Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1984, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1984, Síða 19
DV. MIÐVIKUDAGUR15. ÁGUST1984. 19 Hið árlega stórmót sex sunn- lenskra hestamannafélaga austan Hellisheiöar var haldið á Gaddastaöa- flötum á Rangárbökkum dagana 10.- 12. ágúst síöastliðinn. Mestallan tím- ann rigndi eldi og brennisteini þó svo aö uppstytta væri tvo síðustu klukku- tímana á sunnudeginum. Rigningin kom ekki í veg fyrir að gæðingamir fengju góða dóma en kynbótahrossin fengu ekki háar einkunnir. Einungis ein hryssa hlaut 1. verðlaun, Kolfinna frá Arnarstöðum, 8,01. Að vísu komust 82 af hundraði hryssna í ættbók en yfir- leitt voru einkunnir lágar. Alls voru kynbótahryssur fimmtíu og sex sem er mjög mikið. Kynbótahross Keppt var í tveimur flokkum. Fjögurra og fimm vetra merar og svo sex vetra merar. I yngri flokki stóð efst Ösk frá Svaðastöðum m. 7,73 í einkunn. Eigandi Hilmar Jóhanns- son. Þruma frá Enni var næst með 7,70. Eigandi Jóhannes Hauksson. Sneggla frá Hraunbæ var þriðja með 7,66 í einkunn. Eigandi Guðjón Bergs- son. 1 eldri flokki var efst Kolfinna frá Arnarstöðum með 8,01 í einkunn. Eina merin sem hlaut 1. verðlaun. Eigandi Guðríður Valgeirsdóttir. Hremsa 5146 var önnur með 7,93 í einkunn. Eigandi Ottar Æ. Baldursson. Þriðja var Snót 5340 frá Skálmholti með 7,91 í einkunn. Eigandi Jónas R. Lilliendahl. Gæðingar. Tveir efstu gæðingar hvers félags voru sendir til keppni, margir þeirra stórglæsilegir. I A-flokki sigraöi Júní (Sleipni) Björns Eiríkssonar sem Einar Ö. Magnússon sat. Júní hlaut 8,50 í einkunn. Einar Öder hefur verið víða á verðlaunapöllum undanfarnar vikur og oftast í efsta sæti. I öðru sæti var Hrafnhetta (Smára), sem Sigfús Guðmundsson á og sat, með einkunn- ina 8,23. Byr (Sleipni), sem Skúli Steinsson á og sat, var í þriöja sæti með8,15íeinkunn. I B-flokki sigraði Snjall (Geysi) í annað skipti í röð. Eigandi Guðni Kristinsson en knapi Þórður Þorgeirs- son. Einkunn 8,59. I öðru sæti Blesi (Ljúf) sem Þórður sat einnig en eigandi er Halldór Guðmundsson. Ein- kunn 8,26. I þriðja sæti var Sómi (Sindra), sem Anton Guðlaugsson á en Guðlaugur Antonsson sat, með einkunnina 8,16. \V <4 /■ > » ‘ -V. c r ' ’*►*$#?***......' r: : Geysileg keppni i350 metra stökki. Hylling fremst. í''^ , * • *»»»s-aC' Unglingar Að venju var keppt í tveimur ung- lingaflokkum. I yngri flokki stóð efst Borghildur Kristinsdóttir (Geysi) á Rökkva með 8,20 í einkunn. Steindór Guðmundsson (Sleipni) var annar á ör með 8,01 í einkunn. Ragna Gunnars- dóttir (Sleipni) þriðja með 7,95 í ein- kunn. Hesturinn heitir Hrafntinna. I eldri flokki sigraöi Jóhannes Hauksson (Háfeta) á Glæsi meö 8,23 í einkunn. Lilja Þorvaldsdóttir var önnur á Vin með 8,19 í einkunn og Steinn Skúlason þriðji á Hlýju með 8,07 í einkunn. Kappreiðar Keppni í skeipi og stökkum er alltaf að harðna. Ekki er óalgengt að mörg hross komi í mark á sama tíma og þá erfitt aö dæma um sjónarmun. 1 150 metra skeiði voru þrír fljótustu hestamir á sama tíma 16,0 sek. Sam- kvæmt reglum um skeiðkeþpni var úr- skurðaö að Júní Björns Eiríkssonar hefði sigrað. Knapi Einar öder Magnússon. Tvistur Antons Guðlaugs- sonar, sem Guðlaugur Antonsson sat, var annar og Funi Ásdísar Kristins- dóttur, sem Karl Björnsson sat, var þriðji. Leistur virðist vera að fara að upp- fylla þær vonir sem við hann voru bundnar í 250 metra skeiðinu. Hann sigraði í 250 metra skeiði á 23,0 sek. Eigandi Hörður G. Albertsson en knapi Sigurbjöm Bárðarson. Villingur var annar eftir hörkukeppni við Leist á 23,5 sek. Eigandi Hörður G. Albertsson en knapi Eiríkur Guðmundsson. Hnall- þóra Þorkels Bjamasonar var þriðja á 24,2 sek. Knapi Þorkell Þorkelsson. Engin óvænt tíðindi úr 250 metra stökkinu. Ui sigraði að vanda. Knapi var Róbert Jónsson, eigandi Guðni * í?SSæ*-' Kristinsson en tími 19,0 sek. Mót- vindur. Gola Olafs Sigurbjörnssonar var önnur á 19,4 sek. Knapi Jón Ol. Jóhannesson. Ljósbrá var þriðja á 19,7 sek. Eigandi Jóhannes Þ. Jónsson en knapi Benjamín Markússon. Keppni í 350 metra stökki var geysihörð. Að vísu sigraði Hylling nokkuð örugglega á 25,3 sek. Eigandi Jóhannes Þ. Jóns- son en knapi Jón 01. Jóhannesson. En þrír hestar komu í mark á sama tíma í annað til fjórða sæti. Dæmdur á sjónarmun var Loftur annar á 25,5 sek. Eigandi Jóhannes Þ. Jónsson en knapi Benjamin Markússon. Þriðji var Kristur Guöna Kristinssonar en knapi Róbert Jónsson. Fjórða var Sjöfn Huga Einarssonar. Knapi var Ragn- heiður Samúelsdóttir. Sjöfn kom alla leið frá Lambleiksstöðum á Austur- landi til keppni. Trítill sigraði að venju í 300 metra brokkinu. Tími 36,0 sek. Eigandi Jóhannes Þ. Jónsson en knapi Jón 01. Jóhannesson. Annar var Brymur Sævars Leifssonar, sem Sigurður Markússon sat, á 41,1 sek. Þriðji var Flugar á 41,7 sek. en eigandi og knapi var Margrét Hjartardóttir. Geysileg keppni var í 800 metra stökki. Aðstæður voru frekar slæmar, vatn á brautinni, hún þung og mót- vindur. örn Guðmundar og Ingu Harðarbama sigraði á 61,9 sek. en Erlingur Erlingsson sat örn. Tvistur Harðar G. Albertssonar var annar á 62,0 sek. og Eldur Guðna Kristinssonar þriðji á 62,5 sek. Knapi Róbert Jóns- son. Þetta var síðasta stórmótið í langan tíma. Það næsta verður haldið árið 1987. Fjórðungsmót næsta ár og lands- mót það þar næsta. Handhafar farand- bikara hafa því nóg að gera að pússa þá næstu árin. E.J. Myndir: Ingibjörg Magnúsdóttir, Húsavik. Skrautdúfur Sigfúsar Jónssonar. Oddur Magnússon meö sigurvogarana úr IVorðurlandsmótunum. Spútnik tilhægri, Stúka til vinstri. Oddur er eigandiþeirra. Hákon með skrautdúfu, meffikana sem Sigfús á. . ^ " í i.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.