Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1984, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1984, Qupperneq 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR15. ÁGOST1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Grenada- menn kvíða kosningum strax Þótt liönir séu níu mánuöir síðan herliö Bandaríkjamanna og nokk- urra Karíbahafsríkja gekk á land í Grenada viröist þaö naumast nægur meögöngutimi til fæöingar þing- ræðisstjómar. Enn er pólitísk ólga meðal landsmanna, um 100 þúsund talsins og efnahagsörðugleikar setja sitt mark á þjóölífiö. Bráöabirgðastjómin virðist hvorki hafa bolmagn til efnahagslegra ákvaröana né til fastsetningar dagsins sem þingkosningarnar skuli fara fram þótt Bandaríkjastjóm leggi fast aö henni aö láta ekki áríö renna út án þess að efna til kosninga. 50% atvinnuleysi Atvinnuleysið markar líf eyja- skeggja. Aberandi er fjöldi ungra manna sem slæpist í iðjuleysi á göt- um höfuðborgarinnar, St. Georges. Opinberar tölur greina frá 33% at- vinnuleysi en embættismennirnir viðurkenna sjálfir aö þaö sé senni- lega í reynd nær 50%. — Margur ung- ur maöurinn missti þai fastavinnu þegar her fyrrverandi stjómar Maurice Bishops var leystur upp. Enn em nokkur hundmð Banda- rikjamanna á Grenada. Hermenn, ráöunautar og stjómarerindrekar. Þeir hafa þó ekki fært meö sér þá vel- megun sem landsmenn höfðu vonaö eftir októberinnrásina sem fylgdi í kjölfar fangelsunar og síðar morös- ins á Maurice Bishop. Og jafnvel þótt Bandaríkin hafi lofaö 57 milljón doll- ara efnahagsaðstoð á hálfu öðra ári (sem er þrisvar sinnum meira en þau veita öörum eyríkjum Karíba- hafsins), þá er einna likast þvi aö íbúar Grenada séu famir aö veröa þreyttir á frelsurum sínum. Þaö hefur ekki fylgt mikil atvinna bandarísku aðstoðinni fram til þessa og mörgum Grenadamönnum þykir sem bráöabirgöastjórn Nicholas Braithwaite hafi meir í huga hags- muni Bandaríkjanna en Grenada. RitstjMÍ eins af blööum eyjarskeggja skrifaöi nýlega aö bráöabirgða- stjórnin heföi ekki umboð þjóðarinn- ar heldur dansaöi eftir linu Washing- ton. Bandaríkjamenn bera á móti því. Tregða á erlendu fjármagni Bráðabirgöastjómin hefur breytt ýmsum skattalögum og fjár- festingarreglum sem Bishopstjómin haföi komið á þau f jögur ár sem hún hafði völdin. Þaö hefur samt ekki oröiö til þess að freista erlendra f jár- festingaraðila. Þykir þó mikil þörf erlends fjármagns til nýsköpunar í atvinnumálum. Bandarískir embættismenn á eyjunni telja aö naumast sé að vænta áhuga erlendra fyrirtækja til fjár- festingar á eyjunni fyrr en stjórn- málahorfur em orönar tryggari og lýðræðislegar kosningar hafa farið fram. Þeir þrýsta að bráðabirgða- stjórninni aö efna til kosninga á þessuári ogþóttkjördagurhafiekki veriö ákveðinn er búist viö að kosið verði í nóvember eða desember. (Máske um leiö og forsetakosningar veröa í Bandaríkjunum sem er í byrjun nóvember.) Kvíða kosningum Eölilega hefði mátt búast við því að Grenadamenn s jálfir hvettu mest til kosninga sem allra fyrst en ekki innrásaraöilarnir. Því er samt öfugt farið. Margir stjómmálamenn á Grenada telja alls ekki tímabært að efna til kosninga á þessu ári og kannski ekki fyrr en eftir svona fimm ár þegar efnahagsmálunum hafi veriö komið í betra lag. I fyrsta lagi einhvem tíma seint á næsta ári. — En innrásaraöilar með Banda- ríkjamenn í fararbroddi fundu mjög fyrir gagnrýninni á íhlutun þeirra í innanlandsmál Grenada eftir gagn- byltingu ofstækisvinstriafla gegn þó vinstristjóm Bishops, og vilja fýrir hvem mun hraða því að endurreist verði lýðræðislega kjörin rikisstjórn til að lægja óánægjuraddir lýðræðis- afla heima í þeirra eigin löndum. Sex flokka Það eru sex stjómmálaflokkar sem byrjaðir era kosningaundirbún- ing til þess að ná til sin þessum nær 40 þúsund atkvæöum sem i húfi era. Af þessum sex eru þrír áöur kunnir kjósendum. Þaö er hinn sameinaði verkamannaflokkur sir Erics Gairys, fyrrum forsætisráðherra, sem Bishop bylti úr valdastóli, en sá flokkur er þrátt fyrir nafnið hægri- flokkur. Það er Þjóðemisflokkur Grenada með Herbert Blaizes í fararbroddi sem stóð fyrir sam- steypustjórninni árin 1962—'67. Sá þriöji er Föðurlandshreyfing Maurice heitins Bishops, sem nú lýt- ur forystu George Louisons er var landbúnaðarráðherra i stjóm Bishops. — Af hinum þrem er helst að nefna Nýja þjóðlega lýðveldis- flokkinn sem George Brizan stofnaði og nýtur helst fylgis fyrrum áhang- enda Bishops. Hinn er útlagaflokkur- inn, Lýðveldishreyfing Grenada sem dr. Francis Alexis stofnaði. Gairy sigurstranglegur Ef kosningar færa fram i dag eru allar likur á þvi að flokkur sir Erícs Gairys fengi 25% fylgi og yrði stærstur því að önnur atkvæði mundu skiptast í svo marga staöi milli hinna. Stendur flestum stuggur af þvi þar sem stjórn hans þótti á sin- um tima afskaplega spillt. Hann sjálfur notaði aðstöðu sína til aö safnaaösérauði. Sir Eric er sjálfur ekki í framboði en hefur ekki dregið dul á að hann ætli sem leiðtogi flokks sins að ráöa hver verði forsætisráðherra ef flokk- Bandarískir hermenn í ínnrásinnl í októberí fyrra en nokk- ur hundruð Bandaríkjamenn eru enn á Grenada. urínn hlýtur sigur. Um leið má skilja að hann ætli sér að ráöa yfir forsætis- ráðherra sínum. Þykir um leið opinn möguleiki að sú stjóm, áður en kjör- tímabilið rynni út, ryfi þing að nýju til þess að hafa mannaskipti i stjórn- inni og koma sir Eric aftur til opin- berra embætta. Þótt bylting Bishops hafi verið vin- sæl fyrst í stað eftir spillingu Erics Gairys, þá gerðu vinstrístefna hans og náið samstarf við Kúbu hann aft- ur óvinsælan og fyrir þá sök á hægri- flokkur Gairys nú miklu fylgi að fagna aftur. Auk þess býr sá flokkur jað digrastu flokkssjóðunum. j En nái hann að komast til valda að 'nýju uggir margan að ekki mundi lengi haldast fríður innanlands á Grenada og því hefur mjög verið reynt aö koma á samstarfi eða jafn- 'vel sameiginlegu framboði hinna flokkanna svo að atkvæðin dreiföust ekki eins. Hafa þær tilraunir komið fyrir lítið. Kinamúrinn er án efa eitt merkilegasta mannvirkið sem reist hefur verið. Múrinn er nú í mikilli hættu vegna þess að bændur hafa tekið mikið magn hleðslusteina úr honum og notað þá til endurbóta á híbýlum sinum. Miklar skemmdir á Kínamúmum valda nú mörgum Kínverjanum miklum áhyggjum. Héraðsstjórnin í Beijing héraði hefur beint þeim til- mælum til bænda að þeir skili aftur þeim steinum sem þeir hafa numið á brott úr múmum. Bændurnir hafa tekið mikiö magn hleöslusteina og notað þá til aö bæta hús sin. Hefur kveðið svo rammt aö þessu að múr- inn er í stórhættu. Hafa myndast stór skörð í þetta 2200 ára gamla mann- virki sem er um 1500 mílur að lengd. Maóá sökina Dagblöð i Beijing hafa gengið fram fýrir skjöldu og hvatt bændurna til að vinna aö endurbótum á þessarí merku menningararfleifð. Verði þeim áskorunum vel tekið af almenn- ingi er lítil hætta á öðru en að upp- byggingin takist því margar hendur vinna létt verk og Kínverjar era eins og kunnugt er rúmlega einn milljarður. Til að fá bændumar til að skila þessu heppilega byggingarefni aftur hafa stjómvöld gripið til þess ráös að bjóða þeim i staðinn annað byggingare&ii. Núverandi stjórnvöld í Kina skella skuldinni á menningar- byltinguna sem Maó formaður stóð fyrir. Því er nú haldið fram að kæru- leysi hafi magnast undir stjórn Maós og virðing almennings fyrir sam- eiginlegum verðmætum hafi minnkað. Fjögur dagblöð í Beijing hafa hafið fjársöfnun meöal almennings í Kína til að létta viðreisnarstarfið. Talið er að um 240.000 dollarar hafi borist og kemur langmest af því frá ýmsum samtökum en um 20 prósent hafa ein- staklingar lagt fram. Þetta fjár- magn dugir þó hvergi til að hægt sé að 1 júka endurreisninni. Erlend aðstoð I byrjun þessa árs fór fram önnur fjársöfnun í Kína. Tilgangur þeirrar söfnunar var að gera ráðstafanir til að bjarga pandabiminum sem nú er talinn í mikill útrýmingarhættu. Þá var þeim kinverskum fyrirtækjum sem nota pandabjöminn í aug- lýsingu, sem einkenni á vöram sínum, gert að skyldu að leggja fram f jármagn. Ekki hefur verið gripið til slikra úrræöa vegna múreins þó aö það yrði án efa áhrifarikt því að f jöl- mörg fyrirtæki nota Kínamúrinn í auglýsingaskyni. Þegar Panda söfnunin fór fram barst töluvert af peningum frá útlendingum. Samkvæmt kínversk- um heimildum hefur eitthvað verið um það að útlendingar hafi lagt fram fjármagn til endurreisnarstarfsins en það hefur aöeins verið í örlitlum mæli. Ekki liggur ljóst fyrir hvort stjómvöld í Kína muni opinberlega leita eftir erlendri aðstoð. Það væri hins vegar óneitanlega broslegt ef farið væri fram á erlenda aðstoð því múrínn er jú til þess ætlaöur að halda útlendingum i skef jum. Sameiningartákn I áróðri sinum fyrir endurreisn múrsins leggja kínversku dagblöðin mjög upp úr því að múrinn sé sam- einingartákn Kínverja og að þaö beri vott um mikla þjóðemisást að fólk taki þátt í starfinu og skili aftur þeim steinum sem brott hafa verið teknir. Það vekur hins vegar athygli hverau mildur tónninn er í boðberum endurreisnarinnar og augljóst aö ekki á að beita hörku við framkvæmdina. Þaö vekur furðu margra að það era ekki æðstu stjómvöld í Kína sem virðast hafa mestan áhuga á við- gerðunum heldur héraðsstjómin í Beijing. Stjórn Kína hefur heldur ekki látið mikiö fjármagn af hendi rakna til starfSins. Kínamúrinn hefur gífurlegt aðdráttarafl fyrir ferðamenn og erlendir þjóðhöföingj- ar sem koma til Kina heimsækja múrinn nær undantekningarlaust. Til dæmis skoðaöi Ronald Reagan Bandarikjaforeeti múrínn þegar hann fór í opinbera heimsókn til Kina í apríl síðastliðnum. En það er fleira sem gerir Kína- múrinn merkilegan því geimfarar segja að hann sé eitt af fáum mann- virkjum á jörðu sem greina má frá tunglinu. -GSG. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.