Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Blaðsíða 35
Mior <■<> nTTrtAmi-«TU(-iT»/r i»n DV. MIÐVIKUDAGUR 23. MAl 1984. Gunnar Maack rekstrarráðgjafi: Gerð skoðanakannana mun aukast hérlendis „Viö teljum aö ákveðið frelsi þurfi aö ríkja varðandi framkvæmd skoöana- kannana þannig aö þeir aöilar sem starfa eftir viöurkenndum aöferöum séu ekki heftir í sínu starfi,” sagði Gunnar Maaek, rekstrarráögjafi hjá Hagvangi. A ráðstefnunni fjallaöi Gunnar um skoðanakannanir sem Hagvangur hefur gert en þaö fyrirtæki sérhæfir sig meðal annars í gerð slíkra kannana. Gunnar skipti skoöanakönnunum í þrennt; launakannanir, markaðs- kannanir og viöhorfakannanir. Hann sagöi aö launakönnun Hag- vangs heföi verið framkvæmd tíu sinnum. Slíkar kannanir væru yfirleitt geröar fyrir ýmis samtök en einnig fyrir fyrirtæki. Um markaöskannanir nefndi Gunnar sem dæmi svokallaðan spumingavagn Hagvangs. Spurt væri um hin ólíkustu efni svo sem sápu- notkun, öldrykkju og reykingar. Gunnar sagöi frá könnun sem gerö heföi verið í 25 löndum á vegum Gallup um gildismat og mannleg viðhorf. Hann sagði aö slík könnun væri í gangi hérlendis um allt land meö persónu- legum heimsóknum. A ráðstefnunni setti hann fram lista yfir þær upplýsingar sem aö mati Hag- vangs væri lágmark að birta með niöurstöðum þegar þær væru kynntar. Þessar upplýsingar eru: Stærö úrtaks, hvort þeir sem svara séu einkennandi fyrir heildina, svarprósenta, fram- kvæmdamáti og búseta. „I Danmörku eru til lög um skráningu upplýsinga. Þau ná fyrst og fremst til opinberra aðila. Sjálfstæö markaðsrannsóknarfyrirtæki þar í landi geta starfað svo til óheft aö upplýsingaöflun,” sagðiGunnar. „Gerö skoöanakannana kemur til meö að aukast hér á landi hvort sem mönnum líkar betur eöa verr. Þetta er í samræmi viö þjóöfélagsþróunina varðandi upplýsingar og verömæti upplýsinga. Vanda þarf verulega til allrar fram- kvæmdar þannig að almenningur fái sem bestar upplýsingar og tiltrú alménnings vaxi á gildi þeirra. Viö Islendingar erum fámenn þjóö. Því þarf að vernda rétt einstaklingsins sem í úrtaki lendir og tryggja aö á engan hátt sé hægt að rekja hans tilteknu svör, viðhorf eöa skoöanir,” sagöiGunnarMaack. -KMU. Ami Gunnarsson varaþingmaður: Draga þarf úr hættu á óeðlileg- um áhrifum skoðanakannana „Þaö eru skiptar skoöanir um gildi skoöanakannana og áhrif þeirra. Til þess aö draga úr hættunni á óeölilegum áhrifum er nauösynlegt aö setja vönduö og vel unnin lög og reglur um framkvæmd skoöanakannana. Þaö þykir sannaö aö þeim sé hægt að beita á þann hátt sem ekki samrýmist hugmyndum manna um frelsi og lýöræöi. Þess vegna svara ég spumingu þessarar ráðstefnu afdrátt- arlaust; þaöá aðsetja lög,” sagöiAmi Gunnarsson varaþingmaöur í erindi sínu. Arni rakti þingsályktunartillögu, sem þrír þingmenn fluttu veturinn 1978 til ’79, um skoöanakannanir. Lagt var til að Alþingi ályktaöi aö fela ríkis- stjórninni að beita sér fyrir setningu laga um almennar skoöanakannanir. „I greinargerð kemur fram megn andúð á þeim skoðanakönnunum sem gerðar höföu veriö skömmu fyrir alþingiskosningar á fýlgi flokkanna. Flokkur þessara þingmanna haföi orðið fjTÍr alvarlegu fylgistapi og vildu menn meöal annars rekja þaö til slakrar útkomu flokksins í könnun fyrir kosningamar,” sagöi Arni. ,jSjálfur hef ég ekki taliö rétt staöið aö málum í skoðanakönnunum um fylgi flokka og ríkisstjóma sem til dæmis blöö hafa beitt sér fyrir. Astæðan er ekki sú aö ég vantreysti aðferöinni sem slíkri, þaö er úrtaki og úrvinnslu, heldur sú aö íslensk dagblöð eru öll tengd pólitískum flokkum, fulltrúar þeirra semja spumingar og velja fólk til aö spyrja þeirra. — Mín skoöun er nefnilega sú aö val á spumingum geti oft ráöiö meim um niðurstöðu skoöanakönnunar en margt annaö. Þótt ég segi þetta felst ekki í því nein aðdróttun um aö til dæmis Dagblaöiö hafi misnotaö þessar kannanir á nokkum hátt. En tengsl þess viö til- tekinn stjórnmálaflokk bjóða heim vantrausti á réttmæti þessara kannana og á skoðanakönnunum almennt. Ef Dagblaöiö fengi hins veg- ar óhlutdræga aðila til að gera þessar kannanir og birti síöan myndi gildi þeirra aukast.” Síðar sagöi Ami Gunnarsson: „Eg tel aö ekki eigi að leyfa birtingu niöurstaöna skoöanakannana skömmu fyrir kjördag, aö minnsta kosti ekki síðustu sjö dagana. Þaö er vitað aö mikil fylgisaukning stjómmálaflokks í niöurstööu skoöanakönnunar rétt fyrir kosningar getur haft fnargs konar áhrif á kjósendur. Ymsir finna hjá sér hvöt til aö fylgja þeim flokki sem virðist í sókn; meö öörum orðum, aö fylgja straumnum. Slök útkoma getur einnig kallað á svonefndan hræðslu- áróöur sem fylkir saman sundmðu liöi. Enn ein áhrifin eru þau, sem þekkt eru frá Bretlandi, aö kjósendur þess flokks sem virðist í sókn hyllist til aö sitja heima, — svo aö í stað sigurs getur niöurstaöan orðið hiö herfilegasta tap. Skoöanakannanir geta verið mjög skoöanamyndandi og þjóna þá ekki lengur þeim tilgangi að vera spegil- mynd vilja eöa langana fólksins í landinu. Þess vegna veröur aö gera þá grundvallarkröfu aö við gerö skoðana- kannana starfi eingöngu einstaklingar og fyrirtæki sem hafa til þess þekkingu og burði, og styðjast viö vísindalega úrlausn verkefna. Þetta er auövitað hægt á Islandi eins og annars staðar. En löggjafarsamkundan veröur aö setja grundvallarreglur um gerö skoöanakannana af öllu tagi, einkum þó hvaö snertir sviö stjómmálanna,” sagöi Arni Gunnarsson. -KMU. iónas Kristjánsson ritstjóri: Þá þyrfti eins að banna skop- myndir fyrir kosningar „Niðurstaða mín um fundarefniö er aö þörf sé óformlegs samkomulags þeirra sem framkvæma skoöanakann- anir, um lágmarksgæði slíkra kann- ana, en lög og reglugeröir þurfi ekki heldur geti þau beinlinis verið til ills,” sagði Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, í framsöguerindi sínu á ráöstefnunni. Hann sagði ennfremur: „A kosningadaginn í fyrra birtist í Morgunblaöinu skopmynd eftir Sig- mund af Gunnari Thoroddsen, þáver- andi forsætisráðherra, á útikamri. Þessi mynd þótti glannaleg og var því haldið fram á mánudaginn eftir kosningar aö þrjú þúsund svokallaöir Gunnarsmenn heföu móðgast svo aö þeir kusu aöra flokka. Spumingin fyrir áhugamenn um bönn er þá sú hvort ekki þurfi aö banna skopmyndir í, eins og það er kallað, „hæfilegan tíma” fyrir kosningar til þess aö þær hafi ekki slík áhrif á kosningaúrslit. Það ætti aö vera jafnauövelt aö halda slíku fram eins og ekki megi birta niðurstöður skoöanakannana „í hæfilegan tíma” fyrir kosningar. Og hvað þá um kjallaragreinar, les- endabréf í blööum eöa aögeröir fram- bjóöenda sjálfra, svo sem vinnu- staöafundi og framboðskynningu i sjónvarpi? Allt em þetta atriöi sem geta haft áhrif á úrslit kosninga og það er þá spurning hvort ekki ætti aö banna þetta „í hæfilegan tíma” fyrir kosning- ar. Bannsinnar þyrftu ekki síður að taka með í reikninginn fréttir af kosninga- baráttu,” sagöi Jónas. Hann taldi áhrif skoöanakannana á úrslit kosninga ofmetin. Tók hann sem dæmi síðustu forsetakosningar. Viku fyrir þær heföu skoöanakannanir sýnt aö Vigdís og Guölaugur væru langt fyrir ofan Albert og Pétur og að margir væm þá enn óákveðnir. „Viö þessa birtingu ráku kosninga- stjórar Alberts og Péturs upp rama- kvein. Þeir héldu því fram að birting niðurstaðna leiddi til þess að óákveðnir kjósendur fæm fremur yfir á Vigdísi og Guðlaug. Og aö sumir stuðnings- menn Alberts og Péturs mundu skipta umskoðun. Ut af fyrir sig er þetta ekki vitlaus getgáta en hún fékk ekki staðfestingu í kosningum. Frambjóðendur fengu ná- kvæmlega sömu útkomu í kosningum og veriö haföi í skoðanakönnuninni sem k vartað var yfir,” sagöi Jónas. ,^em dæmi um aö skoöanakannanir hér á landi séu marktækar vil ég nefna þær kannanir sem DV hefur fram- kvæmt. Samanburður við kosningaúr- slit sýnir að frávik frá réttu em ekki meiri en 2 til 2,5 prósent og stundum mun minni. Og ég veit ekki betúr en aö fagmenn í útlöndum myndu gera sig hæstánægða meö slíka nákvæmni hjá sér. Mér sýnist líka aö þær skoöana- kannanir, sem geröar hafa veriö af öðram aöilum en okkur og birtar hafa verið rétt fyrir kosningar á allra síöustu árum, gefi ekki tilefni til þess að menn þurfi að hafa áhyggjur af að aðferðir viö skoðanakannanir séu í ólagihérálandi. I síöustu könnunum fyrir kosning- arnar í fyrra voru frávikin 2,2 prósent í könnun DV, 2,8 prósent í könnun sem birtist í Helgarpóstinum og 3,1 prósent í Morgunblaðinu. Allt eru þetta fram- bærilegar niðurstööur,” sagði Jónas Kristjánsson. -KMU. TÖNLISTARSKÖLI HÚSAVÍKUR Óskum eftir að ráða kennara aö skólanum frá 1. september 1984. Upplýsingar í síma 96-41778 eða 96-41560. Skríf stofuhúsnæði óskast Svæðisstjórn Reykjavíkur um málefni fatlaðra óskar eftir að leigja ca 100 fm húsnæði, aðgengilegt fötluöum. Upplýsingar í síma 21416 á skrifstofutíma og 75445 á kvöldin. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður Lausar eru til umsóknar stöður við eftirtalda skóla: F'lensborgarskólann í Haínarfirði staða aöstoðarskólameist- ara, kennarastaða í viðskipagreinum, aðallega hagfræði, og ein til tvær kennarastööui' í stærðfræði. Menntaskólann við Sund staða þýskukennara. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal senda til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík fyrir 15. júní næstkomandi. MENNTAMAI.AKAÐUNEY III) Auglýsing Skrifstofumaður óskast á aðalskrifstofu fjármála- ráðuneytisins nú þegar. Framtíðarstarf. Starfið felst i al- mennum skrifstofustörfum, símavörslu o. fl. Málakunnátta æskileg. Umsóknir berist ráöuneytinu eigi siðar en föstudaginn 25. maí nk. FJARMAI.AKAÐUNEYTU), 21. mai 1984. T Sorphaugar — gæsla — vélavinna Hafnarfjaröarbær leitar tilboða í gæslu og vélavinnu á sorp- haugum viö Hamranes. Einnig er óskaö eftir tilboðum í flutning jarðefna til verksins. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, gegn 1.000 kr. skilatryggingu. Tilboö veröa opnuð á sama stað miðvikudaginn 30. maí kl. 14.00. BÆJARVERKFRÆÐINGUK. SIMASKRAIN1984 Afhending símaskrárinnar 1984 til símnotenda hefst fimmtu- daginn 24. maí. í Reykjavík verður símaskráin afgreidd á Póststofunni, Póst- hússtræti 5, gengið inn frá Austurstræti, og póstútibúunum Kleppsvegi 152, Laugavegi 120, NeshagaJG, Ármúla 25, Arnar- bakka 2 og Hraunbæ 102. Afgreiðslutími mánudaga til föstudaga kl. 9 til 17. í Hafnarfirði verður símaskráin afhent á Póst- og símstööinni, Strandgötu 24. I Kópavogi veröur símaskráin afhent á Póst- og símstööinni, Digranesvegi 9. Varmá í Mosfellssveit verður símaskráin afhent á Póst- og símstöðinni. Þeir notendur sem eiga rétt á 10 símaskrám eöa fleiri fá skrárnar sendar heim. Símaskráin verður aðeins afhent gegn afhendingarseðluin sem póstlagðir hafa verið til simnotenda. Athygli skal vakin á því að símaskráin 1984 gengur í gildi frá og með föstudeginum 1. júní 1984. Þó gildir þetta ekki hvað varðar ný 6 stafa símanúmer á Seltjarnarnesi sem gert hafði verið ráð fyrir að kæmu í gagnið um leið og símaskráin. Þau verða ekki tilbúin fyrr en í lok júní nk. Þangað til gilda gömlu símanúmerin þar, en þaö eru raunar sömu númerin og eru í nýju skránni aö frátöldum fyrsta staf, sem er 6. Að öðru leyti fellur símaskráin 1983 úr gildi frá 1. júní 1984. PÓST- OG SÍMAMALASTOFNUNIN.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.