Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1984, Page 6
6
DV. MIÐVIKUDAGUR15. ÁGUST1984.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Karrí-
steinbít-
urog
ávaxtasósa
Þeytiö rjómann og skerið niður epii, agúrku og sæt-súra piklesinn og setjið
saman við rjómann.
Að þessu sinni er steinbítur steiktur í
tilraunaeldhúsinu. Fiskurinn er borinn
fram með ávaxtasósu og soðnum hrís-
grjónum. Algengt er að soðnar kartöfl-
ur, remúlaðisósa og jafnvel hrásalat sé
borið fram með steiktum fiski. En
tilraunaeldhúsið í dag gefur okkur
nýja hugmynd, ávaxtasósa með rjóma
gerir fiskinn að veislufæði, sem hann í
raun er alltaf ef rétt er að farið með
hráefnið. Karrí-steinbítur er ódýr fisk-
réttur og er því ekki úr vegi að spreyta
sig á matreiðslunni.
-ÞG
Steiktur steinbítur
með ávaxtasósu
1 kg steinbítur
2 matsk. hveiti
3/4 tesk. salt
1/4 tesk. pipar
1—11/2 tesk. karri
30 g smjör til steikingar
Steikt á pönnu,
karrii blandað
saman við
smjörið á pönn-
unni. Steikið
fyrst roðlausu hliðina
á fiskinum eins
og Gunnþórunn,
einn „meistari"
tilraunaeldhússins,
gerir. (Síðan er
roðhliðin steikt.)
Verklýsing
1. Beinhreinsið steinbítinn og roðdrag-
ið. Skerið fiskinn í hæfilega stór
stykki.
2. Hitiðsmjöriðápönnunni.
3. Blandið saman á diski, hveiti, salti,
pipar og um helmingnum af karrí-
inu.
4. Stráið hinum hlutanum af karríinuá
pönnuna saman við brætt smjörið.
Veltið fiskstykkjunum upp úr
hveitiblöndunni og steikiö þau á
pönnunni.
Setjið þá hliö fýrst upp sem roðdreg-
in var, það er betra að steikja fyrst
hina hliðina, loka þeirri hlið svo
safinn renni síður úr fiskstykkinu.
Notið tvö áhöld (ekki oddhvöss) við
að snúa fiskstykkjunum á pönnunni.
HLRAUNAELDHÚS DV: