Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1984næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Blaðsíða 36
r- DV. MIÐVIKUDAGUR 23. MAl 1984. 36 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Paul McCartney: „Veistu að Paul átti heima hér?” Bítillinn Paul McCartney varö fyrir undarlegri reynslu er hann heimsótti fööurhús sín í Liverpool nýlega. Lítill snáöi, er var fyrir utan húsið er Paul gekk í hlaðiö, vékséraðhonumogsagði: „Veistu aö Paul McCartney átti einu sinni heima hér?” Stallone ogSinatra: Lítt til vina Sylvester Stallone og Frank Sin- atra er lítt til vina þessa dagana. Balliö byrjaöi á þvi aö Sinatra kvaöst skyldu koma í partí hjá Stallone. Hann lét ekki sjá sig, þrátt fyrir að hann hcfði gefið vil- yröi fyrir því. Er Sinatra hélt veislu, óskaöi ung stúlka eftir því aö Stallone yröi boöiö. Sinatra varö viö óskinni og sendi boðskort. Rocky Stallone brást þá þannig viö að hann kom akandi í partíiö og sagöi viö garðvöröinn: ,,Segðu Frank aö ég hafi ekki komið.” Eftir þaöókhanníburtu. Rainierfursti: Reiður út í dótturina Rainier fursti í Monaco er sagö- ur hafa orðið brjálaður af reiöi ný- lega er franskt dagblaö sýndi myndir af dóttur hans, Stephanie, „vel” úti á lífinu í París. Stúlkan hafði sagt föður sínum að hún væri veik og gæti því ekki komið til Mon- aco til aö sinna opinberum skyldu- störfum. Var nema von að Rainier yröi reiður? Meryl Streep: Brast í grát íNewYork Meryl Streep brast í grát, er upptökur fóru fram á nýjustu mynd hennar á götu i New York. Astæö- an var sú að varla var hægt að filma vegna aðgangsharðra aðdá- enda Streep, sem komu því vel til skila aö Meryl Streep er þeirra leikkona númer eitt. Richard Chamberlain og Linda Evans: „ÁSTIN ER ELDHEIT Á MILLIÞEIRRA” „EGERHVORKI HOMMINÉ KYNSKIPTINGUR” Margar konurnar hefur Chamber- lain knúsaö á hvita tjaldinu. Hann er sagður hafa veriö kvennagull i meira lagi. Nú fyrst, tæplega fimm- tugur, virðist hann hafa hitt þá einu réttu, æskuástina Lindu Evans. ■ Richard Chamberlain og Linda Evans. Myndin er tekin 1. mars siðastliðinn. „Þau eru kærustupar ársins. Richard Chamberlain er fæddur og uppalinn i Los Angeles. Strax i skóla varð hann eftirlæti allra. — voru fyrst saman fyrir um 20 árum, þá bæði óþekkt — segir Boy George, popparinn í fyrstasætinu Richard Chamberlain og Linda Evans munu sennilega ganga í hjóna- band innan skamms. Þau hafa verið saman í rúmlega ár, lengst af á laun. Fyrir fimm mánuðum komst upp um samband þeirra og nú gera þau ekkert í því að leyna, ,lovinu”. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þau eru saman á föstu. Þau kynntust fyrst fyrir um tuttugu árum. Hann þá ungur náungi að reyna fyrir sér í leikarastétt- inni, hún lika á sömu braut. Astarsam- band þeirra þá stóð í um 6 mánuði. Þau hættu að hittast og fyrr en varði voru þau farin hvort í sína áttina. Hann alltaf ógiftur, en þó mikið kvennagull, sló í gegn. Henni vegnaði ekki eins vel sem leikari og ekki heldur í hjónaböndum. Hefur verið gift þrisvar sinnum. Sennilegast er hjónaband hennar og John Derek (nú kvæntur Bo Derek) hvaö þekktast. Þaö gekk þó ekki. Herra Derek yngdi upp. Eftir mislukkuö hjónabönd ákvaö Linda Evans aö hún skyldi aldrei aftur ganga í hjónaband. „Mér virðist alltaf hafa mistekist hrapallega i einka- lífinu,”segirhún. Kát og hress hefur hún slegið í gegn í sjónvarpsþáttunum Dynasty. Hún er eftirlæti allra meöleikara sinna. „Linda er yndisleg kona,” eru allir sammála um. Fyrir rúmu ári hittust Richard og Linda í einkasamkvæmi. Tóku þau tal saman og rifjuðu upp gamla daga fyrir tuttugu árum er þau voru óþekkt. Astin er ekki sögð hafa blossað upp í samkvæminu og þau yfirgáfu þaö án þess aö neitt meira væri á milli þeirra. Sagan var samt ekki búin. Þau tóku aö draga sig saman á laun. Astæöan fjrir því er sú aö þau vildu vera í friöi með þetta samband sitt. Vildu vera laus við allt slúður kampa- vínsfólksins í Hollywood sem ekkert hefur annað að gera en sækja sam- kvæmi. Richard Chamberlain er ótrúlega unglegur, lítur út fyrir að vera um 35 ára en verður 50 ára á næsta ári. Hann er fæddur og uppalinn í Los Angeles. Lengi vel þekktu flestir hann fyrir hlutverk hans sem Dr. Kildare. Hann lék í þeim þáttum í fimm ár og knúsaöi margar á þeim árum. A tjaldinu, nóta bene. Chamberlain er sagöur búa yfir ótrú- legri innri ró. „Hann er mjög afslapp- aður maður,” er sagt um hann. „Allt virðist svo slétt og fellt í kringum hann.” Þrátt fyrir þaö hefur hann aldrei kvænst. Astæðan er sögð sú að hann leggur mest upp úr árangri sem leikari. Kvenfólk er samt ætíð í kringumhann. „Frá því hann var unglingur í skóla hefur hann getaö valiö um kVenfólk.” Og margar fallegar hafa sést með honum. Þau sambönd hafá samt aldrei staöiö nema í skamman tima. Það er ekki fyrr en nú, að hann er byrjaður aftur að vera meö Lindu Evans, aö hann viröist hafa fundið konu sem hann getur hugsað sér að kvænast. „Þau eru mjög ástfangin,” segja kunningjar þeirra beggja. „Astin er eldheit á milli þeirra. Þau eru kærustupar ársins. ” Boy George eins og hann leii iit fyrir átta árum er hann vann í fataverslun í London. Þá var hann algjörlega óþekklur en er nú á loppnum á öllum vinsaddalislum. „Eg er hvorki hommi né kynskipt- ingur. Eg ersannurkarlmaður,”sagði poppstjarnan breska, Boy George, ný- lega í viðtali. „Margir eru að furða sig á því, hví ég er svona til fara. Svarið viö því er ósköp einfalt. Þetta er allt gert vegna „bransans”. Mér tókst aö vekja at- hygli ogþaðdugði.” Þaö dugöi vel, bætum við hér aftan viö, því Boy er nú margmilljónari ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Culture Club. Þaö tók þá félaga aðeins 18 mánuöi aö skjótast á toppinn, ein- stakt í veraldarsögunni. Þrátt fyrir útlitiö hefur Boy George talsvert til síns söngs. Lögin falla í kramið og skjótast upp í fyrsta sæti flestra vinsældalista. „Oh, boy. Eg er mjög hissa á að allir skuli halda að ég sékona.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 118. tölublað (23.05.1984)
https://timarit.is/issue/189788

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

118. tölublað (23.05.1984)

Aðgerðir: