Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1984, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR17. MAI1984. 15 Menning Menning Menning Lýrískum stemn- fngum sáldrað Gyrðir Elíasson: Tvibreitt (svig)rúm. Mál og menning 1984. Surnir bókmenntafræðingar halda því fram að eitt sérkenni skáldskapar- máls, umfram daglegt mál, sé að það snúist að verulegu leyti um sjálft sig, á túngunni díaze pam ewíng á skerminum En það eru ekki öll ljóðin svona auð- ráöin, því flest einkennast þau af Gyrðir EHasson. bendi á sjálft sig. Þessi kenning á vei við ljóð Gyrðis Eliassonar: þar eru orðin toguð og teygð á allan mögulegan máta, klippt í sundur þvers og kruss og látin gegna mörgum merkingum í senn — þau eru leidd inn í stóran speglasal þar sem þau horfa á sjálf sig umbreyt- ast í alls kyns skrípi. Þeim nægir ekki að vera bara viðteknar ávísanir á kenndir og fyrirbæri úr efnisheimin- um, heldur vekja þau sífellt athygli á sjálfum sér; orðið „sjónauki” verður eins og sjónauki í laginu, o.s.frv. Hiti, ofsi og læti Ytra útlit ljóðanna í þessari bók, skiptir þannig miklu — þetta er öðrum þræði myndlist búin til úr orðum og fleiri táknum, svo sem örvum af ýmsu tagi: útlitið verður fullkomlega merk- ingarbær eining í ljóðinu í venslum við aðrar. I ljóöinu 451 kemur orðaklasinn „elskaþigsvo” brunandi niður á fleygi- ferð og hlammar sér niður hjá hinum orðunumsem Ijúka ljóðinu: „ „heitt að á fahrenheit/ yrði það 3gja / stafa tala”. Gyrðir nær hraöa og hreyfingu í ljóðið, og lesandi fær vísbendingu um hita, ofsa og læti — og aö sjálfsögðu 'djúpa ást. Allt þetta stand með oröin orkar einnig á hrynjandina sem verður fyrir vikið oft eins og höktandi og ójöfn, slitin sundur og skæld. Gyrðir er gefinn fyrir það að láta tvö eða fleiri merkingarsvið skerast í einu orði, stundum með góðum árangrí, eins og í ljóðinu Þýngsli m þar sem afþreyingariðnaðurinn fær á kjammann á skondinn hátt: frjálsu flæði mynda og hugmynda sem hrannast upp án þess aö skeytt sé um að tengja saman meö hefðbundnum smáorðum og gamlar reglur um frum- lag, andlag og umsögn eru látnar lönd og leið: eins og ort er um skrýtna mál- arann sem kom einu sinni á Ustahátíö, Hundertwasser, þá er „lýrískum stemningum sáldrað í flötinn”, og má vera að ýmsa sundli við svona yrkingar. Bókmenntir AndriThorsson Ljóöin miðast viö það hugarástand sem verður til á þeim tíma sólar- hringsins þegar ekki er kvöld og ekki alveg nótt, þegar maður er hvorki vak- andi né sofandi, ekki skýr og ekki sljór: þegar marr í hurð og dripp í krana verða að stórtíðindum, og öll framvinda hugrenninga órökrétt. Samt eru þessi ljóð ekkert bull eins og oft vill verða þegar skáld fara að fiska í gruggugu vatni undirmeðvitundar- innar. Þau eru öguð og vel unnin og myndmál þeirra er oft á tíðum eftir- minnilegt. Enginn konni Gyrðir Elíasson vakti fyrst nokkra eftirtekt með sniðugri stælingu á ljóðum mælskumannanna Einars Más Guðmundssonar og Allen Ginsberg: a Reyðarfjörður: rhetoric poem in semi-icelandic dedicated to einar már and allen gins- berg, var hinn ábúðarmikli titill þess ljóðs og þar var ort af töluverðri íþrótt og andagift. En fyrir utan þetta ljóð er ekki að sjá aö Einar Már sé orðinn búktalari og Gyrðir einhver konni, því þetta eru allólik skáld þó svo þau eigi það sameiginlegt að hleypa fleiri orð- um inn fyrir landamæri hinnar ginn- heilögu íslensku tungu en títt er. Einar Már er í ljóðum sinum myndbrjóturinn sem höfðar til hópsins og hinnar sam- eiginlegu reynslu: allir gamlir róttækl- ingar hljóta að brynna músum yfir ljóði eins og sósíalismi í einu herbergi, svo dæmi sé nefnt. Ljóð hans eru alla jafna aðgengileg og þau hrífa mann undir eins. Gyrðir er öðruvísi í öllu sínu flókna myndmáli. Ljóð hans eru dulari, tor- ráönari, einkalegri. Hann er meira að hugsa um músík og myndlist og stefnir aö ámóta skynjun viðtakandans og í þeim listgreinum. En framar öðru er hann persónulegt og frumlegt skáld, með næma skynjun og gott vald á máli og myndum og hann hefur hæfileika til að sjá hlutina i nýju ljósi og þar skilur milli feigs og ófeigs. Kynnir: Jónas Jónasson (Q3 IBYGBINGAWÖBUR Hjá okkur færðu allt sem þarf til breytinga eða nýbygginga. Staðgreiðsluafsláttur eða ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar. Útborgun allt niður í 20% og lánstími allt að 6 mánuðum - ..ðumc'^'9sérStaUa v.asi.wa'*'' Komið og kynnið ykkur vöruúrvalið. Málning og málningar Flísar, blöndúnartœki og hreinlætistæki i miklu urvali. Gólfdúkar — gólfkorkur Portúgalskur gólfkorkur é mjög hagstæðu werði. Parket — panill — spónlagðar þiljur. Sænska gæöaparketið frá Tarkett er tilbúiö til lagningar og fulllakkað. Gólfteppi og stak- ar mottur i miklu úrvali Opið Mánud. — fimmtud. Föstudaga kl. 9-18 kl. 9-19 Laugardaga kl. 9 — 12 EDJ IBYGCINGflVOBUBl Hringbraut 120 (Aðkeyrsla frá Sólvallagötu) Byggingpvörur. 28-600 Harðviðarsala . . 28-604 Sölustjðri. 28-693 Góttteppi..28 - 603 Uálningarvörur og verkfæri. 28 - 605 Skrifstofa. 28-620 Flísar- og hreinlætistæki. . . 28-430 mmmmmm^^mmm Hljómleikar Heiðrum Hauk Morthens á 40 ára söngafmæli í Háskólabíói fimmtudaginn 17. maí kl. 23.00. Haukur Morthens Big Band stjórnandi Poul Godske Lúðrasveit Laugarnesskóla Barnakór Fellaskóla Sigríður Ella Magnúsdóttir, óperusöng- kona Bubbi Morthens Lögreglukórinn, stjórnandi Guðni Guð- mundsson Hrönn Geirlaugsdóttir, fiðluleikur Eyþór Porláksson, einl. á gítar The Mistakes, dans Björn Thoroddsen, jassgítar-sóló Ný húsgagnaverslun Höskuldur Stefánsson, sem hefur átt vaxandi húsgagnaverslun á Nes- kaupstaö (Litla-Rússlandi) á undan- fömum árum, byggði á sl. hausti 350 fm tignarlegt hús á Reyðarfirði og setti þar upp húsgagnaverslun. Urvalið í þeirri verslun er geysilegt af inn- lendum og erlendum húsgögnum. Að sögn Höllu Höskuldsdóttur, sem sér um reksturinn á Reyðarfirði, selst mik-ið-af-húsgögnum-hjé-þeim,- bæði-á suðurf jörðunum og upp um allt Héraö. Þetta er góð þjónusta fyrir Austur- land en þar hefur aldrei áður verið til staðar jafnfullkomin húsgagna- verslun. Hér áður fyrr komu hús- gagnaverslunareigendur úr Reykjavík og seldu vörur sínar á Austfjörðum en nú breytist það væntanlega enda ekki hægt að lýsa því með oröum hve úrval- iðerfjölbreytt. -------------------Regína/Eskifirði Miðaverð kr. 300 ^ Melodiur mmnmganna með Hauki sextugum í Háskólabíóifimmtud. 17. maíkl. 23.00. Haukur aldrei betri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.