.
Þaö var síöastliöinn föstudag sem
Guðmundur lauk viö bíiinn. Gripurinn
var þegar settur á götuna. Og hvílfk
hrifning! „Þetta er eins og 1. maí
ganga í kringum bílinn þegar ég set
hann út. Eg hef reynt að leyfa öllum aö
sitjaíogprófa.”
Guðmundur segist hafa eytt um 100
klukkustundum í vagninn. „Hef veriö
aö dunda í honum um helgar í vetur og
einnig á kvöldin undir þaö síöasta.”
Og er það nema von aö „fíni bíllinn
hans afa” hafi gengiö í augun á barna-
börnunum sem öörum krökkum. Þetta
er ekta bíll, hárauöur og meö króm-
röndum. Sannkölluö lúxuskerra sem
krakkamir stýra sjálf. Og „bensíniö”
fá þau að stíga í botn.
„Ég hef samt stillt rafmótorinn
þannig aö bíllinn fari ekki hraðar en
svo aö ég geti gengið meö honum.' Þá
er ég með sérstakan öryggisrofa sem
þýöir aö ég get tekið mótorinn strax úr
sambandi.”
Eitt sæti er í kagganum. Þaö er
bekkur þvert yfir. „Þaö komast þrjú
lítil kríli þar fyrir,” segir Guömundur
kíminn.
— Hefur lögreglan ekkert skipt sér
af ökuþórunum, beöiö um ökuskírtein-
iö? „Nei, nei, bíllinn hefur samt vakiö
athygli þeirra semannarra.”
— Nú er þetta afabíll, hvaö um
ömmu, hefur hún sest í farkostinn?
„Nei, ekkienn.” -JGH
. j X\má : M!íi|Íiy =i
h l ■ ■Æ;; ; :V, . v ;
m 1 M
„Jæja, Guðmundur, þá höldum viö af stað,” segir Guðmundur Jónsson við baraabarn sitt, Guðmund Helga Rögn-
valdsson. Snáöinn sá er aðeins 17 mánaða gamall. „Hann er nú aðallega í flautunni þegar hann sest upp í bílinn.”
Þess má geta að dóttir Guðmundar er Ragnhildur nokkur Guömundsdóttir, sú hin sama og höndin var grædd á eftir
vinnuslys fyrir tæpum þremur árum. Og Ragnhildur er einmitt móðir Guðmundar Helga, bílstjórans á myndinni.
JR-248 er númerið á bílnum. — Hveraig til komið? Jú, Guðmundur ekur um á
Chevrolet Malibu, Ö-248. „Ég smíðaði þennan bíl að mestu upp úr mér. Notaði til
dæmis Fiat-stýri, Simradastic-rafmótor, Volkswagen afturljós og í bílnum eru
tveir Caterpillar-rafgeymar.” DV-myndir: Heiöar Baldursson.
Opnað fyrir
kapalkerfin
— í fjarskiptafrumvarpinu en útvarpslaga -
frumvarpið sofnar sennilega í nefnd
Allt þykir nú benda til þess aö út-
varpslagafrumvarpið verði ekki af-
greitt á þessu þingi. Frumvarpiö er
enn í nefnd eftir fyrstu umræöu í
fyrri deild og er ágreiningur um ein-
stakar greinar þess mehi en svo aö
líklegt sé aö þaö veröi samþykkt
áður en þingi er slitið sem veröur um
eða efth þessa helgi.
Frumvarp til laga um fjarskipti
mun hins vegar væntanlega veröa aö
lögum. Eins og DV hefur áöur bent á
er í því frumvarpi fellt niður heimild-
arákvæði fyrir samgönguráöherra
til aö veita öörum aðilum en Pósti og
síma leyfi til aö reka fjarskiptavhki,
þaö er kapalkerfi eða annan slíkan
búnaö. Ákvæði þess efnis er í gild-
andi lögum. Samgöngunefnd hefur
nú gert breytingartillögu viö fjar-
skiptafrumvarpiö þannig aö þetta
heimildarákvæði er tekiö inn aftur.
1 breytingartillögunni segir aö
samgönguráöherra geti heimilað
einstökum mönnum, félögum eða
stofnunum að stofna og reka fjar-
skiptavirki, þó ekki í atvinnuskyni aö
því er varöar fjarekiptin sem sh'k.
Leyfið skal veitt um ákveöinn tiltek-
inn tíma meö þeim skilyröum og
kvöðum sem ástæöa þykir til í hverju
tilviki.” ÖEF
j dag mælir Pagfari________I dag mælir Pagfari______ídagmælir Dagfari
HROSSAKAUP UM LÖGBROT
Menn minnast þess þegar fjaðra-
fokið hófst um kakómjóikina að fjár-
málaráðherra upplýsti að hann ætti
ekki annars úrkosta en leggja sölu-
skatt og vörugjald á gæðadrykki
Mjólkursamsölunnar vegna þess aö
lög mæltu svo fyrir. Kom í ljós aö for-
verar ráðherrans í fjármála-
ráðuneytinu höfðu af einhverjum
óupplýstum ástæðum ekki lesið lögin
nógu vel og gleymt að innheimta
gjöldin af þeim sökum. Ur þessu
vildi Albert bæta, sem von var, enda
ekki til siðs að ríkissjóður sleppi
mönnum við lögbundin gjöld.
Þar sem Mjólkursamsalan er
undh verndarvæng Framsóknar-
flokksins, og tilheyrh landbúnaðar-
hagsmunum, varð uppi fótur og fit
hjá maddömunni, sem taldi verðlag
á kakómjólk, mangósopa og jóga
hafa grundvailarþýðingu fyrir
áframhaldandi stjórnarsamstarf.
Tóku þeh sig til, landbúnaðar- og
forsætisráðherra, og fluttu um það til-
lögu í hæstvirtri ríkisstjóra að fjár-
málaráðherra léti af lögbundinni
innheimtu, og létu þess getið í for-
bifarten að hér væri um ofsóknh og
yfhgang að ræða gagnvart blásak-
lausu þjóðþrifafyrhtæki sem
Mjólkursamsalan væri. Mun það
vera í fyrsta skipti í Islandssögunni,
sem ráðherrar í rikisstjóra skora á
kollega sína að brjóta lög. Hefur það
sjálfsagt verið gert í þehri góðu trú
að hagsmunir Framsóknarflokksins
og landbúnaðarins væru hafnh vfir
guðs og manna lög. Er þeim svo sem
vorkunn því það mun rétt vera í
öllum þeim tilfellum þegar land-
búnaðarmafían hefur ekki einkarétt
eða elnokun i málum sem hana varða
og heyra undh kjörorðlð: oni skal
það. Gildh það jafnt um ólseigt
dilkakjöt, óætar kartöflur og
harðsoðin egg.
Fjármálaráðherra er hins vegar
löghlýðbm maður og sækh umboð
sitt til ráðherradóms frá löggjafar-
samkundunni. Kunni hann ekki að
meta Iögbrotstíllögu framsóknar-
ráðherranna, sem von var, og hélt
þvi til streitu að kakómjólkin og
mangósopinn ættu ekki mehi rétt en
aðrh gæðadrykkh sem seldir eru i
landinu, fólki til heilsubótar og
hressingar.
Stóð í stappi um nokkurn tima og
leit svo lengi út að fjármálaráð-
herra, lögin og Sjálfstæðisflokkurinn
aliur stæðust þá atlögu sem gerð var
í nafni kakómjólkurinnar.
En Framsókn dó ekki ráðalaus.
Þegar hún uppgötvaði að afturhald-
inu í Sjálfstæöisflokknum var meha
en lítið uppsigað við húsnæðismála-
frumvarp Alexanders Stefáns-
sonar, kom hún með krók á móti
bragði.
Sjálfstæðisflokknum var boðið upp
á slétt skipti. Ef Framsókn sam-
þykkti að koma í veg fyrh að
húsnæðislaust fólk byggði sér
leiguibúðh þá skyldi Sjálfstæðis-
flokkurinn samþykkja lögbrotið á
verðlagningu kakómjólkurinnar. Og
ihaldið gleypti agniö. Hrossakaupin
fóru fram. Þúsundum leigjenda og
framtiðarkjósendum var fóraað
annars vegar og lögunum um vöru-
gjald og söluskatt hins vcgar. Ihaldið
samþykkti lögbrotið með þvi að
Framsókn kippti fótunum undan
Búseta.
Þannig gerast kaupin á eyrinni og
nú fæst aftur kakómjólk i verslunum
fyrh ólögiegt verð og allir una glaðh
við sitt nema Búsetaliðið sem má sin
lítils þegar hrossakaupmcnnhnir i
pólitikinni þurfa að hafa sin lögbrot
fram. Sjá líka allir að kakómjólk er
sinu mikilvægara hagsmunamál en
ómerkileg húsnæðisvandræði fólks,
sem varla er komið á kosningaaldur.
Með lögum skal land byggja og það á
við um Búseta. Kakómjólkin
flokkast ekki undir byggingarmál.
Dagfari.