Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Blaðsíða 13
ÐV.MIÐVIKUDAGUR 23. MAl 1984. 13 Olympíuleikamir: Ákvörðun sovésku ólympíunefndar- innar í fulhi samræmi við ólympíulögm Virðulegi herra ritstjóri. Eg las af áhuga forystugrein um fyrirhugaða ólympíuleika í Los Angeles í blaði yðar sem var birt þann 11. mai sl.: Hún fjallar um efni sem er ofarlega á baugi núna og margir íslenskir lesendur hafa senni- legaáhugaá. Þar sem í greininni er fjallaö um þá ákvörðun ólympíunefndar Sovét- ríkjanna aö íþróttamenn lands mins skuli ekki taka þátt i þessum leikum langar mig til að skýra lesendum frá þeim ástæðum sem liggja að baki þessari ákvörðun og grundvallar- mismun þessarar ákvörðunar og ákvöröunarinnar um að bandarískir íþróttamenn skyldu ekki taka þátt i ólympiuleikunum í Moskvu árið 1980. Ákvörðun Bandaríkjanna um aö sniöganga leikana í Moskvu var tek- in persónulega af Carter forseta sem, að því mig minnir, tók í þessu máli afstöðu gegn áliti ólympíu- nefndar Bandarikjanna. Þannig var þessi aðgerð ekki framkvæmd af samtökum iþróttamanna heldur af ríkisforystunni af hreinum pólitísk- um ástæðum sem áttu ekkert skylt við íþróttakeppni. Akvörðunin um aö sovéskir íþróttamenn taki ekki þátt i komandi ólympíuleikum í Los Angeles var tekin á fundi ólympíu- V. TROFIMOV BLAÐAFULLTRÚI SOVÉSKA SENDIRÁÐSINS Á ISLANDI nefndar Sovétrikjanna þann 8. maí sl. þar sem áttu sæti forystumenn allra íþróttasamtaka lands okkar í honum ólympsku greinum i fullu samræmi viö ólympíulögin. Eins og Marat Gramov, forseti ólympíunefndar Sovétríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Moskvu, sem haldinn var fyrir sovéska og erlenda blaðamenn þann 14. maí, voru þeir tilneyddir til að taka þessa ákvörðun. I andstöðu við ólympíulög- in stuðla bandarísk yfirvöld á allan hátt að því að æsa til andsovéskrar stefnu og þjóðernisgorgeirs og ýta undir starfsemi ýmiss konar hryðju- verkasamtaka. Hvað varðar tryggingu öryggis sovéskra íþrótta- manna meðan þeir dvelja í Los Angeles hafa þeir verið settir í að- stöðu þar sem þeim er mismunað. Astæðurnar fyrir því aö so- véska liðið tekur ekki þátt i ólympíuleikunum ’84 eru einmitt þær að ekki eru fyrir hendi aðstæður sem tryggja öryggi íþróttamannanna, æst er til andsovéskrar stefnu og áætlað er að skapa erfiðleika án nokkurs tilefnis hjá liðinu. Til að varpa ljósi á ofangreint má nefna að forsprakkar nokkurra hryðjuverkasamtaka í Bandaríkjun- um, t.d. ,,Alfa-66”, hafa lýst yfir að í undirbúningi séu sprengingar, íkveikjur, banatilræði og morð á sovéskum iþróttamönnum meðan þeir dveljast í Los Angeles. Þar með er sovéska liðið svipt eðlilegum frumskilyrðum til að taka þátt í keppninni. Auk þess er í yfirlýsingu ólympíu- nef ndar Sovétrík janna lögð áhersla á að sovéskir íþróttamenn styðji ólympíulögin og ólympíuhreyfing- una og að tilraunir til að nota ólympiuleikana í lítt göfugum póli- tískum og viðskiptalegum tilgangi séu aðeins hryggilegur atburður sem ætti að verða góð lexía í framtiðinni. Eg bið yður, herra ritstjóri, að birta þetta bréf í því skyni að kynna fyrir lesendum DV sjónarmið Sovétríkjanna í þessu knýjandi mál- efni sem þér f jölluðuð um. • „í andstöðu við ólympíulögin stuðla bandarísk yfirvöld á allan hátt að því að æsa til andsovéskrar stefnu og þjóðernisgor- geirs og ýta undir starfsemi ýmiss konar hry ð juverkasamtaka. ’ ’ Hvað eigum við að gera við þessi þrjú hús? Það er mikiil misskilningur, að allar fjárfestingar þurfi að ónýtast við þann uppskurð atvinnulífsins, sem nauðsynlegur er á Islandi. Húsin standa eftir sem áður, atvinnutækin halda áfram aö vera til, peningarnir hverfa ekki. Það, sem breytist, er að notkunin verður hagkvæmari, ef uppskuröurinn heppnast. Menn eru ekki aö missa neitt viö hann, aö minnsta kosti ekki nema stutta stund. Þeir eru í raun- inni að græða, því að þeir njóta allir aö lokum góðs af hagkvæmari notkun húsanna, atvinnutækjanna, peninganna. Mig langar hér til að benda á nokkra möguleika til aö nota hús þriggja stofnana, sem veröa óþarfar við uppskurðinn — Seðla- bankans, Framkvæmdastofnunar og Ríkisútvarpsins. Hús Seðlabankans við Arnarhól Ekki hefur farið framhjá neinum, að Seölabankinn er að smíða hús við Amarhól, og er þar ekkert til sparaö. (Seðlabankamenn eiga líklega við alla aðra en sjálfa sig, þegar þeir segja grafalvarlegir á manna- mótum, að „aukið aöhald” sé nauðsynlegt.) En hvernig hefur Seðlabankinn staöið sig í öðru en húsasmíði? Hér hefur verið rniklu meiri verðbólga síðustu áratugi en með öðrum siðuðum þjóðum, og hún hefur kostað okkur ómælt fé. Hvað veldurverðbólgu? Henni veldur alltaf offram- leiðsla peninga, misnotkun seðlaprentunarvaldsins. Hver fram- leiðir peningana okkar? Seðlabank- inn, hann hefur hér seðlaprentunar- valdið. Hvergi er satt aö segja eins nauðsynlegt að láta fastar reglur taka við stjórninni af misvitrum mönnum og í peningamálum, eins og Milton Friedman þreytist ekki á að benda okkur á. Og hvergi er þetta eins nauðsynlegt og á Islandi. Seðlabankinn verður óþarfur, ef fastar reglur taka við stjórn peningamála. (Þessar reglur geta annaðhvort verið um tiltekna aukn- ingu peningamagns á hverju ári eða um bindingu krónunnar við Banda- ríkjadal, en Lúxemborgarfranki er til dæmis bundinn við belgíska frank- ann.) Seðlaprentunarvaldiö hverfur við slíka breytingu í rauninni úr greipum bankans í hendur markaðs- aflanna. I mesta lagi þarf að bæta við nokkrum starfsmönnum á Hag- stofuna til einhverra útreikninga! Eini vandinn er líklega sá, hvað á aö gera við Seðlabankahúsið. Mér finnst eölilegt, aö það sé selt. Og ekki þarf að leita lengi aö kaupandanum. Ótímabærar athugasemdir HANNESH. GISSURARSON CAND. MAG. Utlendir bankar hljóta að setja upp útibú hérlendis, þegar fullt frelsi kemst á í peningamálum, og þeir hljóta að vera óðfúsir til að taka við þessu glæsilega húsi á sæmilegu verði. Þessi fjárfesting er því síður en svo til einskis. Aö því kemur þannig fyrr eöa síðar, að við njótum stórhugar seölabankamanna! Hús Framkvæmdastofn- unar við Rauðarárstíg Framkvæmdastofnun hefur búiö um sig í ágætu húsi við Rauöarár- stíg. Þessi stofnun er að sjálfsögðu einnig ónauðsynleg, ef allir peningar eru leigðir út á sama verði, en það gerist, ef vextir á markaði eru látnir skamrnta þá, en ekki valdsmenn. Leyfið mér að skýra þetta mál nokkru nánar. Nú eru penmgar leigðir út á mlsháu verði eða með ólíkum kjörum. Sumir eru leigðir út á lægra verði eða með betri kjörum en aðrir, gefið er með þeim úr ríkis- sjóði, þeir eru niöurgreiddir af al- mannafé. Það er einmitt hlutverk Framkvæmdastofnunar að úthluta slíkum ölmusupeningum, enda er eftirspurnin eftir þeim auðvitað meiri en framboðið (að því ógleymdu, aö þeir fá þessa niður- greiddu peninga, sem síst þurfa ölmusur — atvinnurekendurnir í landinu). En ölmusupeningar hætta að vera á boðstólum, ef verð allra peninga er látið ráðast af markaðnum einum. Framkvæmdastofnun hlýtur aö hverfa úr sögunni með sjálfum ölmusupeningunum. Eftir það fá menn þá peninga, sem þeir þurfa að leigja sér, úr bönkunum og greiða fyrir þá fullt verð — eðlilega vexti eða með öörum orðum markaðs- vexti. Húsið stendur eftir, þótt Framkvæmdastofnun hverfi ásamt öllum þeim stofnunum öðrum, sem hafa það hlutverk að trufla og tor- velda straum peninganna í hag- kvæmustu rásimar. Til hvers má nota húsið? Eg legg til, að það sé notað til einhvers þess, sem ríkið hefur vanrækt á síðustu árum. (Það er reyndar allt að því lögmál, að ríkið rækir því verr það, sem það á að gera, sem það rækir betur hitt, sem þaö á ekki að gera.) Ríkið hefur rækt mjög illa öryggis- og varnar- mál, svo sem það að líta eftir útlend- um sendiráðsmönnum hérlendis og innlendum starfsbræðrum Arna Treholts hins norska. Væri ekki skynsamlegt að koma nýrri öryggis- og varnarmáladeild utanríkis- eða dómsmálaráðuneytisins fyrir í þessu myndarlega húsi? Útvarpshúsið við Kringlumýrarbraut Utvarpshús er að rísa í nýja miðbænum við Kringlumýrarbraut til mikillar hrellingar mörgum þeim, sem aðhyllast frelsi í útvarpsmál- um. Auövitað er Ríkisútvarpið óþarft. Við eigum að fá að velja um útvarpsefni eins og um dagblöðin, og allir þeir eiga aö hafa leyfi til þess að reka hljóðvarps- eða sjónvarps- stöövar, sem þess óska. Þörfum landsmanna fyrir sérstakt skóla- eöa fræðsluefni má fullnægja úr 1—2 kennslustofum í Háskólanum (eða með þvi, sem sennilega er ódýrara, að kaupa tíma í einkastöðvum). Frelsissinnar ættu þó ekki að örvænta. Var fangelsinu við Lækjar- götu ekki breytt í landshöfðingja- bústað og síöan í stjómarráðshús? Hyggilegt er, held ég, að reyna aö selja útvarpshúsið hinu nýja fjöl- miðlunarfyrirtæki Isfilm hf. En því má breyta eins og öðrum húsum, takist ekki að selja það þessu fyrir- tæki eða öðrum. Viö erum ekki aö glata neinu með því aö losna viö Ríkisútvarpið. Oðru nær. Við erum að ryðja brautina fyrir ný fyrirtæki, fyrir líf og grósku. Gaman og alvara Athugasemdir mínar eru að vísu sumar gerðar í nokkru gamni — og ekki síst til að stríða metnaðarfullum starfsmönnum þessara þriggja stofnana. En þessu gamni fylgir þó alvara. Eg legg áherslu á tvennt. Annað er það, að stofnanir taka stundum að lúta eigin lögmálum, vaxa og verða að stjómlausum báknum, ef þær þurfa ekki að óttast neina samkeppni, ekkert aðhald markaðarins,- Svo er, grunar mig, um þessar þrjár stofnanir. Hitt er það, að markaðsöflin geta leyst þessar stofnanir og aðrar af hólmi i ýmsum efnum. Oftar en ekki leiðir hin „ósýnilega hönd” markaðarins, sem Adam Smith lýsti í Auðlegð þjóðanna 1776, okkur áfram og upp, en hnefi ríkisins rekur okkur norður og niður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.