Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1984, Blaðsíða 6
6 DV. FIMMTUDAGUR17. MAI1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur KARTOFLUVANDAMAL I allri þeirri umræöu sem aö undanfömu hefur veriö um skemmdar kartöflur á markaönum er rétt aö líta á aö þetta er ekki í fyrsta skiptiö sem kartöflur veröa aö hitamáli. I janúar í vetur var almennur fundur um verslun með nýtt græn- meti og grænmetisneyslu Islendinga haldinn á Hótel Esju. Húsmæöra- félag Reykjavíkur, Manneldisfélag Islands, Neytendasamtökin og Verzlunarráð Islands boöuöu til þessa fundar. Sömu aðilar og stóöu fyrir undirskriftasöfnuninni nú á dögunum þar sem stjómvöld vom hvött til aðheimila frjálsan innflutn- ing á kartöflum og grænmeti á þeim tíma sem innlend gæöaframleiðsla annar ekki eftirspurn. Á/yktun í janúar A fundinum í janúar var samþykkt ályktun þar sem meðal annars var skoraö á stjómvöld aö gefa verslun meö nýtt grænmeti frjálsa og heimila frjálsan innflutning meö sama fyrirvara og getið var um í undirskriftasöfnuninni. Og í þeirri ályktun var vikið aö of háum tollum á grænmeti svo og fomeskjulegu fyrirkomulagi í innflutningsverslun þar sem innflutningur er háður einkaleyfi. Alyktun þessi var afhent stjóm- völdum á sínum tima og einnig listar úr nýafstaðinni undirskriftasöfnun. Haft hefur veriö eftir formanni Neytendasamtakanna aö Græn- metisverslun landbúnaöarins sé tímaskekkja og víst margir sem geta tekið undir þau orö. En aö sjálfsögöu á svo þessi stofnun sína meðmælend- ur, svo sem kartöflubændur, en undir hana eiga þeir mikiö aö sækja. Tilgangur hér er aö rifja aöeins upp fyrri „kartöflustríð” sem rakin voru aö nokkru leyti í ræöu Jónasar Bjamasonar, stjórnarmanns í NS, á fundinumí janúar. Þrjátíu ára stríð Þar getur hann þess aö á þeim 30 árum sem NS hafi starfað hafi vandamál varðandi kartöflur verið á dagskrá samtakanna á einn eða ann- an hátt. Vitnað er í greinar í afmælis- riti NS sem kom út í apríl í fyrra. I því blaði getur fyrsti formaður NS, Sveinn Ásgeirsson, þess í viötali að samtökin hafi kært Grænmetis- verslun landbúnaöarins 1962 fyrir gróft brot á lögum nr. 84/1933 um varnir gegn óréttmætum verslunar- háttum. I bréfi samtakanna til Sjó- og verslunardóms frá 24. sept. 1962 verslanir reyndust óhæf til neyslu. Áður höfðu 50 tonn af finnskum kartöflum verið grafin ijörðu vegna hringrots sem iþeim var. DV-mynd: Loftur. framboö var nóg frá Italíu og öðrum löndum.” Ræöumaður hélt áfram: „Þegar ég fór aö kafa nánar í málið, var kartöflubjallan haldreipi Græn- metisverslunarinnar. Þaö eru bara ákveðin svæöi, sem eru nægileg örugg gagnvart Coloradobjöllunni og einstakir fyrirspyrjendur eins og ég vita náttúrlega ekkert um slíkt. Þetta líkist mjög umræðunni um innflutning á nýjum varpfuglastofn- um og nýjum svínastofnum til lands- ins, en heilbrigðisröksemdir eru ær og kýr einokunarsinna, þegar aörar röksemdir bregöast.” Rjúfa einokunina „Þessi mál lagast ekki fyrr en einokunin er rofin, og viöskiptamál innflutts grænmetis komast undir hendur viöskiptaráöuneytisins, sem á aö hafa þaö markmið aö tryggja hag neytenda, hinna mörgu gegn hinum fáu, sem vilja kúga fjöldann meö sérréttindum, sem er engum til hagsbóta, þegar nánar er að gáö. Sú hugsun sem þrífst í skjóli einokunar- stofnana er ekki til þess fallin að fá málin leyst úr þeim vítahring eöa þeim helgreipum, sem þau eru nú í. Framleiöendur eiga aö líta á neytendur sem sína yfirboðara og þeir eiga að nýta öll tækifæri til aö koma sínum vörum út, með verðlækkunum, endurbótum í gæðum, auglýsingum og á þann hátt að treysta á sína fagkunnáttu og vel- vild neytenda fremur en pilsfald framleiðsluráös.” Nú er /ag Finnsku kartöflurnar, sem „kartöflustríðiö” hefur að mestu snúist um að undanförnu, er líklega komiö sem hefur fyllt mælinn í langri baráttusögu neytenda fyrir góöum kartöflum á markaðnum. Yfir tuttugu þúsund neytendur hafa undirritað áskorun til stjóm- valda til aö gefa innflutning á kartöflum frjálsan. — Og nú er von- andi lag til aö leysa málin úr „víta- hring eöa helgreipum einokunar- stofnunar” sem hefur gerst brotleg vegna innflutnings á skemmdum kartöflum. -ÞG Hér er litið brot af finnskum kartöflum sem voru i verslunum, en þær voru innkallaðar að beiðni Neytendasamtakanna og Hollustuverndar rikisins. Kom i Ijós að um 200 tonn af þeim kartöflum sem höfðu farið i er fyrst rakið ítarlega hvaöa afskipti NS hafi haft af málum sem vöröuðu viöskiptahætti Grænmetisverslunar landbúnaöarins. Þar segir m.a.: „Þrátt fyrir þaö, sem þannig er á undan gengið, hefur þaö nú gerst, aö Grænmetisverslunin hefur á sjálfum uppskerutímanum sent á markaðinn undir merkinu 1. flokkur, kartöflur, sem eru víös fjarri því aö falla undir þann flokk. Kannaö var innihald kartöflupoka, sem sama dag höföu komiö frá Grænmetisversluninni merktir 1. flokkur. Voru kartöflumar mjög illa útlitandi, óhreinar, rakar margar og linar, stungnar og skomar og svartar í sárin, hýöisflagnaöar, skemmdar, sennilega sýktar og sumar jafnvelkomnarígraut.” Ástandiö hefur litiö batnaö frá 1962, því miður. Alvarleg kartöflu- vandamál hafa alltaf komiö upp af og til síðan og má minnast á haustiö 1979 og allt síöastliðið vor. Krafa NS hefur veriö sú að ætíð sé til á markaðnum 1. flokks kartöflur, ef ekki innlendar þá innfluttar en með verðlagningu má stjórna því aö gæöaminni kartöflur gangi einnig út aö vissu marki að minnsta kosti. Óhagstæð innkaup GL 1 ræöu sinni sagöi Jónas Bjamason einnig: „Eg er fullviss um það, aö Grænmetisverslunin gerir óhagstæö innkaup. Viö í Neytendasamtökun- um þekkjum til dæmis tilvik frá árinu 1979, þegarGrænmetisverslun- in keypti í september, uppskeru- mánuði, mjög lélegar kartöflur af einkaumboðsmanni sínum í Kaup- mannahöfn á sama veröi og fyrsta flokks kartöflur kostuöu á Gröntorvet. Síðastliðiö sumar kannaöi ég nokkrum sinnum innkaupsverö þeirra kartaflna frá Italíu, sem Grænmetisverslunin stóö fýrir innkaupum á. A sama tíma fékk ég upplýsingar um verö á kartöflum í sama gæðaflokki í Hamborg og munaöi þar frá 10% og upp yfir 20% á verði. Mér var sagt, að Grænmetisverslunin yröi aö kaupa stórt og tryggja sig fyrir lengri tíma. Þetta gerðist á sama tíma og í ELDHÚSINU: Sítrónubúdingur I einu bréfi meö upplýsingaseöli í heimilisbókhaldinu nýlega kom fram beiöni frá Guðrúnu um birtingu á , ,góöri uppskrift aösítrónubúöíngi”. Við erum hér með tvær, önnur er úr bókinni Við matreiðum, eftir Onnu Gísladóttur og Bryndisi Steinþórs- dóttur, og hin er úr „heimiliskokka- bókinni”. Þær eru ekki með alveg sama „sniöi” því að í þeirri seinni er enginn rjómi. S'rtrónubúðingur 2egg 3/4 dl sykur safi úr einni sítrónu 4 blöð matarlím 1/2 dl sjóðandi heitt vatn 21/2 dl rjómi 1. Leggið matarlimið í bleyti í kalt vatn. Þeytið egg og sykur vel saman. Þeytiö rjómann. 2. Hellið vatninu af matarlíminu og bræöiö það meö sjóðandi vatni. Bætið sítrónusafa saman viö matarlímiö og hræriö því ylvolgu í þeyttu eggin. Látiö 2/3 hluta rjómans saman við þegar eggin eru farin aö þykkna, helliö búöingnum í skál og skreytiö meö því sem eftir er af rjómanum. Kælið. Ath. aö matarlimiö á að vera ylvolgt þegar það er látiö út í eggin. Ef það er of heitt eru eggin lengur aö þykkna en of kalt matarlim getur hlaupið í kekki. Og þá er þaö „heimilisuppskrift- in”. 4—5 egg 150 g sykur 2—3 sítrónur 6—7 blöð matarlím Eins að farið með matarlímiö og í fyrri uppskriftinni og sítrónusafan- um bætt í. Eggjahvíturnar stífþeytt- ar og eggjarauðunum og sykri hrært vel saman. Eggjahvítunum blandað saman og aö síðustu ylvolgu matar- liminu bætt út í eggjablönduna. -ÞG BÆNDUR MÓTMÆLA LÆKKUN NIÐURGREIÐSLNA I síðustu viku lækkaði rikisstjómin nióurgreiöslur ríkissjóös á búvörum. Niöurgreiðslur voru alveg felldar niöur á rjóma, osti, nautgripakjöti og kartöflum en lækkaðar stórlega á öðrum vörum, svo sem nýmjólk og kindakjöti. I fréttatilkynningu frá Stéttarsam- bandi bænda er þessum aögerðum mótmælt og hvemig staðið er aö þeim. Þar segir aö þessar aögerðir hafi í för meö sér verulegar hækkanir á verði þessara vörutegunda og hætt viö að sala á þeim minnki. Og athygli er vakin á því að ef dragi úr sölu búvara þá muni sá samdráttur lenda meö þunga á bændum sem kjararýmun — „þar eö engir markaðir eru fyrir þess- arvörur”. Stéttarsambandiö telur meö öllu óviðunandi aö afkomu bænda sé stofnað í meiri tvísýnu en orðiö er meö aðgeröum sem þessum. -ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.