Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Síða 11
DV. MANUDAGUR 27. ÁGUST1984. 11 Verði norðurljós á Mánárbakka... ísland tíkt fjallahéruö- unum í Japan — segja japönsku vísindamennirnir sem fá nýbakaðar vöfflur með rjóma í kaffitímum Japönsku vísindamennirnir og Garðar Mýrdal eðlisfræðingur í kaffi hjá Elísabetu, húsfreyju á Mánárbakka. DV-mynd: Ingibjörg Magnúsdóttir, Húsavík. Frá Ingibjörgu Magnúsdóttur, frétta- ritara DV á Húsavík: Þessa dagana vinna fimm vísindamenn, fjórir Japanir og einn Is- lendingur, viö að setja upp rannsókna- stöð við Mánárbakka á Tjörnesi. Stöðin verður ein af sex sam- verkandi sem notaðar eru til að rann- saka hvað gerist samtímis á mót- lægum stöðum á jarðsegulsviði. Þr jár af stöðvunum verða á Islandi. Aðalstööin á Islandi sem var reist við Húsafell í fyrra, stöðin sem verið er aö reisa viö Mánárbakka, og stöð sem reist verður síðar í sumar á Isafirði. Mótlægu stöðvamar eru á suður- skautinu. Tvær japanskar stöðvar, Syova og Mighuho, og ein rússnesk, Molodeghnaya, búin japönskum rann- sóknatækjum. Rannsóknir sem þessar fara nú mjög vaxandi hjá mörgum þjóðum sem reisa stöðvar á jörðu niðri og einn- ig fara fram rannsóknir með gervi- tunglum. Fjórir japanskir vísindamenn frá National Institute of Polar Research vinna við uppsetningu stöðvarinnar á Mánárbakka ásamt Garðari Mýrdal eðlisfræðingi. Japönsk stjórnvöld greiða kostnað af þessum rannsóknum. Stööin mun starfa næsta ár og lengur ef frekari fjárveiting fæst. Ástæðan til aö Island varð fyrir valinu við uppsetningu stöðvanna er að þaö liggur mjög vel viö norðurljósa- beltinu þar sem segullínur þéttast inn aö segulpóli. Þess má geta að á Mánárbakka eru danskar og norskar athugunarstöðvar á sama sviði er hafa verið starfræktar síðan 1977. Garðar vann einnig við uppsetningu þeirrar norsku. Er ég kom við á Mánárbakka á þriðjudag fannst mér við hæfi að forvitnast um hvemig svo langt að komnum mönnum sem Japönum litist á ísland og Islendinga. Sýndist mér þeir hafa allt gott aö segja um land og lýö og ekki kvörtuðu þeir yfir veður- farinu hér á landi. Þeir sögðu að í raun væri Island ekki svo ólíkt fjallahéruð- um Japans. Ég var svo heppin að vera á ferðinni á kaffitíma og þáði nýbakaðar vöfflur með rjóma hjá Elísabetu húsfreyju. Ekki virtist undarlegt þótt kostgangar- ar hennar væru ánægðir með lífið og tilveruna. Eg gæti vel hugsað mér að skreppa í kaffi á Mánárbakka aftur fljótlega. -JGH Eimskip leigir nýtt gámaskip Eimskip hefur tekið á eins árs þurrleigu gámaskip frá breska fyrirtækinu Ellerman City og hefur Eimskip kauprétt á skipinu. Skipið, sem gefið veröur nafnið Laxfoss, er systurskip Bakkafoss og City of Perth sem Eimskip hefur einnig á leigu frá sama fyrirtæki. A Laxfossi verður íslensk áhöfn, eins og á Bakkafossi, og verður skipið afhent Eimskip í byrjun september. Skipstjóri á Laxfossi verður Amgrímur Guðjónsson og yfirvélstjóri Halldór E. Ágústsson. ÍTAT JA-SVTSS SjÖ QTæntir ankada í sól og alvöru sumri 9.-15. sept Við fljúgum beint til Rimini þar sem gist verður á glæsilegu fyrsta flokks hóteli. Eftir að hafa sleikt sólina þar í 5 daga, kannað víðfræga veitingastaðina og kíkt í verslanir ökum við stórkostlega fjallaleið til Sviss og Yfir Alpafjöllin til Zurich - með viðkomu á nokkrum fallegustu stöðunum. I Zurich erdvalist í viðburðaríkan sólarhring, fullum af heimsóknum á allt það skemmti - legasta sem þessi fallega borg hefur upp á að bjóða. Nú skín sólin glatt á (talíu og allar verslanirorðnarfullar af glæsilegum vetrarfatnaði. Við efnum til óvæntrar aukaferðar í sól og alvörusumar dagana 9.-15. september og nú er um að gera að taka snarlega ákvörðun og skella sér með í hressilega ferð sem sameinar Ijúfa lífið á sólarströndum og eldfjörugt stórborgarlífið. Verð aðeins Er.12.700 Innlfalið Flug til Rimini, gisting á fyrsta flokks hóteli m/morgunverði, íslensk fararstjórn, akstur til Zurich, gisting þar á glæsilegu hóteli m/morgunverði, akstur til og frá flugvöllum erlendis og flug frá Zurich og heim. Með þessari ferð kveðjum við sólarferðir sumarsins með þakklæti fyrir frábæra þátttöku og setjum punktinn yfir i-ið með ferð og verðlagningu sem á sér fáar hliðstæður! Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.