Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Blaðsíða 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ1984. Lág laun blaðburðarbama — fá ekkert fyrir blaðsíðuf jöldann Gísli Snorrason vörubílstjóri: Eg er ákaflega slappur í bókalestrinum. Les aðallega blööin. Eg neita mér þó ekki umKiljan ef ég kemst í hann. Þó að bréfritari sé ekki ánægður með matinn, sem hann fékk, eru þessir hundar ekkert að kvarta. Hundamatur fyrir 1640 kr. A merkilegum tímamótum þykir sjálfsagt að fá sér einhvem glaðning og þá ekki síst ef gest ber að garði. Þannig var staðan hjá minni fjöl- skyldu um daginn og þar sem lítið var um mat í kotinu sneri ég mér að Næturgrillinu. Bað ég um kjúkling fyrir fjóra en svo illa vildi til aö kjúklingar voru ekki til. Var okkur í staðinn boðið nauta- kjöt með sveppasósu og öllu tilheyr- andi. Þessu tókum við og báöum um aö steikin yrði vel steikt og sveppimir brúnaðir. Jú, ekkert sjálf- sagðara. En ýmislegt reyndist að. Fyrir það fyrsta var biötíminn óvenju langur og það á þriðjudegi. Síðan þegar lostætið kom reyndist innihaldið harla óárennilegt. Ytra borðið var kolbrennt og kjötið alhrátt. Viö gerðum heiöarlega tilraun til að boröa það sem okkur var boðið en hnífapörin unnu ekki á steikinni. Við erum ungt og friskt fólk með eigin tennur og sterka kjálka. En vígtennur höfum viö ekki eins og hundar. Aö bjóða gestum upp á mat og gos fyrir 1640 kr. og geta svo ekki ráðiö niðurlögum fæðunnar á hátíðar- stund. Eg geröist svo gleiöur að hringja og kvarta. En þá vildu þeir ekkert við mistök sín kannast og því síður aö við fengjum að tala við yfirmann. Aö fá endurgreitt? Ekki að ræða það, né heldur að fá þetta bætt með einhverju öðru. Attum við að rífa þetta í okkur eins og hundar? Kvöldið var þar með algjörlega ónýtt. Bergurskrifar: Nú er nóg komið af nísku blaðanna gagnvart blaöberum sínum. Strákur, sem ég þekki, er með 3.000 krónur á mánuði og stundum minna fyrir að vakna kl. 7.00 og bera út blöð til 70 áskrifenda. Hann veröur að vera búinn aö þessu kl. 8.10 því þá á hann að vera mættur í skólann. Um mánaðamót þarf hann svo að fara um kvöidmatarleytið að rukka, en áöur verður hann að vera búinn að læra. Og þegar hann er búinn að rukka eftir mikið púl hefur hann ekki náð inn nema svona 6.000 krónum af 18.000 því að fólk er ekki Jheima eða getur ekki borgað. Og fyrir þetta fær hann ekki nema 6%, sem eru tæpar þúsund krónur. Hann fær ekkert fyrir síðufjöldann sem er mjög mikill hjá Mogganum, oftast 96 síöur á sunnudögum. Þjóðviljinn kemur út fimm sinnum í viku og gefur sömu prósentu. Blöðin ættu ekki að komast upp með þetta öilu lengur, þetta er níska. Sumir eru komnir með snert af hryggskekkju út af síöufjöldanum sem þeir fá ekki eyri fyrir. Gunnar F. Magnússon: Það sem ég hef viö höndina hverja stundina. TILLÖGUR UM SKONROKK Nú get ég ekki lengur orða bundist. Einhver Vestri hefur að undanförnu Ingunn Haraldsdóttir ritari: Eg les lítiö, einkum á sumrin, er á kafi í gróörinumþá. Kristinn Þ. Pálsson skrifar: Eg vil koma þeim tilmælum til for- ráðamanna Skonrokks í sjónvarpinu að gera smátilbreytingu i lagavali. Síðustu þættir hafa veriö með eindæmum lélegir og uppfullir af innantómri endurtekningartónUst af vinsældalistunum. Vil ég hér með leggja til að Edda umsjónarmaður læði inn í þættina einu og einu lagi úr hinum skraut- lega heimi rokktónUstarinnar, svona tU aö gleðja sanna rokkara. Sem tUlögur um efni má nefna „nokkur”nöfn: Meðal þess sem Kristinn vill sjá i Skonrokki er Police. Pink Floyd, Sky, The Doors, The Clash, XTC, Bob Dylan, Chuck Berry, VangeUs, Grace Jones, Led ZeppeUn, Peter Gabriel, Big Country, The PoUce, Janis JopUn, Simon & Garfunkel, NeU Young o.fl., o.fl. Ragnar Úlafsson: Það eru aðaUega spennubækumar sem ég les. hvatt til þess á lesendasíöu DV aö vaktavinnufyrirkomulag veröi tekið upp í verslunum á höfuöborgarsvæðinu svo unnt sé að versla á helgidögum og á kvöldin. Núverandi fyrirkomulag á afgreiöslutíma verslana kallar hann „helgislepju” og „hræsni” og sakar þá um móðursýki sem telja að það fyrir- komulag svari þörfum neytenda. Eg tek undir með Suöra sem efast um aö Vestri hafi nokkum tíma unnið í búð. Vestri virðist ekki gera sér grein fyrir því að fólk vill ekki vinna hvenær sólarhringsins sem er. Astæðan fyrir því er vitanlega sú að fólk vUl fá að njóta samvista við fjölskyldu sína og slappa af á kvöldin og um helgar. Er það ekki sjálfsagt mál? Því skyldi verslunarfólk eða aðrir launþegar í þjónustugeiranum fara þessa á mis? Og hvaða réttlæting er fyrir því að aðeins þetta fólk vinni vaktavinnu; því ekki bara allt heila liðið eins og það leggur sig? Varla vill Vestri að aörir launþegar fari á mis við dásemdir vaktavinnunnar og njóti Utilla sem engra samverustunda með fjölskyldu sínum, eða hvað? Vestri talar um að húsmæður séu einmitt fólkiö sem þyrstir eftir vakta- vinnu. Þetta er rugl. Yfirgnæfandi meirUiluti verslunarfólks og góður meirihluti annarra launþega í þjón- ustugreinum er húsmæður. Og yfir- gnæfandi meirUiluti þeirra hefur eng- an áhuga á kvöld- og helgidagavinnu enda er húsmóðurhlutverkið víst alveg nógu strembið fyrir karlaveldi íslenska þjóðfélagsins. Loks segir Vestri að vaktavinna þurfi ekki að hækka vöruverðiö. ÞvUík Enn eitt bréfið vegna skrifa Vestra. /þetta sinn erþað Austri sem skrifar. endemis þvæla! Skyldi maðurinn halda að verslunarrekstur sé einhver góðgerðarstarfsemi? Mér er sem ég sæi kaupmenn borga vaktavinnuálag starfsmanna sinna úr eigin vasa! Staðreyndm er sú að lengri af- greiöslutími matvöruverslana hefur ekki þýtt aukna veltu þeirra heldur hafá sömu kaupin dreifst á lengri tíma. I mesta lagi hafa matvörukaup e.t.v. færst eitthvað litilsháttar frá stór- mörkuðum yfir til hverfiskaupmanns- ins þar eð fólk hefur rýmri tíma til þess að versla en áður. Eftirspumin eftir nauðsynjavörum er enda fremur stöðug svo það skiptir engu höfuðmáli hvenær opið er. Aðalatriöiö er að það er alltaf „kúnninn” sem borgar fyrir þjónustuna sem hann fær, þar meö talinn afgreiðslutímann. Vestra og hans líkum er engin vorkunn að dratt- ast út í búð á skikkanlegum tíma í stað þess að vera eins og heimtufrekur krakki sem langar í sleikjó eftir að bú- ið er aö loka búðinni. Nema slíkt sé ein- mitt tilefni skrifa Vestra! Ríkard Jónasson framreiðslumaður: Þaö er sitt af hverju, ekkert sérstakt í meira uppáhaldi en annað. Hvernig bækur iestu? Rúdólf Ingólfsson bílstjóri: Aðallega sögur úr stríðinu og æviminningar. Eg hef sérstakt dálæti á ævisögu Churchill. Vegna skrífa Vestra: Verslunarrekstur eng- in góðgerðarstarfsemi —því hlýtur vöruverð að hækka ef þ jónustutfmi er lengdur Austri skrifar: Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Spurningin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.