Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Blaðsíða 6
6
DV. MIÐVIKUDAGUR 23. MAl 1984.
Neytendur Neytendur__________Neytendur Neytendur
Tilraunaeldhús DV:
Kartöfíur í nvium.
friálsum búninei
Þegar runnin er upp óskastund verður að nota það augnablik. Eftir langt þóf eru komnar góðar
nýjar kartöflur á markaðinn og því notum við tækifærið og komum með tvo kartöflurétti í tilrauna-
eldhúsinu í dag. Nýjar litlar kartöflur eru bestar soðnar því óþarfi að skreyta þær nokkrum
„Ijöðrum”, en stóru kartöflurnar getum við matreitt á margan hátt. Við völdum þessa kartöflurétti
ineð stórar kartöflur í huga og standa þessir réttir fyllilega einir sér sem máltiðir — það má bæta
í þá grænmeti og kjöti eins og hver vill.
Kartöflurnar soðnar og tekið til það sem þarf í réttinn.
Kjötkrafti, rjóma og rjómaosti hrært saman og hellt yfir.
Fylltar með rósakálsjafningi.
Ofnbakaðar
rósakálskartöflur
6—8 stórar kartöflur
300 g rósakál
50 g smjörvi
1 laukur
150 g soðin skinka
100 g rjómaostur
1/2 tesk. salt
1/8 tesk. pipar
1/2 tesk. múskat
21/2 dl kjötkraftur
1 dl rjómi
Einnig er hægt að bæta við græn-
meti til dæmis gulrótum, spergilkáli
o.fl.
Verklýsing
1. Sjóöiðkartöflumarogflysjið.
2. Skerið siéttan botn á þær og holið
þær með skeið, varlega svo þær
molni ekki. Það sem „holað” er
innan úr þeim er hægt að geyma í
1—2 daga í ísskáp og nota í
kartöflustöppu.
3. Þvoiö rósakálið og hreinsið, sjóöið
það síöan í fimm mínútur í salt-
vatni. Ef þið eruð með frosið rósa-
kál á það aö hálfþiöna.
4. Saxið laukinn og látið krauma í ca
25 g af smjörva. Slökkvið undir
pönnunni og bætiö skinkunni,
niðurskorinni út í. Bætið
helmingnum af rjómaostinum
saman við og helmingnum af
rósakálinu.
5. Smakkiö til með salti, pipar og
múskati.
6. Smyrjiö eldfast mót með afgang-
inum af smjörvanum og setjiö
kartöflurnar í mótið. Fyllið þær
með rósakálsjafningnum og setjið
afganginn af rósakálinu í mótið.
7. Hrærið saman í skál, kjötkraft-
inum, rjómanum og því sem eftir
er af rjómaostinum. Helliö þessu
yfir.
8. Bakiö í ofni við 225°-250° C í 10-
lömínútur.
Vinnutími um ein klukkustund.
Hráefniskostnaður fyrir utan
kartöflumar er tæpar tvö hundruö
krónur. Þar sem nokkrar tegundir
af kartöflum eru á markaðnum og á
misjöfnu veröi fer heildarkostnaður
réttarins eftir því hvaöa kartöflu-
tegund er valin.
„Frjálsar"
kartöflur í rjómasósu
6—8 stórar kartöflur
1laukur
50 g smjörvi
250 g sveppir
legg
1/2 sítróna
1/2 tesk. sait
1/8 tesk. pipar
100 g roastbeef
(skorið í strimla)
1 dl rjómi
1 dl sýrður rjómi
21/2 dl kjötkraftur
2 matsk. söxuð steinselja
Verklýsing
Fariö fyrst eins aö og í fyrri upp-
skriftinni. Og síðan:
1. Saxið laukinn og hreinsið. Skerið
sveppina.
2. Brúnið laukinn og sveppina í
helmingnum af smjörvanum á
pönnu. Setjið roastbeef strimlana
út í og snúið þeim nokkrum
sinnum. Þeytið eggið með sýrða
rjómanum og hellið á pönnuna.
Hræriö.
3. Smakkiö til með safanum úr hálfu
sítrónunni, salti og pipar.
4. Smyrjið eldfast mót meö
afganginum af smjörvanum.
Raðiö kartöflunum í mótiö. Setjið
fyllinguna í kartöfluholurnar.
5. Hrærið saman kjötsoði og rjóma
og helliö yfir kartöflumar. Stráið
steinselju yfir.
6. Bakið viö 225°-250° C í 10-15
mínútur.
Vinnutími er rúmlega ein klukku-
stund.
Hráefniskostnaður er 160 krónur
fyrir utan kartöflumar.
Ekki fleira að segja af kartöflum í
dag. I næstu viku verður tiiraunaeld-
húsið á sínum stað með eitthvað gott
og nærandi að venju.
-ÞG.
Bakað í ofni í 10—15 mínútur.
í þær „frjálsu” fer sitthvað góðgæti eins og sjá má.
Og þegar ailt er um garð gengið, eða næstum — er aðeins eftir að borða þær beint úr ofninum.
DV-myndir: GVA,