Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1984, Page 13
DV. MIÐVIKUDAGUR15. ÁGÚST1984.
13
Er gjaldtaka tímabær?
Undanfarið hefur verið mikið
skrifað um hvernig beri að túlka þá
niðurstöðu nýlegrar skoöanakönnun-
ar að meirihluti Islendinga vilji taka
gjald fyrir herstööina. Hafa ýmsir
túlkað það sem svo að menn vilji
„selja landið” ásamt öllu sem því
fylgir, svo sem lýðræði og sjálfstæðL
Gera má þó ráð fyrir að hinn al-
menni borgari, sem og flestir um-
fjöllunarmenn í fjölmiðlum, viti að
slíkt eru ýkjur sem óþarft er að taka
alvarlega. Ef litið er á það alþjóð-
lega umhverfi sem Island hrærist í
þá má ljóst vera að stórfelld landsala
er hvorki Islendingum né út-
lendingum í hag. Eru til þess nokkr-
arástæður, þ. ám.:
Sjálfsákvörðunarskylda
og álitshnekkir
1) Islendingar geta ekki hagnast af
þvi að selja sjálfsákvörðunarrétt
TRYGGVIV. LINDAL
KENNARI, REYKJAVÍK
• „Kannski er skýringin sú að sjálfstæðis-
kennd íslendinga hefur fengið tíma til að
laga sig að síauknum tengslum við stórþjóðirn-
ar.”
„Ef litið er á það alþjóðlega umhverfi sem ísland hrærist í, þá má ljóst vera
að stórfelld landssala er hvorki íslendingum né útlendingum i hag.”
sinn í hendur annars stærra ríkis,
sama hversu miklir peningar
fengjust, því þá myndi gróðinn af
framkvæmdum á Islandi færast í
hendur stærri samsvarandi
fyrirtækja erlendra vegna sam-
keppni án þess að trygging væri
fyrir því til langframa að þorri Is-
lendinga fengi nokkra uppbót
fyrir þann gróða sem þannig flytt-
ist úr landi. Landsbúar yrðu því
aö meðaltali fátækari fyrir vikið.
2) Stöðu Islendinga meðal
„vestrænna lýðræðisþjóða” er
þannig háttað að þeir myndu bíða
álitshnekki i augum nágranna-
rikja ef þeir tækju það há gjöld af
þjónustu erlends rikis að það virt-
ist brjóta skýrt í bága við til-
raunir Islendinga til að hafa yfir-
stjóm með eigin málum.
Islendingar yrðu fljótir að finna
fyrir slíkum álitshnekki frá ferða-
mönnum og erlaidri fréttaumfjöll-
un og slíkt væri miklu sárara en
tekjuuppbót sem svaraði aukn-
ingu nokkurra prósenta i þjóðar-
tekjumogámann.
„Finnlandisering",
erlendar lántökur o.fl.
3) Ef Island „Finnlandiseraðist”
þannig til Bandarikjanna, gæti
þaö raskað hernaðarlegu ógnar-
jafnvægi risaveldanna þvi að
Sovétríkin gætu óttast slíkt á
sama hátt og Bandaríkin myndu
óttast ef Svíþjóð ..Finnlandiserað-
ist” til Sovét. Slík hætta væri þá of
dýru verði keypt.
4) Jafnvel sú skoðun að Island, sem
smáríki, fari hvort sem er halloka
í h'fsgæðakapphlaupinu við stærri
auövaldssinnuö riki réttlætti það
ekki i augum stærri rikjanna að
Island gæfist upp og gerðist
þurfalingur þeirra því að þá væri
ekki hægt að knýja Island til að
borga erlendu lánin. (En þau eru
nauðsynleg fyrir Island með sitt
litla, fábreytta og sveiflukennda
hagkerfi, til að geta keypt af þeim
sérhæfðar vörur og þjónustu, til
að líkja eftir þeim í almennum
Ufsgæðum. Að sumra mati eru
það einmitt vextirnir af lánum
hinna stóru og iðnþróuðu ríkja til
hinna smærri sem eru helsta
máttarstoö stórveldanna á
alþjóðavettvangi: Það hjálpar
þeim til að halda forskoti sínu í
framleiðslu hins dýra og fjöl-
breytta iðnvamings og til að
stofna fýrirtæki erlendis en láta
smærri ríkin um að selja sér
ódýrt hráefni, svo sem f isk).
5) Ef knýja á aukið fé út úr Banda-
ríkjamönnum fyrir hernaöaraö-
stöðu þá þarf að spyrja hvað við
getum látið í staðinn. Eins og fyrr
segir er sjálfstæði okkar ekki
gjaldgeng söluvara, hvorki fyrir
okkur né hin „vestrænu lýðræðis-
ríkin”. Ekki getum við heldur
aukið hina ódýru fiskframleiðslu
okkar fýrir þá því að við höfum
þegar fengið að færa landhelgi
okkar út eins og að mestu er
unnt. Ekki er heldur ástæöa til að
halda að þeim bráöliggi á
auknum hernaðarumsvifum á ís-
lensku umráðasvæði.
Sjálfstæðisímyndin
og nýir tímar
Ljóst virðist því að ekki sé rúm
fyrir stórkostlega aukna gjaldtöku í
bráð. En hver er þá ástæðan fýrir að
almenningur er opnari fyrir shkum
landsöluhugmyndum en áður?
Kannski er skýringin sú að sjálf-
stæðiskennd Islendinga hefur fengið
tíma til að laga sig að síauknum
tengslum við stórþjóðimar. Þannig
vorum við hvað sjálfstæðastir á síð-
ustu öld þegar við framleiddum
flestar af okkar nauðþurftum sjálfir.
A þessari öld miðri byggðist afkoma
okkar hins vegar mest á erlendum
(fisk-)mörkuðum. Þó gat sjálfstæðis-
kennd okkar aðlagast því. Síðan hafa
eriend tengsl okkar stóraukist meö
auknum viðskipta- og fjölmiðla-
tengslum, tækniinnflutningi og
utanlandsferðum. Litið er orðið eftir
af sérstöðu Islendinga nema máhð
og eylandið. Þegar þjóðemiskenndin
og sjálfstæðishefðin hafa vanist
þessum aðstæðum að fullu, þá
verður e.t.v. kominn tími til að
hækka gjaldtökuna verulega án æru-
missis fyrir Islendinga.
Tryggvi V. Lindal.
ALÞÝÐUFLOKKURINN
A KROSSGÖTUM
• „Þing Alþýðuflokksins verður haldið í ■
haust. Þar verða þessi mál brotin til
mergjar og stefnan mörkuð. Miklu máli skiptir I
að íslenska þjóðin njóti stefnumörkunar ■
Alþýðuflokksins.”
Skoðanakannanir gefa nú til kynna
að Alþýðuflokkurinn hafi misst fylgi
frá því í alþingiskosningunum síð-
ustu. Er það vissulega áhyggjuefni
flokksmönnum þótt áður hafi reynd-
ar illa verið spáð fyrir flokknum á
þeim vettvangi en tekist að bæta
stöðuna í kosningum. A hinn bóginn
er það öllum ljóst að staða Alþýðu-
flokksins er mjög í uppnámi núna og
kemurmargttil.
Sigurinn frá 1978 entist
flokknum illa
Á síðasta áratug varð það hlut-
skipti Alþýðuflokksins að vera lengst
af í stjómarandstöðu eftir farsæla
stjórnarveru áratuginn þar áður.
Arið 1978 vann flokkurinn stórkost-
legan kosningasigur sem entist þó
flokknum htt til forustu í lands-
málum. Sá sem átti mestan þátt í
þessum sigri, Vilmundur heitinn
Gylfason, gekk síðan úr flokknum og
stofnaði nýjan jafnaðarmannaflokk,
Bandalag jafnaðarmanna. Sam-
kvæmt skoðanakönnunum virðist
þessi flokkur orðinn nokkuö fastur í
sessi og er þaö póhtískur veruleiki
sem Alþýðuflokkurinn verður að
meta rétt.
Hver er
ásteytingarsteinninn?
Þótt sú kenning sé til, að reyna eigi
staðfestu Bandalagsins í einum
kosningum eða svo áður en taka beri
fullt tillit til þess þá gæti það einnig
orðið til þess að dýpka enn frekar
þann klo&iing sem nú er orðinn með
íslenskum jafnaöarmönnum. Því er
það fyrsta hlutverk Alþýðuflokksins
að kanna hver ásteytingarsteinninn í
rauninni er við Bandalagiö og freista
þessaönásáttum.
Við síðustu kosningar beið flokkur-
inn mikið afhroð frá fyrri kosningum
enda haföi hann klofnaö. Varðandi
stefnumörkun flokksins og mögulega
aðild að ríkisstjóm munaði þó mest
um að varaformaður flokksins,
Magnús H. Magnússon, haföi misst
þingsæti sitt og gat þvi ekki beitt sér
sem skyldi við síðustu ríkisstjómar-
myndun. Sú saga verður auðvitað
ekki rakin öh hér en margir lögðu
áherslu á það þá aö ætti Alþýöu-
f lokkurinn að vernda hagsmuni laun-
þega landsins þá bæri honum að
standa sem næst stjómvelinum í
þeim aðgerðum til bjargar efnahag
landsmanna sem hann haföi einmitt
sjálfur boðað að væru óumflýjanleg-
ar.
Stjórnmálaflokkar til þess
að stjórna
Flokkurinn tók nefnilega þá
áhættu, meö andstöðu við ríkis-
stjórnina, að vera mögulega á móti
aðgerðum sem hann hafði þó sjálfur
lagt áherslu á að væru nauðsynlegar.
Reyndar kom á daginn aö þær aö-
gerðir urðu svo þvert á stefnu flokks-
ins að af augljósum ástæðum var
ekki hægt að koma þar nærri. Hitt
sjónarmiðið er auövitað í fullu gildi,
að vilji einhver forða félögum sínum
frá ágjöf, þá heldur hann sig við
stjórnvöhnn uppi í brú. Þaðan er
skipinu stjómaö, gildir einu þótt
slæmt sé í sjóinn.
Þvi miður missti flokkurinn fleiri
dugandi þingmenn af þingi í síöustu
kosningum og munar mest um fyrr-
verandi þingsflokksformann, Sig-
hvat Björgvinsson og Áma Gunnars-
son, fyrrum ritstjóra Alþýðublaðs-
ins. Þrátt fyrir afburða dugnað þing-
flokksins á síðasta þingi setur missir
reyndra þingmanna ahtaf strik í
reikninginn. Klofningur flokksins,
sem áðurer á minnst, og fall þessara
þingmanna, á sinn stóra þátt í því
uppnámi sem flokkurinn er í núna.
Flokksþingið markar
stefnuna
Þing Alþýðuflokksins verður
haldið í haust. Þar verða þessi mál
brotin til mergjar og stefnan
mörkuð. Miklu máh skiptir að ís-
lenska þjóðin njóti stefnumörkunar
Alþýðuflokksins. Oðaverðbólga og
fjárfestingarsukk síðustu ára hefur
leikið þjóðarbúið svo grátt að varla
verður til jafnað á lýðveldistíman-
um. Alþýðuflokkurinn hefur stöðugt
varað við þessari ævintýramennsku
ogbentábetrileiðir.
Ríkisstjómin gumar nú mjög af
því aö hafa náð árangri i verðlags-
stjómun. Veröbólga í landinu er nú
sögö undir 20% á ári. Ekki skal van-
þakkað að verðbólgan er ekki
þriggja stafa tala eins og í fyrra.
Allir vita þó að launþegar einir hafa
máttborgabrúsann.
Kjallarinn
GUÐLAUGUR
TRYGGVI
KARLSSON
HAGFRÆÐINGUR
Þjóðin saknar forustu
Alþýðuflokksins
Minnast launþegar og þjóöin þess
nú þegar Alþýðuflokkurinn fór með
stjórn verðlagsmála í ráðherratíð
Gylfa Þ. Gíslasonar. Þá var versta
ástand verðlagsstjórnunar við það
verðbólgumark sem rikisstjómin
gumar af að hafa náð verðbólgunni
niður í núna. Þetta er aðeins eitt
dæmi um þann hnekki sem þjóðar-
búið hef ur beðið vegna þess að áhrif a
Alþýðuflokksins hefur ekki gætt við
stjórn landsins.
Þjóðamauðsyn ber því til að Al-
þýðuflokkurinn endurheimti fyrri
styrk á Alþingi Islendinga og i ríkis-
stjóm. Allir jafnaðarmenn á Islandi
eiga að sameinast um þetta tak-
mark, þjóðin mun svo fylgja á eftir.
Forusta Alþýðuflokksins í atvinnu-
og efnahagsmálum þjóðarinnar
verður hennar gifta sem jafnan áður.
Guðlaugur Tryggvl Karlsson