Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1984, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1984, Page 11
DV. MIÐVIKUDAGUR15. ÁGUST1984. 11 r X Frá afhendingu menningarverOiauna DVi febrúar siöastHönum. Stefán Thors arkitekt tii vinstri afhendir Valdimar Haröarsyni viðurkenningu D V fyrir hönd biaösins. Stóllinn sem fékk menningarverðlaun DV ’84: Vekur heimsathygli — Valdimar Harðarson, hönnuður stólsins, með borð í burðarliðnum ,,Að hanna svona stól er þrotlaus vinna og ekkert nema vinna. Þótt það sýnist einfalt þegar horft er á stólinn nú er ómæld vinna sem liggur að baki,” sagði Valdimar Harðarson arki- tekt en stóll hans, sem hlotið hefur nafnið Sóley, hefur vakið heimsat- hygli. Þar með hefur Valdimar haslað sér völl sem virtur hönnuður á alþjóð- legumvettvangi. Eins og lesendur blaðsins muna hlaut Valdimar menningarverðlaun DV í febrúar síðastliðnum einmitt fyrir þennan stól. Stóllinn hefur verið sýnd- ur á þremur stærstu húsgagnasýning- um heims og tugir erlendra blaða og tímarita haf a birt greinar um hann. Stóllinn verður seldur í að minnsta kosti nítján löndum víða um heim. Þeirra á meöal eru Vestur-Þýskaland, Bretland, Frakkland, Italia, Belgía, Sviss, Austurríki, Svíþjóð, Noregur, Finnland og Danmörk og þessa dagana er verið að kynna hann á Islandi með sýningu í Epal, Síðumúla 20 í Reykja- vík. Sóley er ennfremur komin á mark- aö í Bandaríkjunum, Kanada og Japan. Sala er að hefjast af krafti og eru nú framleiddir nokkur þúsund stólar á mánuði. Búist er við því að framleiðsa og sala eigi þó enn eftir að aukast því að samkvæmt reynslu framleiðandans líða að jafnaði um tvö ár frá því að kynning hefst þar til verulegur skriður kemstásöluna. íslenskrí framleiðendur höfðu ekki áhuga Fyrirtækið sem framleiðir Sóley er vestur-þýskt. Þaö heitir Kusch og Co. og er eitt af tíu stærstu fyrirtækjum í vestur-þýskum húsgagnaiðnaði. En hvers Vegna er stóliinn ekki framleidd- ur hérálandi? „Islenskir framleiðendur höfðu bara ekki áhuga á að framleiða stól- inn,” sagði Valdimar. „Eg gekk á milli þeirra en þeir vildu hann ekki. Hug- myndin að Sóley kviknaði á námsárum mínum í Lundi í Svíþjóð. Þótt hérlendir hefðu ekki áhuga á framleiðslu stóls- ins, hafði ég trú á honum. Ég hafði því samband við Dieter Kusch, eiganda og framkvæmdastjóra Kusch og Co. og spurði hvort hann hefði áhuga. Hús- gögn frá honum höfðu vakiö athygli mína á sýningum sem ég hafði sótt. Við hittumst svo og hann samdi viö mig á staönum um f ramleiöslu hans. ” Hjá Kusch og Co. var þegar hafist handa um að þróa stólinn og finslipa ýmis atriði hans. Auk þess þurfti að smiða sérstaka vél til að búa til stál- grindina í Sóley. Alls þurfti því fyrir- tækið að leggja til 15—18 milljónir áður en hægt var að byrja framleiðslu og sölu. — Hvað er framundan? „Það er þrotlaus vinna. Undanfarið hef ég unnið að felliborði sem nota á með Sóley. Sú vinna er nú á lokastigi og býst ég við að borðiö verði tilbúið til framleiðslu í haust eða byrjun næsta árs. Seint á næsta ári er svo væntan- legur á markað nýr stóll sem ég hef hannað sem Kusch og Co. mun fram- leiða. Þá mun ég taka að mér ýmis önnur verkefni á vegum fyrirtækisins auk þess sem ég er að vinna að verk- efni fyrir trésmiðjur 3K á Selfossi,” sagði ValdimarHaröarson. -KÞ Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra prófar stólinn sem hlotið hefur nafnið Sóley eftir dóttur Valdimars en það er einmitt hún er situr i fangi ráöherrans. Valdimar Harðarson til hmgri. DV-myndir: Kristján Ari. Með vísan til tilkynningar Seðlabankans um vexti og verðtryggingu láns- og sparifjár frá 2. ágúst sl., hefur Alþýðubankinn ákveðið að frá og með 13. ágúst 1984 verði vaxtakjör bankans sem hér segir: Nafnvextir Nafnvextir Ársávöxtun INNLÁN: áður nú nú 1. Almennar sparisjóðsbækur . 15,0% 17,0% 17,0% 2. 3ja mán. sparireikn. m. uppsögn . 17,0% 19,0% 19,9% 3. 12 mán. sparireikn. m. uppsögn . . 19,0% 23,5% 24,9% 4. 3ja mán. verðtr. reikningar 0,0% 2,0% 5. 6 mán. verðtr. reikningar 2,5% 4,5% 6. Innlánsskirteini m. 6 mán. uppsögn 21,0% 23,0% 24,3% 7. Stjörnureikningar 5,0% 5,0% 8. Avisanareikningar 5,0% 15,0% 9. Hlaupareikningar 5,0% 7,0% 10. Innlendir gjaldeyrisreikningar: - innstæður i Bandaríkjadollurum . 9,0% 9,5% - innstæöur i Sterlingspundum .. . 7,0% 9,5% - innstæður í Vestur-þýskum mörkum 4,0% 4,0% - innstæður i dönskum krónum .. 9,0% 9,5% ÚTLÁN: 1. Víxlar (forvextir) . 18,5% 22,0% 2. Hlaupareikningslán . 18,0% 22,0% 3. Skuldabréfalán . 21,0% 24,5% 26,0% 4. Verðtryggð skuldabréfalán: - lánstími allt að 3 ár . 4,0% 7,5% - lánstimi minnst 3 ár . 5,0% 9,0% 5. Endurseljanleg lán . 18,0% 18,0% 19,25% 6. Dráttarvextir' 2,5% 2,75% 'Gildir frá 1. september nk. Ath. Vextir eru breytilegir skv. ákvörðun bankaráðs Alþýðubankans hf., en vextir á eldri lánum breytast ekki. Vid gerum vel við okkar fólk Alþýðubankinn hf. ITT SÝNING LAUGARDAG 13-17 ITT Digivision. Fyrsta stafræna(Digital) litasjónvarpið íheiminum,-nú kynnt hérlendis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.