Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1984, Side 18
18
DV. MIÐVIKUDAGUR15. ÁGUST1984.
SKIPPER
CS112 - LIT-DÝPTARMÆLAR
2ja ára ábyrgð
Friórik A. Jónsson h.f.
Skipholti 7, Reykjavik.
Símar 14135 — 14340.
VÖRUBÍLAR
MEÐ FARM
Vörubílstjórar sem aka meö
óvarinn farm á palli,
s.s. jaröefni, fiskslóg eöa rusl
og dreifa því á akbrautir
- valda stórhættu og óþægindum,
- spilla umhverfi.
Þeir
- ættu þar af leiðandi að leita
sér aö annarri atvinnu,
- eða breyta til og hafa ávallt
gafl á pallinum, og yfir-
breiðslu ef þörf krefur.
iias™
dhILJUTI
Viftureimar, platínur, kveikju-
hamar og þéttir, bremsuvökvi,
varahjólbarði, tjakkur og
nokkur verkfæri. Sjúkrakassi
og slökkvitæki hafa hjálpað
mörgum á neyðarstundum.
||XF
FERÐAR
Bfstu hestar í B-flokki. F. v. Snjall og Þórður Þorgeirsson, Blesi og Einar ö. Magnússon, Sómi og Guðlaugur Antonsson. Helingur og Eyþór Óskarsson
og Dan og SkúliSteinsson. (DV-myndE.J.)
Eldur og
brenni-
steinn á
stórmóti
Dúf narækt á Húsavík:
Kolfinna frá Arnarstöðum, eina 1. verðlauna hryssan. Knapi Halldór
Vilhjálmsson.
„Afslappandi sport”
Frá Ingibjörgu Magnúsdóttur, frétta-
rltara DV á Húsavik:
Bréfadúfufélag Húsavíkur hefur
starfað í þrjú ár, í því eru 13 félagar á
aldrinum 10—40 ára og eiga þeir um
100 fugla, þar af um 50 keppnisfugla.
Húsavíkurbær hefur léð félaginu aö-
stöðu í gömlu íbúðarhúsi, Skógargerði.
Að sögn Odds örvars Magnússonar eru
félagarnir mjög ánægðir meö þessa að-
stöðu sem gerir þeimkleift að búa vel
segir einn dúf naræktarmaðurinn
aö fuglum sínum. Segir hann að vísu
skipta miklu máli að hafa góð kyn
keppnisfugla en aðbúnaður, aöstaða og
umhugsun fuglsins ráði mestu um
hverjum árangri hann nái í keppni.
Oddur ætti að vita nokkuð um þessi
mál því í sumar hafa verið haldin tvö
Norðurlandsmót í bréfdúfuflugi, dúf-
um frá Akureyri og Húsavík hefur þá
verið sleppt við Reykjahlíð í Mývatns-
sveit og í báöum keppnunum hafa dúf-
ur sem Oddur á sigrað.
Fyrri keppnina vann Spútnik, sem
flaug 1014 metra á mín. og seinni
keppnina vann Stúka sem náði 845 m á
mín.
Sigurvegararnir úr Norðurlandsmótunum.
Næsta Nóröurlandsmót verður 18.
ágúst og verður dúfunum þá sleppt í
Grimsey. Fjórða mótið verður haldið í
sept. og þá verður farið að Möðrudal á
Fjöllum tii að sleppa fuglunum.
Islandsmót verður haldið 25. ágúst
og fuglum þá sleppt í Grímsey. Taldi
Oddur Húsvíkinga eiga góða sigur-
möguieika á því móti.
Oddur hefur átt dúfur síðan hann
var smástrákur og er hann var
spurður hvaö honum fyndist gaman
við dúfnarækt sagði hann að þetta væri
afslappandi sport frá daglegu amstri.
Síðan farið væri að keppa í bréfdúfu-
flugi væri komin samkeppni um að
eiga bestu dúfurnar og árangur þeirra
væri svo mikiö undir eigandanum kom-
inn. Fuglar Odds sem best hefur geng-
ið í keppnum eru aðeins þriggja til sjö
mánaða.
Hákon H. Sigurösson, 10 ára, var að
sinna tveim dúfum sem hann á og
hugsar vel um. Hann sagði skemmti-
legt að vera með dúfur og hugsa um
þær. Hann væri byrjaður að þjálfa þær
aðeins i flugi og heföu þær komið frá
Laxamýri á fjórtán minútum.
Auk bréfdúfnanna er Sigfús Jóns-
son, einn áhugasamasti dúfnaræktand-
inn á Húsavík, með nokkrar mjög
fallegar skrautdúfur uppi við Skógar-
gerði.