Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Qupperneq 9
DV. MANUDAGUR 27. AGUST1984.
9
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Sovéskir flóttamenn
reknir til baka
Amnesty Intemational hefur ásakaö
Finnland um að reka flóttamenn frá
Sovétríkjunum til baka. Aö sögn Bjom
Sundell, starfsmanns mannréttinda-
samtakanna í Finnlandi, gera Finnar
flóttamönnum ekki kleift aö sækja um
hæli sem pólitískir flóttamenn heldur
réka þá beint til baka.
Sundell segir Amnesty hafa til með-
feröar mál allt aö 10 manna sem eru í
sovéskum fangelsum eftir að hafa ver-
ið sendir til baka frá Finnlandi.
„Svo viröist vera, í reynd, aö þessu
fólki sé ekki gefinn sá möguleiki aö
sækja um hæli,” sagði Sundell.
segir Amnesty International
Hann sagöi einn hinna sovésku
flóttamanna vera Vyacheslav Chere-
panov. Finnskir landamæraveröir
heföu haldiö honum í þrjá daga, í júlí-
mánuöi 1980, og síðan sent hann til
baka.
Aö sögn finnska dagblaðsins
Hufvudsstadbladet var Cherepanov
dæmdur til 12 ára þrælkunarvinnu og
þriggja ára útlegðar.
„Mér finnst þaö furðulegt aö fólk
skuli flýja til þessa lands frá ýmsum
stöðum í heiminum en sækja svo sjald-
an um hæli,” sagöi Sundell. „Þess
vegna datt okkur helst í hug að það
væri gert svo erfitt aö útlendingar
gætu hreinlega ekki gert þaö.”
Eistlenski flóttamaðurinn Valdo
Randpere sagöi blaöamönnum aö hann
heföi flúið til Svíþjóöar en ekki Finn-
lands vegna þess aö hann hefði vitaö aö
Finnar sendu flóttamenn til baka til
síns heima.
Fulltrúi í utanríkisráðuneytinu
finnska, Eero Kekomaki, neitaöi þess-
um ásökunum. Hann sagöi aö sam-
kvæmt landamærasamningi frá 1960
væru Sovétríkin og Finnland einungis
skuldbundin til aö skila fólki sem færi
óvart inn á svæði hins.
Truman Capote í himneskum
félagsskap.
Truman
Capote
látinn
Truman Capote, 59 ára gamall
bandarískur metsölurithöfundur,
lést á laugardag. Að sögn lögreglu
er ekkert sem bendir til að hann
hafi dáiö af óeðlilegum orsökum.
Hann dó í höll vina sinna í Los
Angeles.
Capote var þekktastur fyrir
bækur sínar Breakfast at Tiffany’s
og In Cold Blood. Sú síðari var sönn
saga fjolskyldumorðingja.
Hann var einn launahæsti rit-
höfundurinn í Bandaríkjunum.
Einu sinni þegar hann var spurður
hvort hann væri hamingjusamur,
svaraði hann: Eg get bara sagt aö
ég er ekki óhamingjusamur.
Einungis vitleysingar og saklausir
bjánar eru hamingjusamir. ”
Wallace styð-
ur Ferraro
$$ a n nprb aú erö lun tn
Snorrabraut 44.
Sími14290
VÆRÐARVOÐIR
George Wallace lýsti yfir stuön-
ingi sínum viö Geraldine Ferraro,
varaforsetaefni Demókrataflokks-
ins í Bandaríkjunum, á laugardag.
Wallace er nú fylkisstjóri
Alabama. Hann breytti skoöunum
sínum á kynþáttamálum fyrir
nokkrum árum og þaö voru svert-
ingjar fylkisins sem komu honum í
fylkisstjórastólinn. Hann og
Ferraro hittust á laugardag og
skiptust á a .nælisheillaóskum.
Wallace varð 65 ára þann dag og
Ferraro varö 49 ára á sunnudag.
Nr. 1.
150x200 cm,
kr. 1.012,-
Nr. 2.
150x200 cm,
kr. 1.012,-
Nr. 3.
220 x 240 cm,
kr. 1.790,-
Nr. 4.
180x220 cm,
kr. 1.340,-
i EINSTAKUR VIÐBURÐUR - FRIEDMAN /TlÍsLANDÍf
I Hinn heimskunni hagfræðingur og nóbelsverðiaunahafi Milton
I Friedman heldur fyrirlestur í Súlnasal HÚTEL SÖGU
! LAUGARDAGINN 1. SEPTEMBER KL. 12.
I Heiíi fyrirlestursins er: „Eru aukin ríkisumsvif óhjákvæmiieg?"
Aðgöngumiðar fást í bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18.
| Miðaverð kr. 1.200,- (hádegisverður innifalinn).
Viðskiptadeild Háskóla Islands, Stofnun Jóns Þorlákssonar.
L. ........... ....