Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1984, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1984, Síða 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR15. ÁGOST1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Hleypur maraþonhlaup með nýja hjartað Fyrir hálfu ári var grætt annað hjarta í Norðmanninn Kjell Scharer á sjúkrahúsi í London eftir aö norskir læknar neituðu að annast aðgerðina því að útilokað þótti að Scharer lifði aðgerðina af. Núna, 1. september næstkomandi, ætlar Scharer að taka þátt í 4200 metra Osló-maraþonhlaupinu, þvi að honum líður eins og hann hafi aldrei kennt sér meins og æfir þolhlaup sez daga vikunnar. — Fyrr í sumar ók hann á þriðja hundrað kílómetra vegalengd til þess að heimsækja bróður sinn sem býr norður í landi (í Bodö). Það var 29. janúar síðastliðinn, sem enskir læknar græddu í Scharer hjarta úr 17 ára stúlku. Um fimm ára bil hafði hann lifað við þá vitneskju að hann væri haldinn alvarlegum hjartakrankleika og gæti ekki vænst þess að eiga langt eftir ólifað. Áður var hann flugmaður. „Ég gat ekki gengiö tíu metra öðruvísi en að stansa til að kasta mæðinni og leið þó þrautir. Magn- leysið var slíkt að ég gat varla borið skjalatösku,” segir Scharer í blaða- viðtali í vikunni. — Hann segist hafa verið orðinn brotinn á sál sem á likama af vitneskjunni um veikindin. Læknamir gáfu honum fyrirmæli eftir aðgerðina um að bíða með þjálfunina í hálft ár. 1 páskavikunni laumaðist hann á skíði og síöan hefur endurhæfingin gengið afar vel og vonum framar. Scharer hefur hugmyndir um að hóa saman fleiri hjartaþegum og mæta með flokk fyrrum hjartasjúk- linga við Holmenkollenmótið næsta vor. Kjell Scharer, fymim flugmaður (50 ára), fékk hjarta úr 17 ára stúlku og hleypur nú þolhlaup. Hann á einnig að fá flugmannsréttindin sin aftur. Skaðræðisskepna Þessi rúmlega fjögurra metra langi krókódíll (eða alligator, eins og þeir heita í Flórída) sem lögreglan í Port St. Lucie og vegfarendur eru að skoða upp í, vann það sér til dauðasakar að verða ellefu ára dreng að bana. Drengurinn hafði brugðið sér í sund í St. Lucie-ánni og lenti í gini krókódílsins. Þótt brugðið vœri fljótt við og skepnan drepin, þar sem hún reyndi að draga drenginn með sér og synda með bráðina út á meira dýpi, var það samt um seinan. Það mun ekki algengt að alligatorar verði svona stórir. Mondale og Jack- son deila enn Til deilna kom á nýjan leik milli Walters Mondale, forsetafram- bjóðanda Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, og Jesse Jackson í gær. Jackson sakaöi Mondale um að hundsa blökkumenn og Mondale svaraði því til að hann væri fær um að ná kjöri í forsetakosningunum án hjálpar Jacksons. I lok flokksþings Demókrataflokks- ins sem útnefndi Mondale sem forseta- frambjóðanda lýsti Jackson því yfir að hann mundi styðja Mondale. En síöar kvaðst hann ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann tæki þátt í baráttunni fyrir Mondale. Mondale var um borð í flugvél sinni á kosningaferðalagi í gær þegar hann sagöi viö blaðamann að hann þyrfti ekki á hjálp Jacksons að halda. Hann bætti því við að Jackson væri of dýru verði keyptur. Hann hefði tilhneigingu til að reyna að stjóma málefnabaráttu sinni. Mondale kvaðst ekki tilbúinn til að greiða það gjald. Síðdegis i gær reyndi Mondale að draga ummæli sín til baka og sagði að ágreiningur þeirra Bandarískar þyrlur leita tundurdufla íRauðahafi Fjórar bandarískar þyrlur út- búnar til tundurduflaleitar komu til Egyptalands í gær. Munu þyrlumar aðstoöa bresk og frönsk skip við tundurduflaleit á Rauðahafinu. Sjö breskir og franskir tundurdufla- slæðarar sigldu um Suezskurðinn i gær og vom þyrlumar um borð í aðstoðar- skipinu Shrevesport. Tundurdufl af ókunnum uppruna hafa skemmt aö minnsta kosti 16 skip frá því að fyrsta sprengjan sprakk þann 9. júlí síðastliðinn. I fyrstu var talið að Iranir eða Líbýumenn hefðu lagt duflin en leiðtogar beggja ríkj- anna hafa neitað þeim ásökunum. félaganna væri aöeins smávægilegur. Jackson haföi sakað Mondale um aö beina öllum kröftum sínum í kosninga- baráttunni að hvítum miðstéttar- kjósendum og fyrir að láta sem blökku- menn væru ekki í hópi kjósenda. I forkosningum Demókrataflokks- ins vom þeir Jackson og Mondale keppinautar. Þá voru harðar deilur þeirra á milli daglegt brauð. Á flokks- þinginu var gerð tilraun til að sameina baráttu flokksins og var þá látið líta svo út sem það hefði tekist. Stjóm- málaskýrendur telja að ef Jackson styddi Mondale af hörku þá gæti sá stuðningur haft mikið að segja í kosn- ingabaráttunni gegn Ronald Reagan forseta. Kom sprengju fyr- ir hjá íþróttafólki LÖgreglumaðurinn, sem í gær þótti hafa staðið sig sem hetja þegar hann Tigran Petrosjan skákmeistari látinn Tigran Petrosjan, fyrram heimsmeistari í skák, er látinn eft- ir langvarandi veikindi, að sögn Tass-fréttastofunnar sovésku. Hann var aðeins 55 ára að aldri. Petrosjan var heimsmeistari á árunum 1963 til ’69. Hreppti hann titilinn af Botvinnik í einvígi og varði hann í einvígi við Spassky 1966 sem vann þó titilinn af honum í einvígi 1969. kom auga á tímasprengju í farangri tyrknesku íþróttamannanna sem vom á leið frá ólympíuleikunum í Los Angeles — og fjarlægði hana, er nú gmnaður um að hafa komið henni fyrir sjálfur. Þessi fertugi lögregluþjónn, sem hefur verið 9 ár í lögregluliði LA og hefur margsinnis unniö til viðurkenn- inga, er sagður hafa verið eitthvaö upp á kant við yfirmenn sína. Er talið aö hann hafi viljað vekja á sér athygli. I fyrstu héldu menn að öfgasamtök Dóttir Reagans giftist Patti Reagan, dóttir Reagans Bandarikjaforseta, gekk í það heilaga í gær. Hún giftist Paul Grilley sem er leiðbeinandi á yoganámskeiðum. Athöfnin var látlaus. Rúmlega 130 manns var boöiö til brúðkaupsveisl- unnar sem fram fór í hóteli í Los Angeles. Fréttamönnum var meinaður aðgangur að athöfninni og veislunni. Patti er 31 árs og starfar sem leik- kona í Kalifomíu. Eiginmaðurinn er 25 ára. Armena, sem sitja um Tyrki, heföu komið sprengjunni fyrir í einni af þrem rútum sem flytja áttu tyrkneska í- þróttafólkið á flugvöllinn. Lögregluþjónninn kom auga á tíma- sprengjuna, reif hana af bílnum, og hljóp út á bersvæði um leið og hann bægði vegfarendum frá þar til sér- fræðingar komu á staðinn til að gera sprengjuna óvirka. — Kom til greina að heiðra hann sérstaklega fyrir snar- ræöið. En illur grunur læddist að starfs- félögum hans sem örfáum mínútum fyrr höföu einmitt leitað af sér allan grun að vítisvélum í rútunum því að sérlega ströng öryggisgæsla var höfð um tyrkneska íþróttafólkið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.