Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Blaðsíða 4
DV. MIÐVIKUDAGUR23; MAÍ19MV ÞING- LAUSNIR Á ALÞINGI Þinglausnir fóru fram laust eftir klukkan 17 í gær og er þá lokið 106. lög- gjafarþingi Islendinga eftir 193 daga þinghald. A þingi þessu hafa verið samþykkt alls 110 lög, þar af 93 stjórnarfrumvörp og 17 þingmannafrumvörp. Alls voru lögð fram á þinginu 187 frumvörp en 77 þeirra urðu ekki útrædd. Lagðar voru fram 110 þingsályktunartillögur. Af þeim voru 25 afgreiddar sem ályktanir frá Alþingi, 1 var felld, 5 var vísaö frá til ríkisstjómarinnar, einni var vísaö frá með rökstuddri dagskrá en 77 urðu ekki útræddar. A þinginu komu fram 148 fyrirspumir og var 127 þeirra svar- að. AIIs voru 370 mál til meðferðar á þinginu og komst f jöldi prentaðra þing- skjala i 1124 en þaö er talið meiri fjöldi þingskjala á einu þingi en áður er vitað um. Til samanburðar má ne&ia aö á síðasta þingi voru alls 260 mál til meöferöar og var fjöldi þingskjala þá 668, en á því þingi vora samþykkt 52 lög. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, for- seti sameinaös þings, þakkaði þing- mönnum og starfsfólki Alþingis fyrir samstarfið. Hann bar fram sérstakar þakkú' til Friðjóns Sigurðssonar, skrif- stofustjóra Alþingis, sem nú er að láta af störfum fyrir aldurs sakir. Friðjón hefur verið skrifstofustjóri Alþingis í 28 ár eöa um fjóröung þess tíma sem Alþingi hefur setið sem löggjafarþing. Þar áður haföi hann verið fulltrúi á skrifstofunni í 12 ár. Þorvaldur Garðar tilkynnti jafnframt að Friðrik Olafsson hefði veriö ráðinn skrifstofustjóri frá 1. september næstkomandi. Ragnar Amalds, formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins, þakkaði forseta sameinaös þings fyrir hönd þingmanna. Að því búnu las forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, upp forsetabréf um þinglausnir. -OEF. Forseti islands, Vigdis Finnbogadóttir, gengur úr þingsal eftir að hafa lesið forsetabréf um þinglausnir. Hjá henni stendur Friðjón Sigurðsson, skrifstofu- stjóriAlþingis, sem ihaust lætur afþvi embætti eftir 28 ára starf. DV-mynd GVA. Samþykktu 11 þingsályktanir Þingmenn kveðjast eftir 193 daga kappsfulla málafylgju. Fremst á myndinni eru Sigriður Dúna Kristmundsdóttir, Karvei Pálmason, Þorvaidur Garðar Kristjánsson og Guðrún Agnarsdóttir. A síðasta f undi sameinaös þings í gær voru samþykktar ekki færri en 11 þingsályktunartillögur, auk tveggja sem vísað var til ríkisstjórnarinnar. Samþykkt var heimild fyrir ríkis- stjómina til að ganga til samvinnu viö erlenda aðila um byggingu kísilmálm- verksmiðju á Reyðarfirði, samþykkt var aö fela Framkvæmdastofnun aö kanna hagkvæmni þess aö koma á fót fríiðnaöarsvæðum hér á landi og ríkis- stjóminni var falið að hlutast til um að felldar yrðu úr gildi þær reglur er heimila yfirmönnum ríkisstofnana, svo sem ríkisbanka og Framkvæmda- stofnunar, að kaupa bíla með sömu kjörum og ráðherrar, það er með Málþófið hindraði ekki framgang mála Alþingi afgreiddi í gær sem lög öll þau stjómarfrumvörp sem stjórnar- flokkarnir höföu lagt áherslu á að af- greiða fyrii' þinglok. Þar á meðal frumvarp um að færa Búnaðarbanka undir viðskiptaráöherra sem Stefán Valgeirsson ætlaði aö reyna aö hindra meðmálþófi í fyrrinótt. Að öðram málum sem afgreidd vora í gær má nefna frumvarp um að færa yfirstjóm Iðnaðarbanka undir við- skiptaráðherra, kosningalög, lög um sveitarstjórnarkosningar, lög um Ríkismat sjávarafurða, jaröalög, og breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga er felur í sér lækkun gjaldaá sumarbústöðum. Einnig voru samþykkt lög er heimila veitingu vínveitingaleyfa til veitinga- húsa og hótela utan kaupstaða, at- vinnuréttindi skipstjómarmanna, um- boösþóknun vegna gjaldeyrisviðskipta og útflutningsgjald af grásleppuaf- urðum. Ollum frumvörpum um breytingar á lögum um Framleiðsluráö land- búnaöarins var vísað til ríkisstjórnar- innar. OEF. niðurfellingu tolla og aðflutnings- gjalda. Þá voru samþykktar tillögur um landnýtingaráætlun, um könnun á hvemig leysa skuli húsnæöismáL námsmanna, um uppbyggingu Reyk- holtsstaðar, um framburðarkennslu í íslensku, um kynningu á líftækni og um að fela dómsmálaráðherra aö skipa fimm manna nefnd er kanni hvernig er háttaö rannsókn og meöferö nauðgunarmála og geri tillögur til úr- bóta í þeim efnum. Ennfremur var samþykkt þings- ályktunartillaga um lagahreinsun og samræmingu gildandi laga, þannig að ný löggjöf verði felld inn í tölvu- skráöan texta lagasafnsins þannig aö ávallt sé tiltækur réttur texti gildandi laga og aö undirbúin veröi hreinsun úr- eltra ákvæöa úr núgildandi lögum. Síðasta tillagan sem samþykkt var felur fjármálaráðherra að leggja fyrir næsta þing tillögu um afnám tekjuskatts af almennum launatekjum í áföngum. Jafnframt á að felast í tillögu fjár- málaráöherra á hvern hátt megi breyta skattheimtu aö öðru leyti og spara í ríkisrekstrinum til að ná þessu markmiöi án þess að minnka þjónustu. -OEF. í dag mælir Pagfari______________I dag mælir Pagfari___________j dag mælir Dagfari Huldumenn angra vegamálastjóra Fyrir nokkuð mörgum árum varð það frægt, að verkamenn, sem unnu að sprengingum í Krossanesi norður, fengur ekki komist áfram með sprenguigarnar vegna eilífra truflana, sem út af fyrir sig voru skýrðar eðlilegum skýringum, en voru undariega oft, og raunar óeðiilegar, t.d. hrukku kveikjulok af véium, leiðslur settar úr sambandi eða bensíndæla stífluö. Gekk þetta nokkurn tima eða þar til að skyggnir menn sáu huldufólk á stjái við vél- arnar, og þá brugðu menn skjótt viö. Vinnu var hætt, en síðar fenginn ungur maöur að vera talsmaöur í samningaviðræðum um aö huldu- menn flyttu sig, og var þeim síðan út- hlutað „ióðum” í næstu klettum og búa þar síðan. Menn muna eftir svipuðum samningum vegagerðarmanna, t.d. vandræðunum við klofna steininn rétt hjá Grafarholti, svo er hóli á lóð Breiðagerðisskóia og nú berast miklar fréttir af huldufólki á Akur- eyri. Svo virðist nefnilega vera, sem huldufólk eigi sér verulega byggð í svonefndum Haliandsbjörgum aust- an við Akureyri á þeirri jörð, sem Hallands-Manga var kennd við, móðir Bólu-Hjálmars. Þannig virðist margt kynlegt koma frá þessum bæ, en Bólu-Hjálmar var allra manna mest ákvæðaskáld eins og sögur eru um. Nú er það vitanlega ekki einleikið, af hverju Vegagerðin ákveður að leggja veg sinn einmitt á þann eina stað við Pollinn, sem sannanlega er byggður huldufólki, og það svo að búið er að birta skipulag bæjarins í Heima er best. Skipulagshöfundur er Helgi Hallgrimsson, náttúru- fræðingur og forstöðumaður Nátt- úrugripasafnsins á Akureyri, en skipulagið sýnir, að þarna eru veru- legar byggðir, — nærri því stærri en Akureyri sjálf. Hins vegar kemur ekki fram á skipulaginu, hvort KEA er með starfscmi þarna, en harla er það ólíklegt að Valur Arnþórsson sé ekki með a.m.k. eitt útibú í Hall- andsbjörgum. Eftir frásögnum að dæma, nota huldumenn sömu aðferöirnar og fyrrum í Krossanesi. Það er verið aö fikta í vélunum og jafnvel verið að falsa farmbréf, en frá því er sagt í Dagblaðinu og Visi í gær, að hedd hafi verið sent til Lúxemborgar í stað Akureyrar. Þannig virðast huldumenn ekki síður kunna eitthvað fyrir sér í véla- sendingum en vélaviðgerðum. En þá vaknar ein spurning? Voru huldumenn ekki búnir að fá næga viðvörun, þegar Krossanesat- burðirnir voru? Hefðu þeir ekki átt að bregðast fyrr við? Hefði ekki verið eðlilegra að fara t.d. á skrif- stofu vegamálastjóra og rugla hjá honum pappirunum í stað þess að reyna einungis að stöðva vélamar? Það hefði ekki þurft mikinn huldu- kall til þess að hnika til tveimur strikum og láta veginn liggja sunnar en til var ætlast, — gera sveiginn aðeins meiri og enginn hefði tekið eftir því fyrr en vegurinn var lagður og byrjað að aka hann. Þannig virðast huldumönnum mis- lagöar hendur eins og öðrum, — þeir eru þó vonandi ekki með sömu examplör af þingmönnum og aðrir í Norðurlandskjördæmi eystra, a.m.k. er erfitt að trúa því að til séu meðal huldumanna jafnokar þeirra Ingv- ars, Stefáns Valgeirssonar og Stebi- gríms Sigfússonar. Ekki er vitað hvernig vegamála- stjóri ætlar að bregðast við. En einfaldasta lausnin væri sú að kalla á nú til starfa samningamanninn úr Krossanesi og fresta síðan fram- kvæmdum um sinn meðan huldu- menn eru að flytja. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.