Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1984, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR17. MAl 1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Uppboð, uppboð... „Sama fólkiö kemur ár eftir ár” — segir Jónas Gústavsson borgarfógeti Á laugardaginn í síöustu viku var haldiö hiö árlega uppboö á óskilamun- um hjá borgarfógetaembættinu. Aö venju kenndi þar ýmissa grasa. Um hundraö hjól voru á uppboðinu og seld- ust þau á kr. 50—7 þúsund krónur. Aö sögn Jónasar Gústavssonar borgar- fógeta seldist vamingur fyrir 238 þúsund krónur á þessu uppboði og mun þaö vera helmingi hærri upphæð en í fyrra á sama tíma. Þetta uppboð er haldiö einu sinni á ári og yfirleitt fyrstu eða aðra helgi í maí. fíeiri uppboð En það verða haldin fleiri uppboö á næstunni. Viö spurðum Jónas Gústavs- son hvort þaö væri tími uppboða núna. Hann kvaö svo ekki vera og þaö væri tilviljun aö svo mörg uppboö væru haldin nú um þessar mundir. Uppboð væru haldin aö kröfu þeirra aöila sem óskuöu eftir því að hlutir væru boönir upp og sæi borgarfógetaembættið um framkvæmd þeirra. ástand þeirra eru af mjög skornum skammti en þó kemur fyrir að upplýsingar liggja fyrir um þaö hvort bílarnir hafa verið í ökuhæfu ástandi er þeir komu á staöinn. Uppboös- haldarinn ber enga ábyrgð á ástandi þeirra hluta sem boðnir eru upp og þeir sem bjóöa renna blint í sjóinn og ábyrgöin er þeirra. Aö bjóða í hluti byggir því á nokkurri áhættu þar sem heppnin getur verið meö manni en því miöur einnig óheppnin. Jónas sagöist ekki vita um þaö hversu margir bílar yrðu á uppboöinu. Þaö kæmi ekki í ljós fyrr en rétt áöur en þaö hæfist en búast mætti við því aö boönir yrðu upp 30—50 bílar. Þá er annað uppboð í dag og hófst þaö kl. 10.30 aö Skógarhlíð 6 aö kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík. Þar veröa boðnir upp hinir ýmsu hlutir. Bíia- og vinnu- véiauppboð I dag veröur haldiö uppboö á bílum og vinnuvélum og hefst þaö klukkan 18. Uppboðið verður haldiö í húsakynnum Vöku að Smiðshöfða 1. Þau farartæki sem þar veröa til sölu eru komin þangaö af mismunandi ástæöum. Hluti þeirra hefur veriö tekinn fjárnámi og lögtaki og einnig eru þetta tæki sem hirt hafa verið víösvegar í borginni og tekin til geymslu í Vöku. Jónas sagöi að yfirleitt væri hægt að skoöa þessi farartæki um hálftíma áöur en uppboðið hæfist. En upplýsingar um Uppboðá laugardaginn A laugardaginn veröur svo eitt uppboðiö enn og hefst þaö klukkan 13.30 í Tollhúsinu í Reykjavík. Þar verða boðnar upp vörur sem hvíla á óafgreiddir tollar og einnig lausafjár- munir sem hafa veriö teknir lögtaki og fjárnámi. Og kennir þar ýmissa grasa. Greiðsla við hamarshögg Jónas sagöi aö reglan viö uppboöin væri að greitt væri viö hamarshögg. Uppboöshaldari áskUur sér rétt til að hafna tékkum. Hann sagöi aö þessi uppboö ættu nokkrum vinsældum aö fagna og kæmi sama fólkið ár eftir ár á þau. -APH Um hundrað hjó/ voru seld á uppbodinu á laugardaginn og fóru þau á allt frá 50 krónum upp i 7000 krónur. DV-mynd GVÆ Æf. Skrifstofuhúsgögn i™™ ERU HÚSGÚGN SEM FJÖLDINN VILL. Littu inn eða hringdu og athugaðu hvað við getum gert fyrir þig: VERÐIÐ ER ÖTRÚLEGA HAGSTÆTT. STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR. MAGNAFSLÁTTUR: A. GUÐMUNDSSON Húsgagnaverksmiöja, Skemmuvegi 4, Kópavogi, Sími 73100 Á K TUBOÐ 17.MAI t.l 30.MAI Leiöbeinandi smásöluverö Tilboð y*. "1 00 M 27® ( 23- 11-\ y^. 18- á PaisWj\ Þébs. 37“ \ 24- 17* K3ÖT»áLESQ A /* 285- íPVtRSLUIHE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.