Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Side 2
2 DV. MANUDAGUR 27. AGUST 1984. Atvinnuleysið á Seyðisfirði: Hefur áhrif hjá um 40% bæjarbúa „TEUUM UPPSAGN- IRNAR ÓLÖGLEGAR” — segir Hallsteinn Friðþjófsson, formaður Verkamannafélagsins Fram „Viö teljum þessar uppsagnir Fiskvinnslunnar ólöglegar. Viö stefndum fyrirtækinu fyrir hiö sama áriö 1980 og unnum þaö mál í undir- rétti. Því var síöan áfrýjað til Hæsta- réttar þar sem þaö er enn. Núna eru nákvæmlega sömu hlutir að gerast og þá,” sagði HaUsteinn Friöþjófs- son, formaöur Verkamannafélagsins Fram á Seyðisfiröi, í samtali viö DV en uppsagnir Fiskvinnslunnar hafa eingöngu bitnað á félagsmönnum Fram, tæplega 100 þeirra eru at- vinnulausir nú og af þeim hafa tæp- lega 70 látiö skrá sig sem slíka. Mál þaö sem Hallsteinn á viö og gerðist 1980 var aö skip Fiskvinnsl- unnar voru látin sigla meö afla á er- lenda markaöi á sama tíma og starfsfólkinu var sagt upp störfum vegna verkefnaskorts. Nú hafa skip- in einnig verið látin sigla meö afla á sama tíma og starfsfólkinu var sagt upp. Aö sögn Hallsteins hefur atvinnu- leysið á Seyöisfiröi nú staöið í rúmar þrjár vikur og er fók ekki bjartsýnt á aö ástandið batni í bráö. ,,Menn eru enn ekki farnir aö tala um aö flytja en þaö gerist ef ástandið batnar ekki,” sagöi hann. „Það hefur veriö talsvert af aö- komufólki hér sem er á förum vegna atvinnuleysisins enda ljóst að ekki mun rætast úr á næstunni. Viö horf- um fyrst og fremst til síldarinnar og loðnunnar til aö örva atvinnulifið á ný en þær veiðar fara ekki í gang fy rr en seint í haust Aðspuröur hvort Verkamanna- félagið myndi stefna eigendum Fisk- vinnslunnar aftur vegna uppsagn- anna sagðist Hallsteinn gera ráö fyrir því aö slíkt yrði undirbúiö. „Þeir búa til þennan vanda sjálfir meö því aö segja upp fólki vegna hrá- efnisskorts á sama tíma og þeir sigla meö aflann. Slíkt teljum við ólög- legt,”sagöihann. -FRI Hallsteinn Friðþjófsson formaður Verkamannafélagsins Fram. DV-mynd: FRI „Ástandið aldrei veríð verra" — segir Olga Jónsdóttir „Atvinnuástandiö hefur aldrei hafi verið sagt upp á ólöglegum for- verið verra hér en nú og var þaö þó sendum.” slæmt fyrir almennt séö,” sagði Olga Hjá Olgu kom fram aö heimili Jónsdóttir í samtali viö DV en hún hennar kæmi ekki mjög illa út úr var ein af þeim sem sagt var upp hjá þessu þar sem þaö hefði aðrar tekjur Fiskvinnslunni. til aö hlaupa upp á......en þaö eru ekki allir svo vel settir,” sagöi hún. „Ég veit ekki hve langan tíma „Viö eigum hlut í 9 tonna bát og þetta mun vara. I bréfinu til okkar síðustu tveir túramir á honum hafa var sagt aö ástæöa uppsagnanna verið sæmilegir en báturinn er á væri hráefnisskortur. Þaö er ekki línuveiðum.” rétt. Skipin vom látin sigla með Dóttir Olgu, Ingibjörg Þorsteins- aflann og því teljum viö að okkur dóttir, var einnig ein af þeim sem Mæðgurnar Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Olga Jónsdóttir. DV-mynd FRI. sagt var upp. Hún er í skóla og sagði í samtali viö DV aö hún ætti eftir eina önn í Menntaskólanum á Egils- stöðum. „Eg ætla mér aö klára þaö nám þó ég verði að slá lán til þess. Atvinnuleysisbætumar eru ekki upp á marga fiska,” sagöi hún. Atvinnuleysisbæturnar, sem þær mæögur fá, nema hæst 75% af dag- vinnutekjunum en fram kemur hjá þeim aö ekki hefur verið um mikla yfirvinnu að ræða hjá fyrirtækinu í sumar . . . „hún var aðeins fyrst í vor,”segja þær. Þær hafa ekki oröið neitt varar viö aö fólk ætli aö flytja af staönum strax.......veðrið hefur veriö svo gott en hins vegar vitum við ekki hvenær vinna hefst á ný, þaö ganga svo margar sögur um það, jafnvel aö ekki verði byrjað fyrr en um jólin á ný,”segja þær. Olgu finnst persónulega allt í lagi aö kæra þessar uppsagnir eins og gert var síöast og jafnframt segir hún að . . . „persónulega finnst mér í lagi þótt ríkisstjórnin hlaupi ekki undir bagga meö þessum mönnum, þeir ættu aö geta leyst sín mál sjálfir.” -FRI. Mikiö atvinnuleysi á Seyöisfiröi hefur vakiö umræður að undanförnu en í þessum 1000 manna bæ eru nú tæplega 100 manns atvinnulausir, þar af tæplega 70 á skrá, og aö sögn bæjarstjórans hefur þetta áhrif á um 40% bæjarbúa. Atvinnuleysið er tilkomiö vegna uppsagna hjá stærsta atvinnu- veitanda bæjarins, Fiskvinnslunni, en fyrirtækið sagöi upp starfsfólki vegna hráefnisskorts á sama tíma og þaö lét skip sín sigla meö afla á er- lenda markaöi. Miklir rekstrarerfiðleikar hrjá nú Fiskvinnsluna og hefur viöskipta- banki fyrirtækisins neitaö því um frekari fjármagnsfyrirgreiðslu þó svo aö boðin hafi verið bæjarábyrgð fyrir slíku en forráðamenn vildu lítiö ræða viö DV um þau mál fyrir viku, sögöu þau aöeins vera í athugun. Verkalýðsforustan á staönum telur uppsagnirnar ólöglegar og undirbýr nú aö kæra þær. -FRI .. Við erum ekki að deyja hér,f — segir Þorvaldur Jóhannsson bæjarstjóri „Þaö er ljost að fiskvinnslan og togaraútgeröin hafa verið reknar meö tapi í fleiri ár. Landsbankinn er ekki tilbúinn aö setja f jármagn leng- ur í þennan taprekstur og eigendum- ir hafa ekki bolmagn til þess sjálfir,” sagði Þorvaldur Jóhannsson, bæjar- stjóri á Seyöisfiröi, í samtali viö DV. Hann kvaö þetta síður en svo vera sérseyðfirskt fyrirbæri, þeir hefðu einfaldlega veriö hinir fyrstu sem allt stöðvaöist hjá. „Þaö er ljóst aö ef ekki rætist úr málunum hjá okkur með haustinu má búast viö þvíaðfólkfariaöhugsa til aö fara héöan en ég trúi því ekki aö ráöamenn þjóöarinnar standi aö- geröalausir og láti þetta koöna niður hjá okkur.” Aöspuröur hvort einhver lausn á þessum málum væri í sjónmáli sagöi Þorvaldur aö viöræöur heföu verið á milli eigenda Fiskvinnslunnar og viöskiptabanka þeirra sem bæjar- stjórn heföi fylgst meö. „Þetta geng- ur seint en mjakast þó áfram og fyrir okkur skiptir þaö öllu máli aö þetta atvinnuástand leysist sem fyrst,” segirhann. „Hrikalegt kjaftshögg" „Við erum ekki aö deyja hér en þaö er hrikalegt kjaftshögg fyrir bæjarfélagiö aö vera með tæplega hundraö manns atvinnulausa. Þaö kemur beint og óbeint viö yfir 40% bæjarbúa, til dæmis eru hér nemend- ur sem stunda nám víös vegar um landiö og ljóst að þeirra fjáröflun hefur brugöist að hluta til. F ólkið hér trúir því hinsvegar og treystir aö at- vinnulífinu verði hleypt í gang á ný,” sagöi Þorvaldur. „Annað sem kemur inn í þetta er að tekjur bæjanns riölast skugga- lega við svona ástand. Þaö er ljóst aö eitt bæjarfélag stenst það ekki lengi aö missa af þessum tekjum án þess aö nokkuð komi í staöinn og ef ekki fer aö birta til hjá okkur í byrjun næsta mánaöar þá er virkilega farið aö syrta í álinn hjá okkur.” Fjármagn er til „Þaö er enginn hér sem trúir því aö ekki sé til f jármagn til lausnar á vanda útgerðarinnar, viö höfum bæöi augu og eyru og sjáum til dæm- is uppbygginguna á SV-horninu, hún hlýtur aö kosta peninga. Sjávarút- vegurinn aftur á móti aflar okkur um 75% gjaldeyristekna okkar og ef hann lamast þá stöövast allt,” sagöi Þorvaldur. Hann var ekki hrifinn af umfjöllun fjölmiðla um sjávarútveginn al- mennt... „þar hefur maöur séö talað um aö útvegurinn sé baggi á þjóöfé- laginu. Þaö er slæmt að sjá sÚkt því útvegurinn umfram annaö heldur í okkur lífinu”. Síld og loðna Horfurnar i atvinnumálum á Seyðisfirði eru allt annað en bjartar eins og aö framan greinir. Fisk- vinnslan var það stór aðili í atvinnu- lífinu að önnur fyrirtæki og atvinnu- greinar geta ekki tekiö viö nánuar nærri öllum þeim mannafla sem missti vinnu sína og helst horfa menn á staðnum nú til síldar- og loönuveiöa til aö bjarga einhverju. Þar er staðan þó óljós og ljóst að erf- iðlega mun ganga aö afla sölusamn- inga fyrir síldarafuröir okkar vegna mikils offramboös á henni á erlend- um mörkuðum. .pRj Þorvaldur Jóhannssou bæjarstjóri við fallbyssu þá sem gerð var upp í vetur og skotiö var af 17. júní en hún prýðir nú anddyri bæjarskrifstofunnar. DV-mynd: FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.