Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Síða 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 23,'MAl 1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Innan forystuliös Demókrata- flokksins í Bandaríkjunum eru margir þeirrar skoöunar aö Gary Hart kunni aö sigra í síöustu fimm forkosningunum sem veröa allar 5. júní. Þaö mundi leiöa til þess aö tví- sýnan héldist í baráttu þeirra Walter Mondales allar götur inn á flokks- þingiö sem haldið verður í júlí. Flestir fulltrúarnir í Kaliforníu Þaö er Kalifornía sem leggur til flesta landsþingsfulltrúana í þessum fimm síöustu forkosningum en New Jersey næstflesta. I aðalstöðvum Demókrataflokksins í Kalifomíu er taliö aö Hart öldungadeildarþing- maöur Kólóradó njóti meira fylgis þar í fylki en Monale. I New Jersey hefur Mondale hins vegar notiö meira fylgis í könnunum en vitaö aö Hart heur unniö töluvert á og áreiðanlega oröið mjög mjótt á mun- unum. Hinar forkosningamar eru í New Mexíkó, Suöur-Dakóta og Virginíu. Þar hefur verkalýöshreyfingin sterk ítök en Mondale hefur haft hana á bak við sig í öllum þessum for- kosningum. Þykir því skjóta nokkuö skökku viö aö fylgiskannanir í þessum þrem fylkjum gefa til kynna, að Hart n jóti þar meira fylgis en Mondale eöa Jesse Jaekson. Sigri Hart í þessum fylkjum öllum, aö ekki sé minnst á aö hann sigri meö miklum mun, veröur ekki ráöiö fyrr en á sjálfu landsþingi Demókrata- flokksins í júlí hver útnefndur verður frambjóöandi flokksins í forseta- kosningunum næsta nóvember. Demókratar klofnir — repúblikanar sameinaðir um Reagan Demókratar eru ekki öðruvísi en Fimm daga flokksþingi sósíal- demókrata í Vestur-Þýskalandi lauk á mánudaginn og voru jafnaöar- mennirnir meö ólíkt léttara yfir- bragöi en þegar íhaldsmenn Helmuts Kohls kanslara þokuöu þeim út í stjómarandstöðukuldann fyrir 20 mánuðum. Tvennt veldur því og þó náskylt hvort ööru. Er áberandi meiri eining meöal sósíaldemókrata núna en þá, en samstarf flokkanna þriggja í sam- steypustjóm Kohls hefur á meöan heldur gliönaö í saumunum. Ekki skilja lengur nema örfáar kommur á milli í fylgiskönnunum, en framundan eru kjörpróf 17. júní, þegar kosið verður til Evrópu- þingsins. Vindáttin gæti naumast breyst á hagstæöari stundu fyrir sósíaldemókratana. A flokksþinginu voru kveönir niöur efasemdardraugar, sem sótt hafa aö flokknum síðan sú stefna var mörkuö aö ræða eldflaugaáætlun NATO á sérstökum fundi í Köln fyrir hálfu ári. Þá var um leið hertur róöurinn gegn Kohl og stjórn hans sem framan af á stjómartímabilinu hefur virstóhagganleg. Willy Brandt, fyrmm kanslari, sem verið hefur formaður flokksins síöustu 20 árin var endurkjörinn með yfirgnæfandi meirihluta. Hann sagði að hann æli ekki neinar vonir um aö stjórnarsamsteypan mundi splundr- ast af sjálfu sér. Kveikti hann mikið baráttubál í þingfulltrúunum 400 meö því aö spá því, aö flokkurinn næöi aftur völdum í Bonn, sigraöi Kohl jafnt úti í dreifbýli sem í þétt- býli bæöi í fýlkiskosningum og sambandsþingkosningum, sem verða eftir þrjú ár, og sópaöi Kohl burt af sjónarsviðinu 1987. Flokksþingið boöar stefnu efnahagslegrar velsældar án at- vinnuleysis, réttláts samfélags, öryggis án kvíða. Sagöi Brandt aö í öllu þessu þrennu hefði rikisstjóm Kristilegra demókrata, Kristilega Eftir að velja 504 fulltrúa Nokkuð er þaö á reiki hvað menn ætla að framboðsefnin séu hvert um sig búin aö tryggja sér marga full- trúa á flokksþinginu. Það er taliö að Mondale, fyrrum varaforseti (Carters forseta), sé kominn með 1524 fulltrúa á bak við sig úr 44 fylkjum, Hart 941, Jackson 297 en óhlutbundnir séu 336 og aðrir sem helst hafa úr lestinni séu með 58 full- trúa. I forkosningum þessara fimm síöustu fylkja þann 5. júní er kosiö um 486 fulltrúá. — Þar af 306 frá Kaliforníu, 107 frá New Jersey, 35 frá Vestur-Virginíu, 23 frá New Mexíkó og 15 frá Suöur-Dakóta. — Enn eitt fylki á eftir aö velja sína 18 fulltrúa, en þaö er Idaho. Þar veröa ekki for- • kosningar, heldur fulltrúarnir kosnir á flokksfundi (24. mai). Alls er þarna því um að ræöa 504 landsþingsfulltrúa og mundi Mondale þurfa aö vinna 80—90% þeirra ef hann ætlaði aö tryggja sér útnefningu meö forkosningunum einum, áður en til landsþingsins kemur. Horfurnar á því aö honum takist það þykja afar ólíklegar. Fylgismenn Mondales segjast litlu kvíöa þótt Mondale nái ekki fullri tölu fyrir landsþingið. Þeir benda á að nokkur hundmö fulltrúar em óhlutbundnir, og þar á meðal 210 fulltrúar sem valdir eru af flokksfor- ystunni utan viö forkosningarnar. Þeir fulltrúar koma beint úr flokks- vélinni en hennar stuðning hefur Mondale átt vísa n í flestum fylk jum. Hart er hins vegar þeirrar skoöunar að hinir óhlutbundnu fulltrúar muni allir ljá honum at- kvæði sín ef þeir sjá í síðustu for- kosningunum að fylgið sé að hrynja af Mondale. Willy Brandt (formaður sósialdemókrata i20 ár) hefur enn gott lag á að hrifa flokksbræður sina með sér. Sósíaldemókratar bjartsýnir undir stjórn Willy Brandt sósíalsambandsins, og Frjálslyndra demókrata bmgöist. Samsteypustjórn Kohls hefur átt í erfiöleikum. Spillt hafa fyrir henni stöðugar erjur Franz Josefs Strauss, leiðtoga hægrimanna, og Hans-Diet- rich Genscher, utanríkisráðherra og leiötoga frjálslyndra. Alvarlegastan hnekki beið stjómin á dögunum þegar hún varð aö falla frá tillögu sinni og áætlun um uppgjöf saka til handa þeim sem beitt höföu skatta- undanbrögðum í framtölum á fjar- veitingum til stjórnmálaflokkanna. Genscher haf öi heitiö meöráöhermm sínum aö frjálslyndir mundu styöja þessa áætlun en uppreisn innan flokks hans brá fæti fyrir það. Eitt áhrifamesta blaö V-Þýskalands, vikuritið Die Zeit, heldur því fram síöan aö Genscher sé búinn aö vera sem flokksformaður. Aöur hafa ýmis hneykslismál riöiö yfir stjómarheimiliö. Otto Lambs- dorff f jármálaráðherra liggur undir ákæru fyrir spillingu og Kohl er legið á hálsi fyrir að reka ekki varnar- málaráðherrann, Manfred Wömer, sem rekiö hafði úr starfi fyrir rangar sakir einn af virtustu hers- höfðingjum Þjóðverja. Þessar vikumar loga deilur á vinnumarkaönum þar sem eru verk- föll stáliðnaðarmanna vegna kröfunnar um styttingu vinnuvik- unnar niður í 35 stundir. Og atvinnu- leysiö hefur reynst óhagganlegt viö 9%. — Hefur allt þetta verkað til þess aö má nýgljáann af stjóm Kohls. Fylgisaukning sósíaldemókrata í bæjar- og sveitarstjómarkosningum síðustu mánaöa hefur fyllt þá slíkri bjartsýni, að á flokksþinginu í Essen um helgina settu þeir markiö á meirihlutastjórn í Bonn eftir kosningarnar 1987. Enginn stjórnar- sambræðingur. Frjálslynda taka þeir ekki í sátt í bili eftir brotthlaupiö yfir í stjórnarsængina meö hægri- flokkunum og Græningjunum treysta þeir ekki til mikils. Sósíaldemókratar tóku eins og búast mátti við strax undir kröfur járniðnaðarmannasambandsins um styttingu vinnuvikunnar sem leið til lausnar á atvinnuleysinu en fara sér þó hóflega í þeim stuöningi því að verkföll em ekki of vel séð meðal al- mennra kjósenda í V-Þýskalandi. Hafa þeir aöallega snúiö sér aö því að gagnrýna Kohl kanslara fyrir að taka málstað atvinnurekenda í deil- unni. Enda angrar þaö þá að persónu- fylgi Kohls kanslara viröist ekkert hafa dvínað hvað sem duniö hefur yfir ráöherra hans í stjóminni. Lokahnykkurinn eftir í forkosningum demókrata aörir Bandaríkjamenn meö þaö að þeir hafa gaman af tvísýnni keppni, og forystumenn þeirra eru ekki vissir um nema að flokksbræður þeirra kunni aö veita Hart atkvæði sín í þessum fimm fylkjum þótt ekki væri nema til þess eins að missa ekki gamanið úr slagnum of snemma. En meö því mundu þeir einmitt gera óvinafögnuð í herbúðum repú- blikana sem munu telja allan klofning í Demókrataflokknum vatn á þeirra myllu þegar kemur til sjálfra forsetakosninganna. — Inn- byrðis meöal repúblikana hafa ekki verið nein átök í forkosningunum því aö ekkert alvöru-mótframboö hefur komið þar fram gegn Reagan forseta sem er öruggur um aö hljóta útnefn- ingu flokksins. Hvaö sem líöur öllum niöurstöðum fylgiskannana í þessum fimm fylkjum þá eru tvær vikur eftir tU forkosninganna 5. júní og margt getur skeð til breytinga á skemmri tíma í póUtíkinni. A flokksþingið, sem haldiö verður í San Francisco 16. júU, munu koma 3.933 fulltrúar og það þarf atkvæöi 1967 fulltrúa til þess aö hreppa meiri- hluta strax í fyrstu umferð. Jesse Jackson á kosningaferða- lagi. Walter Mondale á kosningafundi. Gary Hart á sigurstundu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.