Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Síða 8
s' DV.'MIÐVIKUDAGURÍ3: MM19847 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Atlantshafið breikkar um 1,5 cm á árí Gervihnattamælingar styðia landrekskenninguna Geimvísindamenn í Bandaríkjun- um telja sig hafa staöfest landreks- kenninguna og að lönd jaröar séu á stöðugri hreyfingu. Þannig iíöi risa- álfurnar undurhægt um hnöttinn. David Smith hjá Geimrannsókna- stofnun Bandarikjanna (NASA), virtur visindamaður i þessum efn- um, segir aö Evrópa og Noröur- Ameríka viröist fjarlægjast hvor aöra og Atlantshafið breikka. Hawaii og Suöur-Ameríka viröast nálgast hvor aöra og Vestur-Kalifornía gæti einhvern timann í framtíöinni endað meöal Kyrrahafseyja. Hundruð milljón ára hreyfing I viötali viö fréttamenn Reuters segir David Smith aö þetta landrek sé eilíf hreyfing, sem spanni hundruð milljónir ára og sé ómælanleg öllum nema þeim sem ráöi yfir háþróaö- astri tækni. Landrekskenningin hefur veriö vísindamönnum umræöuefni í ára- tugi en þaö er fyrst núna aö einhverj- ar mælingar eru lagðar fram henni til stuönings. NASA styöst þar viö gervihnattatækni. Mælingamar viröast styöja kenn- ingar þeirra sem hafa haldiö því fram að heimsálfurnar séu heljar- miklir 32 km þykkir kekkir sem fljóti í bráö jarðskorpunnar. Viröist sú kenning standast sem byggir á því aö álfumar, eins og menn þekkja þær í dag, hafi verið eitt risaland fyrir um 300 milljón árum en molnað niður og molarnir tekiö aö fjarlægjast hver annan fyrir um 180 milljón árum. En samkvæmt því sem þeir segja núna hjá NASA hafa þessir „molar” ekki stöövast þar sem þeir eru stadd- ir á hnettinum núna. Þar sem fólk er á ferli í dag, er landið undir fótum þess einnig á feröinni — burtséö frá snúningi jarðar. Atlantshafið breikkar Samkvæmt mælingum NASA breikkar Atlantshafiö um 1,5 cm á ári. Biliö milli Hawaii og Suður- Ameríku minnkar um 5 cm á ári, en milli Astralíu og Noröur-Ameríku breikkar þaö um rúman sentímetra á ári. Noröur- og Suöur-Kalifomía mætast á leið hvort í sína átt og nudda hlutamir 6,5 cm hvor af öömm í leiðinni ár hvert. Hluti af Kalifomíu, vestan San Andreas- sprungunnar, gæti endað sem eyja í Kyrrahafinu. Flestir hinna frægu jarðskjálfta- kippa Kaliforníu eru raktir til landreksins. Abendingar um landrekiö höföu jarðfræðingar áöur fundiö í björgum, sem jaröskjálftai höföu ýtt niöur í jöröina en virtust hafa færst veru- lega til í leguplássi sínu þótt engar hræringar heföu átt sér staö þar eftir þaö. Landrekskenningin þótti einnig studd af því aö heimsálfur, sem þúsundir km skildu á milli, áttu sama plöntu- og dýralíf. Samkvæmt landrekskenningunni fljóta álfurnar í bráö jarðskorpunnar og rekur undurhægt um hnöttinn. Samkvæmt gervihnattamælingum breikkar því Atiants- hafiö um 1,5 cm á ári. Lasergeisla mælingar NASA, sem hóf mælingar sínar og tilraunir í byr jun áttunda áratugar- ins, notar lasergeislabyssur til aö senda öflugan geisla frá völdum staö á jöröu niöri upp í spegla í gervi- hnetti 6.000 km úti í geimnum. Geisl- inn endurkastast til sama staðar og fjarlægöir eru mæidar með því aö mæla tímann sem geislinn er á leið- inni. Ein ályktunin, sem dregin er af landrekskenningunni, er aö eftir nokkur hundruð milljón ár komi heimsálfurnar saman aftur í eitt allsherjar landflæmi, áöur en þær hefjirápiö aönýju. NÝKOMNIR KVEIMSKÓR Tegund 1. Stærðir: 36-42. Litur: Ijósbrúnn. Verð kr. 475,- Tegund2. Stærðir: 36 -42. Litur: blór. Verðkr.420,- Tegund 3. Stærðir: 36—42. Litur: beige. Verð kr. 475,- Danskirvagn- stjórarí verk- falliílOdaga Kaupmannahafnarlögreglan segist hafa handtekiö átján verkamenn sem í trássi viö lög hafi sett upp hindranir á jámbrautarstöðvum og bílvegum í samúðarskyni við tíu daga gamalt verkfall strætisvagnstjóra. Verkfallið, sem sprottið er upp úr innanfélagsdeilum stéttarfélags vagn- stjóranna, hefur breiöst út og kemur niöur á mörgum sviöum í samgöngum Danmerkur. Meira aö segja flug- ferðum. Poul Schliiter forsætisráöherra hefur lýst yfir í útvarpsviðtali aö stjórnin ætli sér ekki aö grípa inn í verkfallið. Tegund 4. Stærðir: 36-42. Litur: beige. Verð kr. 365,- Tegund 137. Stærðir: 36-41. Litur: svartur og hvitur. Verð kr. 869,- Tegund 145. Stærðir: 36-41. Litur: hvitur. Verð kr. 869,- Tegund 133. Stærðir: 36 - 42. Litur: hvítur. Verð kr. 798,- Tegund 135. Stærðir: 36 — 42. Litur: hvitur. Verð kr. 657,- Tegund. 134. Stærðir: 36 — 42. Litur: hvitur. Verð kr. 994,- Póstsendum Laugavegi 1 — Sími 1-65-84 Morðinginn orðinn presfur Maöur, sem afplánaði níu ára fangelsi fyrir aö hafa drepiö móöur sína, hefur fengiö leyfi til þess aö gerast prestur skosku kirkj unnar. James Nelson (39 ára) segist hafa fengiö köllun til þess aö boöa guðsorö og í þriggja stunda yfir- heyrslu hjá kirkjunnar yfirvaldi í gær sagöist hann hafa iörast síns illvirkis og iðrast enn í dag. Mál hans hefur vakiö miklar deilur í Skotlandi og safnaðarráðið, þar sem hann haföi veriö skipaöur aöstoðárprestur, hefur hafnað honum. Umskurður sner ist í stórslys Hæstiréttur í London dæmdi múhameðskum dreng 10.000 sterlings- punda skaðabætur fyrir þaö að munaðarspjótiö haföi verið skoriö af honum í aðgerð sem fór úrhendis þegar átti aö umskera hann. Drengurinn er aöeins fimm ára. Aögerðin hafði verið viö sérstaka hátíðarathöfn, sem breyttist í mikiö blóðbaö og óhljóö viöstaddra, þegar hnífur læknisins varö óheppilega aö- gangsfrekur. En mjög fljótt var brugðið viö og limurinn saumaður aftur á drenginn á næstu slysavarðstofu. Fékk rétturinn aö vita sérfróöra álit um aö drengurinn mundi halda aliri hæfni til ástarleikja þegar hann fengi aldur og þroska til. Við hinu þótti samt hætt, aö þessi reynsla gæti orkað á hann sálarlega og fyrir þaö dæmdust honum bæturnar en foreldrum hans voru dæmd 7 þúsund sterlingspund í bætur fyrir taugaáfall- iö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.