Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Blaðsíða 15
• m, MK>VIKUÐAGUR-23rMAl 1-984. 15 Menning Menning Menning Vortónleikar Mótettu- kórs Hallgrímskirkju LEIÐSÖGUMENN Áríðandi fundur um samningana að Hótel Esju i kvöld, 23. maí, kl. 20.30. STJÓRNIN. LAUGAVEGI 97 - DRAFNARFELLI 12 Vortónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju I Kristskirkju 20. maí. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Einsöngvarar: Steinunn Þorsteinsdóttir, Ásdís Kristmundsdóttir, Andreas Schmidt. Hljóðfœraleikarar: Nora Kornblueh, Hrefna Egg- ertsdóttir, Marteinn Hunger Friðriksson. Efnisskrá: Hans Leo Hassler: Ite in universum mundum; Útsetningar á íslenskum lögum við sálma Hallgríms Péturssonar — Jón Nordal: Svo stór synd engin er; Þorkell Sigurbjörnsson: Bœn- in má aldrei bresta þig; Jón Hlöðver Áskelsson: Dýrð, vald, virðing; Johann Kuhnau: Trístis est anima mea; Francis Poulenc: Tristis est anima mea; Antonín Dvorák: Úr Biblíuljóðum op. 99; Benjamin Brítten: Festival Te Deum; Johann Sebastian Bach: Jesu meini Freude. Einn af yngri kórunum í höfuöborg- inni er Mótettukór Hallgrímskirkju. Hann er ekki aöeins nýlega stofnaöur heldur er hann skipaður ungu söngfólki og ræöst hljómur hans mjög af því. Þegar kórinn hélt tónleika fyrr í vetur, á aðventu, miöaðist verkefnaval hans viö tíöina. Nú tengdist val verkefna ekki neinni sérstakri kirkjunnar hátíö og má því ætla að valin hafi veriö verk- efni sem stjómandi treysti liöi sínu til að syngja. Og þaö veröur aö teljast töluvert traust sem svo ungur kór og stjómandi bera hvor til annars að ráð- ast í aö syngja verk eins og Jesu meine Freude, Bachs og Tristis est anima mea, Poulencs. Framfarir góðar Kórinn réö vel viö þessi erfiðu verk en þó var eins og örlaði á óöryggi á ein- staka staö í Jesu meine Freude. Sam- stilling kórsins var annars mjög góö og söngstíll hans einkennist af hreinleika, ferskleika og blíöu og söngurinn blæ- brigöaríkari en áöur var. I verki Poulencs söng Asdís Krist- mundsdóttir laglega einsönginn en þó var eins og hún héldi aftur af sér stundum. Það þarf stúlka með jafnfal- Tónlist Eyjólfur Melsted lega rödd og hennar ekki aö gera. I Festival Te Deum söng kornung stúUta, Steinunn Þorsteinsdóttir, ein- sönginn. Hún heldur enn blæ bams- raddarinnar — söng heldur hikandi en þaö naut sín prýðilega meö laufléttri sveiflunni í músík Brittens. Gestirnir sáu um hápunktinn Mótettukórinn haföi boðiö góöum gesti til tónleikanna, Andreas Schmidt, ungum þýskum barýton. Hann söng úr Biblíuljóöum Dvoráks viö orgelundir- leik Marteins H. Friörikssonar. Andre- as Schmidt er óvenjuþroskaður af svo ungum söngvara aö vera. Hann haföi undragóð tök á viðfangsefni sínu og söng ljóöin léttilega. Falleg barýton- rödd hans verkaði voldug í Krists- kirkju og meðleikur Marteins Hunger var styðjandi en unninn af hógværö. Það lagðist semsé allt á eitt til að gera þennan flutning frábæran og meö fullri viröingu f yrir ágætum árangri kórsins, sem söng Jesu Meine Freude í vand- aöri og vel sönghæfri íslenskri þýö- ingu, þá vora Biblíuljóöin hápunktur þessara ágætutónleika. EM „Schubertiade” Tónlistarfálagið, tónleikar Jörg Demus I Austur- bœjarbíói 19. maí. Efnisskrá: Franz Schubert; Þrjú Impromptu op. posth. DV 946; Fjögur Impromptu op. 90 DV 899; Impromptu í c-moll DV 900 (ófullgert með viðbót- um Jörg Demus); Fjögur Impromptu op. 142 DV 935. Það er í hæsta máta óvenjulegt aö setja öll Impromptu Schuberts saman á eina efnisskrá. Hver er eiginlega tilgangurinn með sh'ku vah? Aðeins aö vera óvenjulegur eöa liggja einhver fagurfræöileg sjónarmiö aö baki? Þaö veröur aö teljast hæpiö aö Jörg Demus velji sér viðfangsefni aöeins til þess aö vera óvenjulegur. A því þarf hann ekki aö halda. Hafi hann haft þaö fyrst og fremst í huga aö skarta sinni frábæra tækni lá beinast viö að velja sér allt önnur viðfangsefni. — Eftir aö hafa útilokað alla þessa upptöldu möguleika fyrir tónleikana, og raunar margar aðrar tilgátur, fór ég því, eins og ugg- laust fleiri, hvítþveginn af fyrirfram settum væntingum og hugsaöi sem svo aö tilganguririn meö þessu sérstæöa efnisvali hlyti aö koma í ljós á tónleik- unum sjálf um. Og að því kom. Sérstæð stemmning Þetta voru einir af þeim fáu tónleik- um sem hlé kom fyrir eins og óþarfa Tónlist Eyjólfur Melsted leiðindainnskot sem aðeins varö til þess aö trufla einstæöa stemmningu. Þaö átti álíka vel viö á þessum tónleik- um aö brjóta þá upp meö hléi og aö troöa hléi inn á sinfóníutónleika þar sem Bracknersinfónía er á dagskrá. Því hér skapaöi snillingurinn Jörg Demus fádæma sérstæöa heild meö þessum litlu fallegu stykkjum og spann upp andrúmsloft sem sjaldgæft er að upplifa á tónleikum. Mér fannst eins og hann leiddi áheyrendur inn í stofu — inn í andrúmsloft Schuberts og félaga þar sem músíkin var teyguð eins og svalandi Gumpoldskirchner, eöa Kremser. Maður morgundagsins En þó vantaði eitthvaö upp á, Schu- bert samdi jú ýmislegt annaö en hljóö- færamúsík eina. Og úr því skyldi nú bætt svo að þessi ,,schubertiade” yrði fullkomin. Utan úr áheyrendahópnum (og hvar skyldi þaö nú geta gerst annars staöar en á Islandi?) hóar snillingurinn í ungan þýskan vin sinn, einn ágætan barýtonsöngvara, að nafni Andreas Schmidt, og í samein- ingu fullkomnuöu þeir þessa stofu- stemmningu í anda Schuberts meö Wanderer, Erlkönig og Wanderers Nachtlied. Þarna söng maður morgun- dagsins í tvennum skilningi. Daginn eftir skyldi hann syngja hjá Mótettu- kór Hallgrímskirkju og svo er svona þrælefnilegur ungur barýton, en svo ótrúlega þroskaöur í túlkun sinni, vissulega efni í heimssöngvara morgundagsins. Og þar með var þessi stórkostlega „schubertiade” á vegum Tónlistarfélagsins fullkomnuö. EM ADIDAS T0P TEN HIGH körfuboltaskórnir eru komnir, stærðir 3 1/2-13 KREDITKORT Póstkröfusími: 17015. VELKOMIN BELCOM VHF TALSTÖÐVAR NÝKOMNAR 55 rásir, sjálfvirk hlustunarrás, 16, sjálfvirk sendiskipting á rás 16, 25V og IV. 6glt*co BÁTA- OG VÉLAVERZLUN, 53322 LYNGÁSI 6, GARÐABÆ, tSi SÖLUBOÐ s Jarðaber 822 gr m Tekex 200 gr éS- Holtabót ótegundirkex EPL | Rauð (( # RYVIl ■■ Hrökkbrauð M 200 gr •mammmmr UDI Sykur 2 kg i<i Bonner rúsínur 425 gr ...vöruverð í lágmarki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.