Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1984, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1984, Side 20
20 DV. MIÐVIKUDAGUR15. ÁGUST1984. ígjróttir Kenny Hibbitt. Fimm nýir til Coventry Bobby Gould, framkvæmdastjóri Coventry, er nú byrjaður að safna liði að nýju. Hann hefur fenglð fimm nýja leikmenn að undanförnu. Gamla kapp- ann Kenny Hibbitt fró Wolves og Bob Latchford, sem lék með Breda í Holl- andi. Þá keypti hann Steven Ogrizovic frá Shrewsbury á 72.500 pund, Brian Kllclain frá Notts County á 60 þús. pund. Einnig befur Martin Jol gengið til liðs við Coventry - Frá WBA. -SOS Blair og Chapman til Sheff. Wed. NýUðar Sheffield Wednesday í ensku 1. deildarkeppninni hafa fengið tvo sterka leikmenn til liðs við sig. Andy Blair, sem Newcastle keypti fró Aston Villa á 50 þús. pund, og Lee Chapman, fyrrum lelkmann Stoke, Arsenal og Sunderland. Newcastle borgaði Sunderland 100 þús. pund fyrir Chapman. Notaði peningana sem félagið fékk fyrir Tony Cunningham sem var seldur til Manchester City. -SOS Souness bjargaði „buddunni” Sala Liverpool á Graeme Souness tii Sampdoria á Italíu og peningarnir sem félagið fékk fyrir úrslitaleik Evrópukeppni meistaraUða björguðu „buddu” félagsins sem var farið að skulda mikla peninga. Ein aðal- ástæðan fyrir því að Liverpool var komið í skuld var að áhorfendum fækkaði á helmaleikjum Uðsins sl. keppnistimabU. MeðaltaUð á leik var 31.972 enóriðáður 34.758. -SOS Húsvíkingar sigursælir — á opna golfmótinu á Húsavík um helgina Húsvíkingar voru mjög sigursæUr á opna goUmótinu sem háð var á goU- veUinum við Húsavík um helgina. Það hafa þeir yfirleitt verið gegnum árln enda tekur tima að venjast erfiðum veUinum. Keppt var í þremur flokkum, leikn- ar 36 holur með og án forgjafar. Úrslit: Karlaflokkur 1. Skúli Skúlason, GH 159 2. Þórhallur Pálsson, GA 161 3, Kristinn Hjálmarsson, GH 161 Kvennaflokkur 1. Slgriönr Ölafsdóttir, GH 203 2. Sóiveig Skúladóttir, GH 226 3. Pat Jónsson, GA 231 Unglingaflokkur 1. Ólafur Inghnarsson, GH 152 2. Ragnar Ragnarsson, GH 152 3. Aðalbjöra Pálsson, GA 197 -hsim. íþrótt íþróttir íþróttir Auðveldur sigur Þórsara og þrjú stig í sarpinn — Þór vann Fram 3:0 á Akureyri í gærkvöldi Frá Sölva Sölvasyni, fréttamanni DV á Akureyrl: „Þetta var mjög sanngjarn sigur hjá okkur. Við vorum mUilu grimmari og áhugasamari og það kom mér mjög á óvart hversu Framaramir voru áhuga- lausir þar sem þeir standa í fallbar- áttu,” sagði HaUdór Áskelsson, Þór, eftir að Þór hafði sigraö Fram í leik lið- anna í 1. deUd íslandsmótsins í knatt- spyrnu með þremur mörkum gegn engu. „Það var mjög góð barátta í þessu hjá okkur og við vorum betri aUan tím- ann. Nú tökum við hvern leik fyrir sig og stefnum að því að halda okkur í deildinni,” sagði Halldór ennfremur en hann átti mjög góöan leik í gærkvöldi. Þaö er skemmst frá því að segja að Þórsarar voru einir um það að hafa áhuga á sigri í þessum leik. Þeir voru miklu ákveðnari og uppskáru eftir því. Þórsarar skoruðu fyrsta mark.sitt úr vítaspymu á 25. mínútu leiksins. Brotið var á einum Þórsara og góöur dómari leiksins, Guömundur Haralds- son.benti samstundis á vítapunktinn. Jónas Róbertsson tók vítaspyrnuna og fannst mörgum hún í tæpara lagi. En inn fór knötturinn og Þórsarar náðu forystunni. Annað mark skoruðu Þórsarar sex Njarðvíkingar í annað sætið —eftir 3:0 sigur á Einherja í gærkvöldi Njarövíkingar komnir í annað sæti annarrar deildar en annars er staðan þannig í 2. deild eftir leikinn í gær- kvöldi: Frá Magnúsi Gíslasyni, fréttamanni DV á Suðurnesjum: í Njarðvíkingar áttu ekki i teljandi erfiðleikum með að leggja lið Einherja frá Vopnafirði að velli er liðin mættust. í 2. deild íslandsmótsins í knattspymu i Njarðvík í gærkvöldi. Njarðvíkingar skoruðu þrjú mörk en andstæðingarnir ekkert. Jón Halldórsson kom mikiö við sögu í þessum leik hjá Njarövikingum. Hann skoraði síðasta markið og lagði hin tvö upp eins og sagt er á íþróttamáli. Mörkin tvö skoraði Kristinn Guðbjartsson. Með þessum sigri eru FH Njarðvík Víðir Völsungur Skallagrímur Isafjörður Vestmannaeyjar Siglufjörður i Tindastóll Einherji 12 8 3 1 25-10 27 13 6 3 4 16-12 21 12 6 3 3 22-17 21 12 6 2 4 18-17 20 12 5 2 5 19-16 17 12 4 5 3 19-17 17 11 4 4 3 15-16 16 11 4 4 4 14-13 16 12 2 2 8 13-26 8 13 0 2 11 8—25 2 -SK. mínútum síðar. Kristján Kristjánsson fékk þá góða sendingu við vítateigs- línu, tók knöttinn niður og þrumuskot hans réði Guðmundur Baldursson ekki við. Staöan var 2—0 í leikhléi. Síðari hálfleikur var nánast endur- tekning á hinum fyrri. Framarar áhugalausir með öllu og áhugi á að vinna leikinn ekki fyrir hendi. Þórsar- ar héldu hins vegar áfram að berjast og náðu aö bæta einu marki við í síöari hálfleik. Það var á 40. mínútu. Einar Arason átti þá þrumuskot af 25 metra færi. Guömundur hálfvarði en náði ekki að halda knettinum sem sigldi í netið og stórsigur norðanmanna var í höfn. Þessi sigur var afar dýrmætur fyrir Þórsara sem uppskáru eins og til var sáð. Ef sami baráttuvilji og kraftur verður fyrir hendi hjá liðinu i næstu leikjum munu Þórsarar líklega halda sæti sínu í 1. deild. Þeir léku oft á tíöum vel og Halldór Áskelsson var þeirra besti maður. Vann vel allan leikinn. Allt var steindautt hjá Fram í þessum leik og verður það aö teljast furðulegt að liö sem er að berjast um aö halda sæti sínu í 1. deild skuli ekki sýna lit. Liðin. Baldvin, Sigurbjörn, Jónas, Nói, Oskar, Einar, Kristján, Guðjón, Bjarni, Arni og Halldór. Fram: Guömundur, Þorsteinn V., Trausti, Hafþór (Gísli Hjálmtýsson), Sverrir Kristinn, Omar (Bragi Björnsson), Guðmundur St., Guð- mundur T., Jón Sveinsson, örn. Leikinn dæmdi Guðmundur Haraldsson og gerði það vel. Áhorf- endur voru um 400. Nói Björnsson fékk gult spjald. Maður leiksins: Halldór Áskelsson, Þór. -SK. gera grín að Tompson Breski tugþrautarmaðurinn Daily Thompson, sem vann sem kunnugt er gullverðlaunin á ólym- píuleikunum í Los Angeles, hefur vakið mikla athygli að undanförnu vegna ýmissa ummæla sinna og þá ekki hvað minnst í Los Angeles á meðan leikarnir stóðu yfir. Þegar keppnin í kúluvarpinu stóð sem hæst tóku nokkrir áhorfendur sig til og hrópuðu ókvæðisorð að Thomp- son. Snillingurinn lét það ekki á sig fá Ekki „djamm” Liverpool manna — leiðrétting á Liverpool-f rétt A íþróttasíðu blaðsins þann 13. ágúst sl. var birt frétt undlr fyrir- sögninni „Liverpool fékk góða upp- hitun” og er þar greint frá því að leikmenn Liverpool hafi skemmt sér meira en góðu hófi gegnir kvöldið fyrir leikinn gegn KR. Blaðamaður sá sem skrifaði um- rædda frétt taldi sig hafa áreiðan- legar heimildir fyrir henni og birti hanaígóðritrú. Nú hefur komið í ljós að þær heimildir voru að mestu rangar. Liverpool liðið tröllreið ekki skemmtistöðunum Broadway og Hollywood á laugardagskvöldið. Liverpool liðið „djammaði” ekki fram á morgun í partíum á Hótel Esju. Þess er hins vega skylt að geta að þrír leikmanna Liverpool sóttu Hollywood þetta kvöld og tveir þeirra dvöldu til loka dansleiksins og lágu ekki á því að sumir félaga þeirra væru á öðrum veitingahúsum. Þeir buðu í partý að Hótel Esju en ekki varð úr því þar. Kvitt um nætur- líf Liverpoolmanna má því að ein- hverju leyti rekja til þeirra sjálfra. Það breytir hins vegar ekki því að láðumefnd frétt er í öllum aðal- : atriðum tilhæfulaus og eru hlutaðeig- endur beðnir velvirðingar á henni. Ritstj. en sýndi þeim engu að síður óæðri end- ann á sér svona í vanþóknunarskyni. Er ekki að orðlengja það að ekki heyrð- ist orð af neikvæðari tegundinni eftir þessa óvæntu sýningu Daily Thomp- sons. -SK. Það var ekki oft i leiknum í gærkvöldi að 1 gegn „Þetta var frábær sigur. Stigin þrjú sem við fengum eru gifurlega mikilvæg og ég hef trú á að þetta sé allt að smella saman hjá okkur,” sagði Valur Valsson, knattspymumaður i Val, eftir að Valur hafði tekið tslands- meistara Ákraness í kennslustund á Valsvelli i gærkvöldi i leik liðanna i 1. deild. Valsmenn léku oft stórskemmtilega og Skagamenn áttu ekkert svar við beittum leik andstæðinganna. Áðeins fyrstu mínúturaar sem eitthvað sást til Islandsmeistaranna. Ekki þeirra dagur en Valsmenn léku hins vegar á als oddi. Og þegar fyrri hálfleik var lokið höfðu Valsmenn skorað fjögur mörk en Skagamenn ekkert. Skagamenn áttu tvö hættuleg mark- tækifæri í byrjun leiksins og vom óheppnir að skora ekki. Tvisvar kom- ust þeir innfyrir vöm Valsmanna og reyndu í bæði skiptin að vippa knettin- um yfir Stefán Valsmarkvörð. I bæði skiptin hafnaði knötturinn i stönginni. Þeir sem þar voru að verki voru Karl Þórðarson og Arni Sveinsson. Og það var ekki fyrr en eftir þessi tvö færi að Valsmenn byrjuðu aö leika knatt- spymu. Og fyrsta markið kom á 10. mínútu. Gefið var fyrir mark IA og vömin svaf illa á verðinum. Knött- urinn barst til Ingvars Guðmunds- sonar og hann gerði engin mistök, heldur skaut knettinum af öryggi í markið. Annað markið kom stuttu síðar. Og enn var gefið fyrir mark Islandsmeist- aranna. Þar var fyrir Valur Valsson. Hann skaut en Bjarni varði vel. Knötturinn hrökk aftur til Vals og nú náði hann að skora meö góðu skoti úr vítateig. Þriðja markið kom um miöjan hálfleikinn. Ingvar Guðmunds- son gaf vel fyrir markið á Bergþór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.