Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Blaðsíða 5
DV. MIÐVIKUD AGUR'23: MM1984: 5 Yf irheyrslur og mátflutningur í fálkaeggjamálinu fyrir sakadomi: Eiginmaðurinn áður dæmdur fyrir eeeja- þjóf nað í Þýskalandi „Hér eru févana peö á ferö og til þess verður aö taka tillit þegar dómur er felldur,” sagöi Om Clausen hrl. meöal annars í málflutningi sínum í svo- kölluöu fálkaeggjamáli fyrir sakadómi ígær. Þar fóm fram yfirheyrslur og mál- flutningur í máli ungu, þýsku hjónanna er stálu eggjum úr fálkahreiðrum á Noröurlandi i síöasta mánuði. Ákæra í fjórum liðum Ungu hjónin, Miroslav Peter Baly og Gabriele Uth-Baly, eru búsett í Köln í Vestur-Þýskalandi. Hann er Tékki, fæddur árið 1961, hún er þýsk, fædd árið 1964. Sýknunar eða vægustu refs- ingar krafist Eftir að yfirheyrslum yfir hjónunum lauk hófst málflutningur. Orn Clausen hrl., skipaður verjandi Miroslav Peter, tókfyrsturtil máls. Hann kraföist algerrar sýknu yfir umbjóöanda sínum af fyrsta ákærulið og þeim fjórða. Hann sagði alveg ljóst að ferðin í fyrra hefði einungis verið undirbúningsferð og því ekki farin í þeim tilgangi að stela úr fálkahreiðr- um. Varöandi fjórða liðinn hefði engin ákæra komið fram af hálfu bílaleig- anna. Þær hefðu leitað beint til sín með reikninga sína og þeir heföu verið gerðir upp. Þá krafðist hann vægustu refsingar fyrir brot samkvæmt öðmm og þriðja ákærulið. Þá krafðist hann til vara vægustu refsinga • fyrir alla ákæruliði. „Ef refsiyist verður dæmd jafnhliða sekt er þess krafist aö frá henni verði dregnir þeir fimm sólarhringar sem ákærði sat í gæsluvarðhaldi,” sagði Orn. Þá kom fram að hjónin voru send hingaö og kostuö af þýskum aðila sem enn er óljóst hver er. Sá hefði nú sagt .skilið við þau. Einnig kom fram að Frá sakadómi. Til hægri er Miroslav Peter. Hann reyndi að skýla andliti sinu fyrir Ijósmyndaranum. Við hlið hans er Úrn Clausen hrl., skipaður verjandi hans■ DV-mynd Bj.Bj. Miroslav Peter er með skilorðsbundinn dóm á herðunum sem hann fékk í Þýskalandi vegna svipaös máls. Guðmundur Jónsson hdl., skipaður verjandi Gabriele, tók næstur til máls. Hann krafðist sýknu yfir umbjóðanda sínum en mildustu refsingar sem lög leyfatil vara. Hann sagði aö þaö hefði verið tilvilj- un aö hún heföi farið meö eiginmanni sínum hingað til lands. Hún hafi aö vísu vitað um tilgang ferðarinnar en ekki gert sér grein fyrir hvert lögbrotið var. Hafi hún verið í gönguferðum á meðan hann stundaði iðju sína. Hún hafi átt mjög erfiða æsku, átt við sjúkdóm að stríða, og foreldrarnir skildir að skiptum. Sautján ára gömul hafi hún gifst Miroslav Peter án þess aö nokkur vissi. Hún hafi aldrei á ævi sinni komist í kast viö lögin. Þegar þau hafi verið tekin, hafi eiginmaðurinn stungið eggjunum inn á hana, hann hafi litið á sig sem brotamann en ekki hana og því talið að ekki yrði leitaö á henni. Benti Guömundur á aö Gabriele hefði nú þegar orðið fyrir nægum óþægindum vegna þessa máls. Ekki væri á það bætandi. Dómur í máli þessu veröur kveðinn upp í dag. Samkvæmt heimildum DV má búast við að hjónin verði dæmd í tíu til þrjátíu þúsund króna sekt. og Miroslav Peter í skilorðsbundið fang- elsi. -KÞ. Akæran sem Þórður Björnsson ríkis- saksóknari gaf út er í fjórum liðum. I fyrsta lagi er þeim gefið að sök að hafa verið hér á landi vikuna eftir 6. maí 1983 og ferðast um Norðurland í því skyni að að leita uppi fálkahreiður. I öðru lagi er þeim gefið að sök að hafa dagana 23. apríl til 27. apríl 1984 feröast um Mývatnssveit, Asbyrgi og norður um Melrakkasléttu og tekið tvö egg úr fálkahreiðri í eða við Náma- fjall, og önnur tvö úr hreiðri í Geita- felli. Einnig aö hafa ferðast þann 30. apríl um Hvammssveit, Fellsstrandar- hrepp og Skarösstrandarhrepp og tekið fjögur egg úr fálkahreiðri við Harastaði í Fellsstrandarhreppi. I þriðja lagi er þeim gefiö að sök að hafa farið til Akureyrar 28. apríl með fjögur egg í farangri sínum, skipt þar um bíl, ekiö um sveitir Dalasýslu og bætt við fjórum eggjum. Þegar þau voru handtekin 30. apríl við Olafsdal í Saurbæjarhreppi hafi Gabriele verið meö eggin innanklæða og ætlunin hafi veriö að flytja eggin úr landi. Hafi þau verið með mjög fullkominn búnaö til bæði að ná eggjum svo og að halda þeim heitum. I fjórða lagi er Miroslav Peter gefið að sök að hafa ferðast um landið í tveimur bílaleigubílum hvorum frá sinni bílaleigunni, tekið vegmælana úr sambandi í því skyni að komast hjá því aðgreiða hluta af leigugjaldinu. Er lagt til aö þau hjón verði dæmd til refsingar, svo og upptöku á öllum búnaði sem var auk tækja ljósmynda- filmur af varpstöðum fálka og kort er fálkahreiður voru merkt inn á. Gabriele segist ekki hafa gert sér grein fyrir lögbrotinu Miroslav Peter sagði fyrir sakadómi að í fyrra þegar hann var hér á landi hafi ekki verið möguleiki á að taka egg úr hreiðrum fálkanna. Hann hafi verið of seint á ferö til þess og hreiðrin því tóm. Hann hafi einungis verið að kanna máliö með það í huga að koma hingað til lands síðar. Þá sagöi hann að þ aö heföi ekki verið ætlun sín að greiða ekki þennan hluta leigugjalds bílanna. Hann heföi einfaldlega ekki getað borgað nákvæmlega eftir mælunum nema kjafta frá því sem hann vildi leyna. Gabriele sagðist ekki vera tengd þessu máli öðruvísi en að Miroslav væri eiginmaöur sinn. Hún hefði að vísu vitað hver tilgangurinn hefði verið með ferðinni en ekki gert sér grein fyrir aö þetta væri slíkt lögbrot. Þar sem GÆÐI OG GLÆSILEUQ eru metin crð § MmmSikJ verdleikum er C/«7U« í fctrarbroddi MEST SELDIBILL AISLANDI Frá því FIAT UNO var kynntur á miöju s.l. ári hefur hann selst meira en nokkur annar einstakur bíll hér á landi. Bíll ársins 1984 Uno! BILL FAGURKERANS ÍTÖLSK HÖNNUN, KLASSÍSK FEGURÐ JEGILL r VILHJÁLMSSON HF.Í Smidjuvegi 4, Kópavogi. Simar 77200 - 77202.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.