Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1984, Side 37
DV. MIÐVIKUDAGUR15. AGUST1984.
37
Sviðsljósið
Sviðsljósið
ALDREI
ER FRIÐUR
Tært og hressandi
KOMA TIL GREINA
Þetta eru Gabor dömumar sem til
samans hafa átt tuttugu og tvo eigin-
menn. Mamman Jolie var aöeins gift
þrisvar sinnum og ól dætur sínar upp í
aö gifta sig aöeins ríkum mönnum. Og
víst hafa þær farið að ráðum móður
sinnar. Sú frægasta Zsa Zsa hefur átt
níu eiginmenn, Eva hefur sex sinnum
sagt já við altarið og Magda hefur
gift sig aðeins f jórum sinnum. Þær eru
nú allar á lausu, glimrandi fallegar og
ríkar.
BARA RÍKIR MENN
Sjálfsagt hefur hann ekki átt sér
nokkurs ills von... en hvar er friður
fyrir ljósmyndurum ef maður er á
annað borö frægur? Þessi mynd var
nýlega tekin á póló-leik og það er eng-
inn annar en ríkiserfinginn Karl sem
þama situr með sinn konunglega
skaila. Við hlið hans situr lífvörður
hans — ekki með ósvipaðan hárvöxt.
ölko/duvatn er m/ög hressandi, að því er sagt er, og er mikið gert tH að nœla sér i slíkt. Á dögunum var
Einar Ólason Ijósmyndari DV á ferð um Snæfellsnes og myndaðiþá þennan unga mann sem var að fá sór
dýrmætan dropa á flösku. Væntanlega hress og káturþessa dagana.
Þau hitt-
ust nú
í sumar
Sennilega er þetta síðasta myndin sem til er af þeim Richard Burton og
Elisabetu Taylor saman. Þau hittust á veitingahúsl í London, Elisabet með
sínum Victor Luna og Richard með sinni Sally. Er þau sátu við sama borð yfir
hádeglsverði virtist vel fara á með þeim, enda Elísabet og Richard miklir
vinir, þrátt fyrir allt. Sagt er að þau hafi margsinnis skálað hvort fyrir öðru og
svo vel fór á með þessum kvartett að þau fóru á pub eftir matinn. Þess var
sérlega getið að fyrrverandi hjónakomin hafi skálað í vatni, enda bæði hætt að
drekka. Elísabet lítur mjög vel út eftir að hafa verið á heilsuhæli í Kalifomíu
þar sem hún fór i afvötnun og mjög stranga megrun.