Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1984, Blaðsíða 31
DV. FIMMTUDAGUR17. MAI1984. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Ekkert meðlag Það varð uppi fótur og fit á sínum tíma þegar fram komu ýmsar nýjungar varðandi getnað og meðgöngu. Eða hver man ekki eftir uppgötvun sæðlsbanka og glasabarna? En ekki er allt gull sem glóir og það fengu þau að reyna hjónin sem ákváðu að nýta sér fyrrnefndu þjónustuna. Þau höfðu ekki getað elgnast barn þrátt fyrir tllraunir þar að lútandi. Því ákváðu þau að lelta tii sæðis- banka í Danmörku tU að fá óskir sínar um fjölgun í fjöl- skyldunni uppfyUtar. Konan varð svo ófrísk og barnið fæddist í fyUingu timans. En svo kom þar sögu að umrædd hjón sUtu sam- vistum. Og við hið hefð- bundna uppgjör harðneitaði maðurinn að grciða meðlag með baminu. Hann kvaðst einfaldlega ekkert eiga í því og þess vegna sæi hann ekki hvers vegna hann ætti að greiða fúlgur með því. Ekki vitum vér um lyktir þessa máls, en óvenjulegt er það. Hótelinu bjarg- að? Margar tUraunir hafa að undanförnu verið gerðar til að bjarga Hótel ísafirði hf. undan hamrinum. TU að mynda segir Vestfirska fréttablaðlð að bæjarstjórinn hafi nýlega haldið tU Reykjavíkur, við tvo menn, í slikum erindagjörðum. Nlðurstaða þeirrar ferðar sé í stórum dráttum sú að Ferðamálasjóður muni af- skrifa 50% krafna sinna takist þingmönnum að út- vega sjóðnum aukafjár- veitingu tU þess arna. Hins vegar muni Ferðamálaráð hafa samþykkt að leita fuUn- ustuaðgerða verði þing- mennirnir ekki vandanum vaxnir. Þegar þetta er skrifað hefur ný stjóm hótelsins liklega verlð kosin. En framtíð hótelsins verður sennUega ekki ráðin fyrr en í þinglok. Framboð og eftirspurn Og nú hefur enn einn f élags- skapurlnn litið dagslns ijós, i þetta sinn samtök ein- hlcypra. Munu þau hljóta starfsheitið „Einstakir”. Nú nýlega héldu samtökin kynningarfund vegna fyrir- hugaðs stofnfundar. Var hann haldinn i Félagsstofnun stúdenta og varð vel fjöl- mennur. Undirtektir fundar- fólks vom mjög jákvæðar, svo fara þótti fram úr vonum bjartsýnustu manna. Að fundinum loknum var svo efnt tU dansleikjar sem skyidi frábragðinn al- mennum dansiböUum eða „holdsmörkuðum”, eins og einstakir hafa nefnt þau. En samt fór það svo að gamla góða markaðsiögmáUð mun hafa verlð i fuUu gildi þetta kvöid í Félagsstofnun. Segja heimUdir að framboð og eftir- spum hafi vcrið með slikum ólíkindum i þessum maka- Alexander þykir hafa farlö ilta með Búseta. iausa selskap að hinn eigln- legi stofnfundur hafi verið tekinn tU gaumgæfUegrar endurskoðunar. Fór fyrir lítið Það hefur vakið mikla hneykslun f ólks að Alexander Stefánsson, þingmaður og Oiafsvikingur, skyldi fóraa lánamöguleikum Búseta fyrir mangósopa og kókómjólk. MáUð hefur að sjáUsögöu einnig kitlar bragtaugar hag- yrðinga. Eftirfarandi stöku rak á f jömr okkar og er hún ekki verri fyrlr þær sakir aö höfundurlnn er frá HeUis- sandi. En milU Olsara og Sandara hefur lengi ríkt kaldranalegur bróðurkær- leikur og hlakka þvi sjáUsagt einhverjir yfir visukominu: Fyrir nokkur mjólkurmál og mangósopann góða Alexander sinni sál sópaði f yrir róða. Umsjónarmaður: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir högg ! DEYFARi ___________HÁBERGHF.i • SRelSunnÍ Sa — Siml 8*47*88: 7 LÆKKAD sFORMICA LÆKKAÐ^ ■ VERÐ lírrr!i BRAND \/CDn • VERÐ HARÐPLAST í MIKLU ÚRVALI - ÁRVÍKSF A Ármúla 1, sími 687222. Chrístine og The Dead Zone King Skáldsögur Stephen King hafa verið mörgum leikstjóranum freist- andi viðfangsefni. Þær fjalla yfirleitt um fólk meö yfimáttúrlega hæfi- leika, þótt dýr og dauðir hlutir séu ekki undanskUin. Þetta em spenn- andi skáldsögur og má nefna sögum- ar Carrie, The Shining og Cujo sem allar hafa verið kvikmyndaðar og sýndar hér á landi. Nýlega voru frumsýndar tvær myndir gerðar eftir sögum Stephen King. Onnur er Christine, gerð undir stjóm John Carpenters. Christine er ekki kona eins og nafnið bendir til heldur Plymouth árgerð 1958 sem býr yfir vafasömum hæfUeika að geta losað sig viö þær mannverur sem bUnum líkar ekki við. Christine er aUtaf eins og nýbónuð lúxuskerra, þrátt fyrir ýmsar ákeyrslur, enda virðist sem bUUnn geri við aUar beyglur sjálfur, Sem sagt, Christine er bUl sem haldinn er iUum anda. Hann lítur vel út þessi Plymouth 1958 en það er vist ekki hollt að taka sér far með honum. Hin myndin er The Dead Zone. Fjallar sú saga Stephen King um ungan mann sem lendir í bílslysi og slasast Ufshættulega og Uggur í dái í fimm ár en vaknar þá til Ufsins og hefur þá fengið þá sálrænu hæfUeika að geta séð fram í tímann, hvað muni gerast í framtíðinni. Verður það meðal annars tU þess að hann finnur hættulegan morðingja sem leikið hefur lausum hala en meginuppi- staöa sögunnar er þó tih-aun unga Johnny Smith (Christopher Walken) vaknar til lifsins eftir að hafa verið i dái í fimm ár eftir bif- reiðarslys. mannsins til að stöðva framgang Leikstjóri The Dead Zone er David stjórnmálamanns sem hann sér fyrir Cronenberg. aðmunisteypamannkyninuíglötun. HK. BRflUil HEIMSÞEKKT VÖRUMERKI VILTU GLEÐJA VIN VINNUFÉLAGA EÐA ÆTTINGJA? ÞÁ EIGUM VIÐ GJAFIR VIÐ FLEST TÆKIFÆRI VERSLUNIN BORGARTÚNI 20.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.