Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1984, Page 31
DV. MIÐVIKUDAGUR15. ÁGUST1984.
31
Sandkorn Sandkorn Sandkorn
London
Hann var óneitanlega
svolítið hress islendingurinn
sem var á ferð í London í
sumar og rakst þar á verslun
sem heitir einfaldlega
MEGAS. Þessi litla búð er ein
af mörgum „á horninu”. Þar
fæst að sjálfsögöu flest milli
himins og jarðar. Og fyrir þá
sem langar að kikja inn má
upplýsa að hún er i nágrenni
Cumberland gistihússins við
Hyde Park.
Ekki vitum vér hvort búðin
er beinlinis skirð i höfuð
meistara vors, Magnúsar
Þórs, né hvort kaupmaðurinn
flytur vörurnar til viðskipta-
vina sinna á Gamla sorry
Grána. En skemmtileg tilvilj-
un samt...
Færeyskur
húmor
Nágrannar okkar,
Færeyingar, láta greiniiega
sitt ekki eftir liggja ef þeim
dettur í hug að vera ögn
kvfkindlslegir. Eftirfarandi
sýnishorn er úr færeyska
Dagblaðinu:
Hefur þú heyrt um elds-
voðann í bókasafninu í
Klakksvík?
Báðar bækurnar brunnu!
Laufdal opn-
ar bjórkrá
Bjórkrár þær sem settar
hafa verið á laggirnar hér á
landi munu hafa gefið ágæt-
Iega af sér. Eru margir
ótrúlega þaulsætnir yfir bjór-
krúsinni þótt hún hafi ekkert
annað að geyma en bjórliki.
En það er önnur saga.
Nú hefur heyrst að til
standl að opna enn eina bjór-
krána í Reykjavik. Verði hún
sýnu stærst og íburðarmest
þeirra allra. Sá sem opnar að
þessu sinni er enginn annar
en Ólafur Laufdai skemmti-
staðakóngur. Hann hefur, á-
samt fleirum, fest kaup á
stóru húsnæði að Höfðatúni 2.
Öiafur Laufdai ætlar aft opna bjór-
krá.
Þar mun hann ætla að
innrétta krána sem mun eiga
að slá öllum hinum við í citt
skipti fyrir öli.
Mannvonska
Lítil takmörk virðast vera'
fyrir því hversu lágt mann-
skepnan getur iagst til að
þjóna lund sinni. Það sýna at-
vik sem nýlega áttu sér stað á
ónefndum bæá Kjalarnesi.
Heimilisfólkið þar hefur
haft hesta sína í traustri vir-
netsgirðingu til að varna því
að þeir færu út á veginn þar
sem mikii umferð er. Svo
fyrir skömmu tóku menn eftir
að allir sex strengir girðing-
arinnar höfðu verið klipptir
snyrtilega í sundur og þeir
dregnir til hiiðar. Hestunum
hafði verið stuggað út á þjóð-
veginn. Ekki hlaust slys af tll-
tæki þessu.
Nokkrum dögum síðar
dróst svo hundurinn á sama
bæ haltrandi og alblóðugur
heim. Var hann tæpast með
lifsmarki vegna blóðmissis.
Við athugun kom í ljós að
skotið hafði verið í annað læri
hans með öflugri byssu svo að
lærið var eitt flakandi sár og
lærbeiniö mölbrotið. Var ekki
um annað að ræða en að aflífa
skepnuna strax. Ekki er vitað
enn hver eða hverjir þarna
voru að verki.
Alveg
augljóst
Það hefur rignt heil
reiðinnar hýsu austur í
sveitum í sumar. Það vita
allir.
Á dögunum kom bóndi
þaðan til Reykjavíkur. Þar
rakst hann á kunningja sinn.
„Sko, þú bara í bænum,”
sagði kunninginn. „Og hvað
ertu nú að gera hér?”
„Eg,” svaraði bóndinn
hressilega, „ég er auðvitað
að selja súrhey.”
Umsjón:
Jóhanna S. Sigþórsdóttir.
Orgel tíl sölu
Til sölu er orgel úr Hríseyjarkirkju, framleiðandi er Joh. T.
Andersen & Co, Ringköbing, og er þaö 6 og 1/2 rödd, mjög vel
útlítandi. Upplýsingar í síma 96-61702 fram til kl. 17 og á
kvöldin í 96-61717 fram á fimmtudag 16. ágúst, eftir það í sím-
um 96-61731 og 96-61740.
Vmnmgar í happdrætti
Bindmdismótsins Galtalæk
1. vinningur: Ferðatækinr. 2420.
2. -4. vinningur: Vasadiskó nr. 2484,2959 og 2961.
Upplýsingar í Templarahöllinni á mánudögum og
fimmtudögum milli kl. 19 og 22, sími 20010.
Upplýsingar um óskilamuni á sama stað í sama
síma á sama tíma.
VIÐSKIPT AFRÆÐIN GUR
— LÖGFRÆÐINGUR
Viðskipta- eða lögfræðingur óskast í hlutastarf. Góðir tekju-
möguleikar.
Upplýsingar í síma 687966 milli kl. 18 og 21.
• ; 1 1x2-1 1x2-1 I x 2
Laugardaginn 25. ágúst hefst leikur Arsenal — Chelsea kl.
10.30 að íslenskum tíma. Seðlar úr 1. leikviku verða að hafa
borist Getraunum fyrir þann tíma ella gilda þeir í 2. leikviku.
GETRAUNIR.