Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Blaðsíða 2
2
DV. MIÐVIKUDAGUR 23. MAl 1984.
Áætlun um
nýtt,bundið
slitlagá
vegakerfið
fár:
TEPPALEGGIA Á
121,6 KÍLÓMETRA
Alþingi hefur nú samþykkt vega-
áætlun ársins. Utgjöld til vegamála
eru áætluö 1.383 milljónir króna.
Flestum mun þykja foi-vitnilegast
hvaö fer til svokallaðrar varanlegrar
vegagerðar eöa í bundiö slitlag á vega-
keifiö. Það verða nánast 10% eða 137,0
milljónir. Fyrir þá upphæð á að leggja
121,6 kílómetra af þessu bundna
slitlagi, víðsvegar um landiö.
Fyrir eru 756,9 kílómetrar bundnir.
Samtals verða því að líkindum 778,5
kílómetrar meö bundnu slitlagi í haust.
Þar með stefnir yfir 1.000 kílómetra
markið á næsta sumri.
Að auki fara af vegaáætlun nokkrar
upphæðir í bundiö slitlag á götur í þétt-
býlí sem tengja byggðarlög og teljast
því til þjóðvegakerfisins. 1 ár verða
það væntanlega 11,7 milljónir króna.
Annars er skipting fjáiveitinga til,
vegagerðar í ár í aöalatriöum þannig:
Stjórn og undirbúningur 70 milljónir,
viðhald þjóövega 539,2 milljónir (þar
af vetrarviðhald 116,2), til nýrra
þjóðvega 554,3 milljónir (þar í er féð í
bundna slitlagiö), til brúargerða 64,5
milljónir, til fjallvega, þjóðgarðavega,
Bláfjallavegar og reiðvega 16,7
milljónir, til sýsluvega 37,0 milljónir,
til vega í kaupstöðum og kauptúnum
90,0 milljónir, til vélakaupa og áhalda-
húsa 7,4 milljónir og til tilrauna 4,0
milljónir.
Til þess aö borga þessar 1.383.
milljónir koma 663,0 af bensíngjaldi,
190,0 sem aðrar tekjur af bensíni, 307,0
af þungaskatti og 223,0 að láni.
-HERB.
BUNDIÐ SLITLAG
- ■■ j ÁRSLOK 1983
Bundið slitlag:
ÞAÐ SEM KOMIÐ ER
Þeir 756,9 kilómetrar af bundnu slit-
lagi, sem landsmenn njóta nú þegar,
dreífast víða um landið. Ýmis sjónar-
miö ráða því hvar slitlag er bundið frá
ári til árs en einkum þó umferðarþungi
og sparnaður í viðhaldi þar á móti.
Til þess að gefa lesendum nokkra
hugmynd um hvar alla spottana er að
finna og hvemig miðar að koma
bundnu slitlagi til dæmis á hringveginn
fékk DV teikningu hjá Vegagerð
ríkisins sem sýnii' þetta gróflega -HERB.
Það verður þrumu-
unglingadans-
leikur í Safari
í kvöld
aldur 16—21 árs.
Ástrós Gunnarsdóttir, íslands-
meistari í diskódansi, tekur
sveiflu.
Komið á svæðið, fílið
æðið, með allt á hreinu.
Öllum ekið heim á eftir.
Bundiðslitlag:
Næstu 34 spottar
Þaft er á 34 vegarkoflum sem binda á slitlagift i sumar. Áætlunin getur þó raskast
vegna vefturfars og af ýmsum breytingum á aftstæftum scm ekki er ha-gt aft sjá fyrir nú.
Þetta á einkum vift um stystu spottana.
Hér á eftir fer upptalning á vegarköflunum. Fyrir framan er vegnúmer en annars
skýrir listinn sig sjálfur:
km
201 Suðurlandsvegur
Skógar - Hlið 9.3
Fitjaálar — Seljaland 5"7
225 Þykkvabæjarvegur 1,2
330 Hrunamannavegur
Skálholtsv. — Laxá 3,6
331 Skálholtsvegur við Laugarás 1.0
335 Biskupstungnabraut
umSog 0,8 21,6
436 Þingvallavegur 4,0
441 Reykjanesbraut
Vifiistaðav. — Hafnarfj.v. 2,9 6,9
501 Vesturlandsvegur
Laxá — Geldingaá 2,9
Hreðavatn — Brekka 1,7
554 Ólafsvikurvegur
við Borg á Mýrum, við vegamót 0,7 1.5
557 Snæfellsnesvegur
við Grundarfjörð 1,0
560 Vestfjarðavegur
Snæfellsnesv. — Laxá 8,8-
574 Útnesvegur
Gufuskálar — Hellissandur 2,1
Ólafsvikurenni 2,1 20,8
668 Hólmavikurvegur
við Ormsá i Hrútafirði 0,9 0,9
701 Norðurlandsvegur
Hrútafjarðarháls 1,8
Vatnshorn — Viðidalsv. 3,6
Dalsá - Gröf 7,0
Gljúfurá - Hölabak 2,5
Langidalur 7,2
774 Skagastrandarvegur 0,8
775 Sauðárkróksbraut 3,6 26,5
801 Norðurlandsvegur
Vikurskarð 4,0
Ljósavatnsskarð 4,0
882 Ólafsfjarðarvegur 2,5
885 Norðausturvegur
um Köldukinn 6,0
Laxé — Laxamýri 1,5 18,0
901 Austurlandsvegur
Stóralág - Viðborð 8,0
931 Upphéraðsvegur
Úlfsstaðir - Gunnlaugsst. 5,B
992 Norðfjarðarvegur
á Fagradal, 4,0
við Noskaupstað 1,4
996 Suðurfjarðavegur
Hafnarnes — Óseyri 8,0 26,9
Samtals 121,6