Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1984, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1984, Blaðsíða 37
DV. FIMMTUDAGUR17. MAÍ1984. 37 Pæmalaus VerOld Pæmalaus VerOld Pæmalaus Veröld Tíðindi úrBlesugróf: GUÐRÚNU Á. SlMONAR BOUN ÍBÚD íKÓPAVOGI —enhúner dálítið dýr Fréttir DV af húsnæðismálum söng- konunnar, heiðursborgarans í Winni- peg og handhafa riddarakrossins Guðrúnar A. Símonar hafa vakiö feiki- lega athygli. Fjöldi fólks hefur haft samband við blaðiö, ekki síst rit- stjómarskrifstofur DæVe, og lýst yfir vanþóknun sinni á þessari dæmalausu meðferð á söngkonunni. Sjálf segir Guðrún: ,,Ég hírist enn hérna í hreysinu í Blesugróf og líöur ekkert allt of vel. Annaðhvort er ég að drepast úr kulda eða hita því miðstööin héma er þannig gerö að annaðhvort gengur hún á fullu blússi eða alls ekki. Eg þoli illa mikinn hita og vel því frekarkuldann.” Þó er glæta í þessu leiðindamáli. Kona ein í Kópavogi hefur boðið Guðrúnu fjögurra herbergja íbúð á jaröhæð í Kópavogi og setur það ekki fyrir sig aö Guðrún elski dýr og verði að hafa þau með sér. „Eini gallinn er bara sá að íbúðin á 5 að kosta 9 þúsund krónur á mánuði og á slíkri leigu hef ég vart ráð. Einu tekjur mínar koma frá Söngskólanum þar sem ég kenni þannig aö þaö er óvíst hvort mér tekst að kljúfa þetta. En mér líst vel á íbúðina og er þakklát þessari indælu konu sem gerði mér boðið.” I viðtali, sem birtist við Guörúnu hér á síðum DæVe fyrir nokkrum mánuð- um, þar sem fjallað var um væntan- lega húsnæðishrakninga hennar, sagð- ist hún vilja búa hvar sem er, bara ekkiíKópavogi...” of allplaces”. — Nú blasir við aö Kópavogur verði þrautalendingin? „Já, en þaö er nú einu sinni þannig - aö „beggars can’t be choosers” (betl- arar geta ekki valið).” m--------------------------■>- Guðrún Á. Símonar i Blesugrófinni. „ „Beggars can't be choosers", ætli ég endi ekkiiKópavogi. " Bandarísk böm deyja afpylsuáti Bandarískir læknar hafa komist að því að um það bil 70 börn deyja árlega þar í landi þegar þau em að boröa. Stendur maturinn í þeim og þau kafna. Þá hafa læknamir einnig komist að því að í 18% tilvika eru þaö pylsur sem valda ógæfunni en engin önnur mat- vælategund kemst með tærnar þar sem pylsur hafa hælana í þessum köfnunarmálum. Næstalgengast er að börn kafni þegar þau boröa hnetur, þá em það vínber, smákökur, kjöt og gul- rætur. Rannsóknir þessar vom gerðár af læknum við Johns Hopkins University og náðu til bama 10 ára og yngri. Tímabilið var 1979—1981 og var máliö kannað í 41 af 50 ríkjum Banda- rikjanna. Skráðu læknarnir hjá sér 103 tilfelli. Pylsur geta verið varasamar i höndum óvita. HEIMSLJÓS fangelsi Herdómstóll í Voita hefur dæmt Saye Zerbo, fyrrum forseta landsins, í 15 ára fangelsi og 5 milljóna króna sekt fyrir aö hafa >egið mútur og sólundað fé skatt- borgaranna á meðan hann var við vöid. Ennfremur em 20 fyrrver- andi ráðherrar i rikisstjórn hans ákærðir fyrir svipaðar yfirsjónir. Metínáttúru- hamfömm Ariö 1983 var metár hvað varöar náttúruhamfarir. Kemur þctta fram í skýrslu sem Rauði krossinn hefur látið gera og þar er þess getið að þurrkarair í Afriku hafa valdið mestri cyðileggingu og kostað flest mannslif. Kaíró og Moskva Rikisstjómir Sovétríkjanna og Egyptalands hafa ákveðið að taka upp stjórumálasamband á nýjan leik. Það hefur legið niðri í 2 ár. Danskur fiskurtil Japan Þann 25. maí hefja Danir herferð sem felst í því að selja Japönum fisk. 25 fiskiðnaðarfyrirtæki taka þátt í herferðinni og er mikil bjart- sýni ríkjandi í herbúðum þcirra vegna þess að Japanir eru vanir að borða smáfiska sem Danir sjálfir leggja sér ekki til munns. Maraþon- dauði Karl Kressicr, þaulrcyndur þýskur maraþonhlaupari, datt dauður niður þegar aðeins 500 metrar voru í mark í hlaupi í Miinchcn fyrir skömmu. Þá var hann búinn að hlaupa i 3 tíma og 20 minútur og nýorðinn 54 ára. Frelsarar líflátnir Þrír uppreisnarmenn í Sómalíu voru nýverið tcknir af lífi fyrir allra augum í bænum Hargeisa. Þremenningarnir voru ákærðir og fundnir sekir um að hafa frelsaö yfir 1000 uppreisnarmenn og pólitíska fanga úr sómalískum fangelsum á síðasta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.