Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Blaðsíða 21
DV. MIÐVIKUDAGUR 23. MAl 1984.
21
óttir
íþróttir
(þrótt
(þróttir
Sskeppni
íþróttagrein tilheyra austurblokkinni.
Að vísu eiga Finnar, Bretar og Grikkir
góða spjótkastara í kvennaflokki en
spjótkast er ein af þessum greinum,
þar sem allt getur skeð — grein sem oft
býður upp á óvænt úrslit.
hsím.
Stefán bjargaði Val
frá mun stærra tapi
— þegar Víkingur sigraði Val 1:0 í 1. deild íslandsmótsins í gærkvöld
igurmark Víkings og Valur Valsson,
DV-mynd Óskar.
inað
larkið”
igurmarkVíkings
að mæta í vinnuna á morgun. Þar eru margir
knattspyrnuáhugamenn sem hafa spáð
Víkingsliðinu óförum. Eg hlakka til að hitta
þá,” sagði Ogmundur Kristinsson, fyrirliði
Víkings.
„Var ekki í góðu jafnvægi"
„Kristinn var í dauðafæri og skotið var
alveg út við stöng. Eg veit ekki hvort mér
hefði tekist að verja ef ég hefði verið í betra
jafnvægi,” sagði Stefán Arnarsson, mark-
vöröur Vals.
„Leikurinn var ekkert"
„Þessi leikur var akkúrat ekki neitt. Það
kom ekki til greina að dæma rangstöðu rétt
áður en Víkingar skoruðu markið. Rang-
staðan hafði engin áhrif á gang leiksins,”
sagði Þorvarður Björnsson, dómari leiksins.
-SK.
Frábær markvarsla Stefáns Arnars-
sonar — fyrrum KR-markvarðar —
bjargaði Valsmönnum frá mun stærra
tapi þegar þeir léku gegn Víkingum á
FögruvöUum í 1. deUdinni í gærkvöld.
Víkingur vann verðskuldaðan sigur,
1—0, og sigurmarkið var ekki skorað
fyrr en átta mínútum fyrir leikslok. Eft-
ir gott upphlaup Víkings lék Andri
Marteinsson upp að endamörkum, gaf
fyrir á Kristin Guðmundsson, sem
sendi knöttinn í markið hjá Stefáni
með góðu skoti og knötturinn lenti al-
veg út við stöng. Það var í eina skiptið
sem Víkingum tókst að koma knettin-
um í markið hjá Stefáni þrátt fyrir
mörg góð færi. Þeir voru ákveðnari í
leiknum, einkum í fyrri hálfleik, en
Valsliðið, sem virðist hafa svo marga
snjalla leikmenn í liði sinu, náði aldrei
saman.
Víkingur lék gegn strekkings-
sunnangolu í fyrri hálfleiknum. Var
miklu hættulegri í öllum sóknaraðgerð-
um. Strax á 6. mín. bjargaði Stefán vel
í hom þegar Heimir Karlsson var að
komast í dauöafæri. Aöeins síðar felldi
Guðmundur Kjartansson Heimi innan
vítateigs. Þar vildu Víkingar fá víta-
spyrnu en ekkert var dæmt. Valsmenn
voru ekki minna með boltann en fengu
aöeins eitt færi i hálfleiknum. Valur
Valsson spyrnti yfir frá vítateignum.
Færin voru hins vegar Víkinga. Stefán
hirti knöttinn af tám Amunda Sig-
mundssonar. Varði með úthlaupi
þegar Heimir komst frír að markinu.
Lék sama leik gegn Andra rétt fyrir
leikhléið. Olafur Olafsson, hinn sterki
miðvörður Víkings, meiddist um
miðjan fyrri hálfleikinn og var borinn
af velli. Fór á slysavarðstofuna og var
óttast að liðbönd eða liðþófi í hné hefði
slitnað. Þaö er mikiö áfall fyrir Víking.
Valsmenn hressast
Valsmenn voru sókndjarfir í byrjun
s.h. Fengu þá fljótt tvö ágæt færi en
Ingvar Guðmundsson spyrnti yfir,
Hilmar Sighvatsson framhjá. Síðan
jafnaöist leikurinn á ný. Stefán varði
mjög vel frá Andra, fast skot, og rétt
áður haföi Andri skallað framhjá í
góðu færi. Hinum megin komst Berg-
þór Magnússon í gott færi. Hitti knött-
inn illa og skallað var í hom. Það var
síðasta færi Vals. Síðan skoraði
Víkingur og var nær að skora fleiri
mörk en Valur aö jafna. Stefán varði
mjög vel frá Andra undir lokin.
Víkingsliðið hefur komið á óvart í
tveimur fyrstu leikjum sínum á
mótinu. Margir sprækir strákar í lið-
inu, Omar Torfason og Andri sterkir á
miðjunni, Magnús Jónsson sem mið-
vörður. Heimir og Amundi skæðir mið-
herjar en eru enn ekki komnir á skot-
skóna. En færin skapa þeir sér.
Ögmundur markvörður Kristinsson
þurfti varla að verja skot í leiknum og
segir það talsvert um frammistöðu
Valshðsins. Hilmar Sighvatsson var
þar áberandi bestur ásamt Stefáni
markverði. Guðmundur Þorbjömsson
stendur fyrir sínu að venju og vamar-
mennimir em sterkir en seinir. Furðu-
legt hvað h'tið hefur komið út úr leik
Vals í tveimur fy rstu leikjunum eins og
manni finnst liöiö hafa marga góða
leikmenn.
Liðin voru þannig skipuð: Víkingur.
Ogmundur Kristinsson, Ragnar Gísla-
son (Gylfi Rútsson 46 mín.), Unnsteinn
Kárason, Olafur Olafsson (Kristinn
Heigason 22 mín.), Magnús Jónsson,
Andri Marteinsson, Kristinn Guð-
mundsson, Omar Torfason, Einar
Einarsson, Heimir Karlsson og
Amundi Sigmundsson.
Valur. Stefán Arnarson, Ingvar
Guðmundsson, Grimur Sæmundsen,
Guömundur Kjartansson, Þorgrimur
Þráinsson, Jóhann Þorvarðarson,
Guöni Bergsson, Guðmundur Þor-
björnsson, Valur Valsson, Hilmar Sig-
hvatsson og Bergþór Magnússon.
Ahorfendur 516. Maður leiksins:
Stefán Amarson. hsím.
V-Þjóðverjar sigruðu
í af mælisleik FIFA
—Sigraðu Ítalíu 1:0 íZiirich í gærkvöld
Sigurður Einarsson, Armanni.
Vestur-Þýskaland sigraði heims-
meistara ttalíu i Ziirich í gær 1—0 í vin-
áttu-landsleik þessara úrsiitaþjóða frá
HM á Spáni 1982, sem háður var í til-
efni af 80 ára afmæli FIFA, alþjóða-
knattspyrnusambandsins. Peter
Briegel skoraði eina mark leiksins á
61. mín. Ahorfendur voru 26 þúsund.
Uppselt.
Þetta var ánægjulegur sigur fyrir
vestur-þýska liðið svo rétt fyrir úrslita-
keppnina í Evrópumótinu í Frakk-
landi. Karl-Heinz Rummenigge var
aðalmaður á vellinum og ítölsku varn-
armennirnir fengu þar forsmekkinn af
því sem þeir eiga í vændum þegar
Rummenigge leikur með Inter Milano
næsta leiktímabil.
Itaiir, án fjölmargra af heimsmeist-
urum sínum, iéku lengstum sterkan
varnarleik og beittu svo skyndisókn-
um. En það gekk ekki upp hjá þeim og
markverðimir þýsku höfðu sáralítiö að
gera. Þó var Conti mjög snjall í fyrri
hálfleik. Briegel skoraði mark Þýska-
lands eftir aukaspy mu Rummenigge.
„Þýska liðið lék mjög vel. Mjög
sterkt lið,” sagði Enzo Bearzot, þjáif-
ari Itala. „Við vonuðumst eftir að geta
skorað snemma leiks en það tókst ekki.
GuðmundurTorfa
slasaður
Guðmundur Torfason, einn af bestu
leikmönnum Fram, meiddist á æfingu i
fyrrakvöld og er ekki víst að hann geti
leikið með Fram gegn Þrótti á fimmtu-
dag. Guðmundur tognaði og fær úr því
skorið í dag hvort liðbönd hafa slitnað.
SOS.
Jafntefli hefðu verið sanngjarnari úr-
slit. Þjálfari V-Þýskalands, Jupp Der-
wall, lét í ljós ánægju með það hve vel
heppnaöist að Rummenigge lék nú sem
tengiliður, ekki miðherji. Hann sagði:
„Miðjan hjá okkur var góð og við vor-
um fljótir i sókn. Þetta var góöur leik-
ur fyrir Evrópumótið,” og þá hældi
hann mjög Uli Stielike, sem lék
„sweeper” í þýska liðinu. I liði Italíu
voru aðeins fimm heimsmeistarar en
liðin voru þannig skipuð:
V-Þýskaland. Schumacher (Burd-
enski), Bemd Föster, Stielike, Karl-
Heinz Föster, (Mattheaus), Briegei,
Buchwald (Bommer), Rummenigge,
Brehme, Rolff, Wöller, Kiaus Allofs.
Italía. Bordon, Bergomi, Scirea,
Vierchowod, Neia (Gentile), Baresi,
Tardelli, (Fanna), Dossena, Bagni,
Altobelli (Giordani) og Conti. hsim.
FRÆGIR LEIKMENNI
EM-HÓPISPÁNVERIA
— í úrslitum í Frakklandi í næsta mánuði
Landsliðseinvaldur Spánar i knatt-
spymunni, Miguel Munoz, hefur valið
20 leikmenn fyrir úrslitakeppni
Evrópumóts landsliða í Frakklandi i
næsta mánuði. Flestir mjög þekktir
leikmenn en þó nokkrir ungir strákar í
hópnum.
Luis Arconada, markvörður Real
Sociedad, er enn aðalmarkvörður
spánska landsliðsins. Miðherji Real
Madrid, Carlos Santilla, verður
fremsti maður sóknarinnar ásamt
Manuel Sarabia, miðherja Bilbao, sem
átti mikinn þátt í því að Bilbao sigraöi
bæði í deilda- og bikarkeppninni á
Spáni. Einnig eru í hópnum framlínu-
menn Barcelona, Marces Alonso og
Francicco Carrasco, og Barcelona-
leikmennimir Victor Munoz og Julio
Alberto, Andono Goikoetzea, Bilbao,
verður aðalmaöur varnarinnar sem
áöur ásamt félaga sínum Santiago
Urkiaga. Markvörður Bilbao, Andoni
Zubizarreta, sem leikur í markinu í
úrslitaleikjunum við England í
Evrópukeppni 21 árs landsliöa, er í
hopnum, sem þannig er skipaður:
Markverðir: Luis Arconada,
Francisco Buyo og Andoni Zubizarr-
eta.
Varnarmenn. Andoni Goikoetxea,
Antonio Maceda, Salvador Garcia,
Julio Alberto, Santiago Urkiaga, Jose
Antonio Gamacho.
Tengiliðir. Juan Antonio Senor,
Rafael Gordillo, Francisco Lopez,
Ricardo Gallego, Roberto Fernandes
ogVikctor Munoz.
Framherjar. Hipolito Rincon, Carlos
Santillana, Marcos Alonso, Francisco
Carrasco og Manuel Sarabia.
Spánn er í riðli með Portúgal,
Rúmeníu og Vestur-Þýskalandi i
keppninni í Frakklandi. Talið er að
keppnin um efsta sætið þar komi til
með að standa milli núverandi
Evrópumeistara V-Þýskalands og
Spánar. hsim.
r yj f:
__... . W'*-"- I
r
** ;v _
Ronnie Whelan skoraði tvívegis i Tei Aviv.
sigur
Leikmenn Liverpool „hituðu npp” í gær
fyrir úrsiitaieikinn i Evrópubikarnum gegn
landsliði Israels í Tel Aviv og unnu auðveld-
lega, 4—1, án þess að leggja miklð að sér.
Ensku meistararnir eru í Israel til að venjast
hitanum og loftlagsbreytingum fyrir úrslita-
leikiun við Roma.
Mike Robinson skoraði fyrsta mark Liver-
j pool á 15. min., hélt kncttinum í baráttu við
nokkra mótherja. Lék inn í vítateiginn og
skoraði. Ronnir Whelan skoraði annað
markið. Rifat Turk minnkaði muninn í 2—1
rétt fyrir ieikhiéið. I síðari hálfieik var ein-
stefna á mark Israel. Whelan skoraði sitt
annaö mark og fyrirllðinn Graeme Souness
það fjórða. Margir varamenn Liverpool tóku
þátt i leíkuum. Ahorfcndur 15.000.
-hsim.
Fyrsta tap
I f O |
Valerengen
Fimmtu umferðinni i norsku 1. deildinni í
knattspyrnu lauk í gærkvöidi. Urslit urðu
þessi:
Bryna Váierengen 3—1
Eik—Kongsvinger 1—0
LiIIcström—Viking 1-1
Molde — Fredrikstad 3—0
Moss—Start 0—0
Strindheim—Rosenborg 0—2
Staðaefstuiiða:
Rosenborg 5 3 2 0 8-3 8
Válerengen 5 4 0 1 8—3 8
Bryne 5 3 11 10-8 7
Eik 5 3 116-47
UllestrÖm 5 2 2 1 12-8 6
-hsim.
Dinamo varð
bikarmeistari
Urslitaleikurinn i bikarkeppninni i Rúmeniu
var háður í gær. Dinamo Búkarest og Steaua
Búkarest léku til úrslita og sigraði Dinamo 2—
1 eftir 1—1 í hálfieik. Þeir Custov og Orac skor-
uðu mörk Dinamo, Lacatus fyrir Steaua. I
Evrópubikarnum sigraði Dinamo Hamborg en
tapaði fyrir Liverpool i undanúrslitum.
hsim.
Kostar um
2 milljónir
— að senda landslidid
íhandknattleik
til Los Angeles
Fram kom á blaðamannafundi sem OL-
nefnd Islands hélt i gær að kostnaöur við þátt-
töku handknattleikslandsliðsins mun nema
um tvelmur miiljónum króna.
Tii að mæta þessum auknu útgjöldum hefur
nefudin ákveðið að ieggja i heljarmikið happ-
drætti svipað og gert var fyrir tveimnr árum.
Vonast menn til að það muni skila af sér mikl-
um hluta þessara tveggja mUljóna sem tU
þarf. -SK.