Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Blaðsíða 17
DV/MIÐVIKUIMGUim MMl9ff4. Gömlu keppinautarnir, þeir Svavar Magnússon og Haraidur Haraldsson, hita dekkin fyrir spyrnu sina og sparaþau hvergi. Aðþessu sinnihafðiHar- aldur betur og sigraði. Fyrsta kvartmíhikeppni sumarsins: KULVÍSIR TRANSISTORAR HVEKHTU KVARTMIUNGA Þaö blés ekki byrlega fyrir kvartmíl- ingum þegar þeir héldu fyrstu kvart- milukeppni sumarsins síöastliöinn laugardag. A þessi fullyröing við, bæði í eiginlegri merkingu þvi aö mjög hvasst var, og í óeiginlegri merkingu. I vetur höföu rúðumar í stjómstööinni fokið út eöa verið skotnar í tætlur svo aö kaldur norðanvindurinn átti greiðan aðgang að tímatökutækjunum. Tækin þoldu ekki kuldann og neituðu aö virka þar til viðgerðarmanninum hug- kvæmdist að nota hárþurrku til að hita forkelaða transistorana og var eftir það hægt að ná tímum einstakra bíla. Ekki bætti það úr skák að festingamar fyrir tímatökutækin á sjálfri brautinni em orðnar mjög slitnar og lélegar svo að fótósellurnar vom alltaf að vanstill- ast. Þetta lélega ástand tímatökugræj- anna var alveg að gera stjórnendur keppninnar gráhæröa og verður ekki haldin önnur keppni á kvartmílubraut- inni fyrr en búið er að setja nýjar festingar í brautina, endurnýja alla kapla og tengingar og skipta um kul- vísa transistora í stjómkassanum. Þessar bilanir í tímatökutækjunum drógu það á langinn að hægt væri að hefja keppnina en þegar sýnt var að tækin kæmust ekki í lag var ákveöið að hef ja keppnina. I raun kom það ekki að sök þó að engir tímar fengjust því að startljósin í jólatrénu virkuðu eðlilega, svo og ljósin í endamörkunum sem sýna hvor keppendanna er á undan í mark. Fyrirhugað hafði verið að hafa tvö- falda keppni, þ.e. hefðbundna kvart- milukeppni þar sem keppt er í öllum flokkum og tímaflokkakeppni. (Brack- et racing). Vegna bilana í tíma- tökutækjunum varð að hætta við tíma- flokkakeppnina svo að einungis var keppt samkvæmt flokkakerfinu. Að þessu sinni var keppt í öllum flokkum þó svo að keppendur hafi einungis verið tveir í sumum flokkunum. Standard flokkur: Gunnlaugur Emilsson, Islandsmeist- arinn í standardflokki í fyrra, mætti á 440 kúbika R/T Chargemum sínum og bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína. Hann sigraði nokkuð auðveldlega en í ööru sæti var Ingólfur Amarson sem keppti á Chevrolet Camaro með 350kúbika vél. Valur Vífilsson mætti á Evu II og var hinn kampakátasti þó svo að hann fengi ekki að fullreyna Evu. Voru það nokkrar smávægilegar bilanir sem komu i veg fyrir að hann gæti beitt bilnum til fulls. DV-myndir JóhannA. Kristjánsson. Sigurjóni Haraldssyni gekk vel i M.S. flokknum en þar sigraði hann íslandsmeistarann fráþvii fyrra, Örn Jóhannesson, eftir harða keppni. 17 3 r Hilmar Lúthersson mætti til leiks á glænýju 1100 cc Yamaha mótorhjóli og sigraði i sinum flokki. Var keppnin milli hans og Stefáns Finnbogasonar bæði jöfn og spennandi en lauk að lokum með sigri Hilm ars. Modified Standard Tveir keppendur mættu til leiks í M.S. flokki, og kepptu þeir báðir.á Chevrolet Nova. Mikill munur var þó á vélunum í bílunum því að Öm Jóhannesson, Islandsmeistarinn frá því í fyrra, var meö 327 kúbika small- block vél í Nóvunni sinni en Sigurjón Haraldsson var með 396 kúbika big- block vél. Að þessu sinni mátti Orn lúta í lægra haldi fyrir Haraldi sem sigraði í M.S. flokki. Götubílaflokkur Að vanda voru Qestir keppendanna í götubílaflokknum og stóð baráttan um fyrsta sætið milli þeirra Svavars Magnússonar og Haralds Haraldsson- ar og er þaö ekki í fyrsta skiptið sem þeir elda saman grátt silfur. Að þessu sinni sigraði Haraldur en Svavar varð að láta sér nægja annað sætið. Street Altered flokkur I fyrrasumar var ekki keppt í S.A. flokki vegna þess að þar mætti enginn til leiks en að þessu sinni voru þrír keppendur sem mættu. Ekki var keppnin milli þeirra spennandi þvi að hún var lítil, og var ástæðan fyrir þvi sú að tveir keppendanna, þeir Theódór Vífilsson og Valur Vífilsson, áttu við bilanir að stríða. Sigurinn var því nokkuð auðunninn fyrir Braga Finn- bogason sem kom alla leið frá Akur- eyritilaðtaka þátt í keppninni. Mótorhjólaflokkur Tveir keppendur voru mættir til leiks í mótorhjólaQokkinum. Þar sigr- aði Hilmar Lútersson Stefán Finn- bogason eftir jafna og spennandi keppni. Hilmar ók nýju Yamaha 1100 cc h jóli en Stefán var á 650 cc Hondu. Jóhann A. Kristjánsson. HERKULES • Hreinsar postulín, flísar, króm o.fl. • Fæst í byggingarvöruverslunum og helstu matvöruverslunum Heildsölubirgðir J.ÞORLÁKSSON OC NORÐMANN H.F Ármúla 40—slmi 83833 Eigum ávallt fyrirliggjandi úrval af tilsniðnum fatnaði. Vekjum sérstaka athygli á hinum vinsælu lánskjörum okkar við saumavólakaup, sem er ca helmingur út, eftirstöðvar lánum við vaxtalaust í tvo mánuði. Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut Í6 Simi 91 352ÖÖ Husqvarna - mest selda saumavélin á íslandi SPARIÐ - SAUMIÐ SJÁLF MEÐ HUSQVARNA VERÐ FRÁ KR. 9.529,00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.