Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Side 12
12
DV. MÁNUDAGUR 27. AGUST1984.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aóstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI
'27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19.
Áskriftarverðá mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helgarblað 28,kr. •
Staöa Þorsteins
Miklar umræöur viröast vera í gangi innan stjórnar-
flokkanna um nýjan stjórnarsáttmála sem framsóknar-
menn kalla reyndar verkefnalista. Sá orðaleikur skiptir
ekki máli heldur innihald og stefna sem fram kann að
koma í nýjum stjórnarsamningi. Annars er það óneitan-
lega seint í rassinn gripið að þrefa um það nú á haustdög-
um hvernig ríkisstjórn landsins eigi að halda á málum í
vetur og út kjörtímabilið. Strax í vor var formaður Sjálf-
stæöisflokksins og sjálfsagt fleiri innanbúðarmenn þar
þeirrar skoðunar að semja þyrfti nýjan stjórnarsáttmála.
Strax þá, fyrir nær hálfu ári, töldu þessir aöilar aö upp-
haflegur stjórnarsáttmáli þyrfti endurskoðunar við.
Hvers vegna í ósköpunum var þá ekki strax hafist
handa um bættan og breyttan stjórnarsamning? Eftir
hverju var að bíða? I staðinn er þjóðinni boðiö upp á þá
óvissu hvort þeir flokkar, sem komu sér saman um í júní
á síðasta ári aö stjórna landinu í fjögur ár, hefðu úthald
og vilja til að endast út annað áriö. Það er bæði nýtt og áö-
ur óþekkt að ríkisstjórnarflokkar þurfi aö setjast niður
ári eftir stjórnarmyndun og semja upp á nýtt stefnuna í
landsmálum. Ekki er það traustvekjandi og beinlínis
háskalegt ef viðræðurnar dragast á langinn.
Fjöll hafa áður tekið jóðsótt. Vonandi fæðist ekki lítil
mús í þetta skipti.
Staða formanns Sjálfstæðisflokksins, Þorsteins Páls-
sonar, hefur mjög veriö í sviðsljósinu í tengslum við við-
ræður stjórnarflokkanna. Aftur og aftur er spurt hvort
Þorsteinn taki sæti í ríkisstjórninni. Rétt eins og það ráði
öllum úrslitum.
Vitaskuld er það sérkennileg staöa að formaður annars
stjórnarflokksins og þess sem stærri er skuli ekki sitja í
ríkisstjórninni.
Það hlýtur að vera óþægilegt, bæði fyrir hann, flokk
hans og stjórnina sem slíka.
Ur því sem komið er hlýtur það hins vegar að vera mik-
ið matsatriði fyrir Þorstein sjálfan hvort hann tekur sæti í
ríkisstjórninni. Það á hvorki að vera frágangssök af hans
hálfu né heldur hégómamál hvort hann fær ráðherratitil.
Formennska í Sjálfstæðisflokknum er nægjanleg völd og
ígildi ráðherradóms ef hann svo kýs. Staða hans og seta í
ríkisstjórn breytir heldur engu hvort stjórnin stendur sig
vel eða illa því áhrif getur hann haft, þau sem skipta
máli, hvort heldur hann er utan eða innan dyra í stjórnar-
ráöinu.
Það sem skiptir máli fyrir Þorstein Pálsson, sem nýjan
formann í Sjálfstæðisflokknum, er hvort sú ríkisstjórn,
sem flokkur hans á aðild að, og þá um leið flokkarnir, sem
aö henni standa, geti mannaö sig upp í samkomulag og
samstarf sem skilar árangri. Það yrði heimskuleg tiltekt
að setjast í ríkisstjórnina meðan ekki er vitað hvort hún
lafir deginum lengur eða hvort er vitað að hún geti komið
sér saman um þær kerfisbreytingar og endurreisn sem
þjóðin þarf á að halda.
Ef nýr stjórnarsáttmáli verður útvötnuð málamiðlun,
ef stjórnarflokkarnir eru að treina líftóruna í stjórninni
fyrir siðasakir, þá á Þorsteinn Pálsson að láta það vera
að sækjast eftir ráðherrastól.
Viðræðurnar, sem nú eru í gangi, ráða úrslitum. Ef
stjórnarflokkarnir vilja bretta upp ermarnar og ráðast til
atlögu gegn stóru vandamálunum þá á Þorsteinn að vera
með. Ef ekki þá á hann að undirbúa jarðarför þessarar
ríkisstjórnar. Þá þarf að stokka upp spilin í nýjum kosn-
ingum. ebs
Hagfræðileg lit-
blindaeða
ómerkilegheit?
— nokkrar línur til hagfræðings hinna opinberu
Yfirleitt stend ég ekki í því aö
svara þeim er telja sig þurfa aö gera
athugasemdir viö vikulegar greinar
mínar hér í DV, enda nenni ég illa aö
standa í karpi viö menn. Eg hefi
mínar skoðanir og þeir sínar og þar
sem viö lifum í lýðræðisþjóöfélagi
eru þar báöir jafnréttháir.
Hins vegar er mér meinilla viö
þaö þegar menn gera mér upp
skoöanir og rífast síöan við mig fyrir
eitthvaö allt annaö en ég hefi haldiö
fram.
Björn Arnórsson, hagfræðingur
hjá BSRB, sendi mér grein í DV
þriöjudaginn 7. ágúst. Fyrstu viö-
brögö mín eftir lestur þeirrar
greinar var aö þakka mínum sæla
fyrir þaö aö maðurinn skuli þó vera
hagfræðingur en ekki sagnfræö-
ingur. Þeir sem lesiö hafa grein hans
en ekki þá grein mina sem hann
þykist vera aö svara hljóta aö hafa
fengiö skrýtnar hugmyndir um hana.
Grein hagfræöings þessa fjallar
nefnilega öll um einhverjar árásir á
BSRB í minni grein.
Nú er þaö svo aö í henni var BSRB
ekki einu sinni nefnt á nafn. Einu
sinni er minnst á opinbera starfs-
menn og þá að ég held þeim ekki til
miska. Kannski hefur myndbirting
DV meö greininni eitthvaö fariö fyrir
brjóstiö á hagfræöingnum þar sem
mér skilst á hans grein að hún hafi
veriö frá einhverri ráöstefnu BSRB.
En mér er grein hagfræöingsins
óskiljanleg. Verður hann því aö
fyrirgefa þótt ég noti enn spurnar-
formiö. Fékk einhver smákast yfir
því aö ég deildi á fámennisstjórn
verkalýöshreyfingarinnar? Baö
Flokkurinn meö stórum staf skó-
svein sinn að rífast svolítiö svo aö
jarlarnir þyrftu ekki aö gera það?
Ottast ákveönir menn aö þaö kunni
aö vera upphafið aö endalokum
valda þeirra og misbeitingu vald-
anna ef lýöræðisleg afgreiðsla mála
yröi fyrirskipuö með lögum?
Eöa er skýringarinnar aö leita í
næsta umhverfi Björns? Getur veriö
aö önnur grein mín skömmu áöur
hafi farið fyrir brjóstiö á honum eöa
yfirboöurum hans þar sem ég minnti
á hve hrikalega opinberir starfs-
menn hafa dregist aftur úr í launum?
Þarf aö draga athyglina frá því?
Hefur hagfræöiráðgjafar hans notiö
lengi viö í mótun kjarastefnu BSRB?
Spyr sá sem ekki veit.
Nokkur atriði sem ekki þarf aö
spyrja um. Fimbulfamb Björns um
allsherjaratkvæðagreiðslur um
sáttatillögur og heildarsamninga
innan BSRB svarar engu um
fámennisákvarðanir í verkalýös-
hreyfingunni. Abendingar mínar um
þær standa óhaggaöar eftir.
Verst þykir mér þó þegar Björn
fer að gera mér upp skoöanir á
almennu launafólki sem hann segir
aö ég gefi mér aö sé „samansafn geö-
lítilla, getulausra einstaklinga sem
skilji ekki þá einföldustu allra reglna
aö meirihluti ræöur á f undum. ’ ’
Nú skilst mér að Björn þessi fylgi
aö málum stjórnmálastefnu sem
hvergi hefur áunnið sér hylli meiri-
hluta þjóða en drottnar þó í stórum
hluta heims. Þar komast einstakl-
ingar ekki upp meö neitt múöur.
Ekki dettur mér í hug aö álíta íbúa
MAGNÚS
BJARNFREÐSSON
þessara landa „geölitla og getulausa
einstaklinga” enda þótt þeir fái litlu
ráöiö. Ofbeldið og einræöiö er samt
viö sig hvar sem þaö nær aö skjóta
rótum.
Þaö er á sama hátt fáránlegt aö
snúa orðum mínum um áhugaleysi
hins almenna félagsmanns verka-
lýðshreyfingarinnar á aö mæta á
fundum, þar sem afgreiösla mála er
fyrirfram ákveöin, upp í árásir á
hann. Sökin er ekki hans, sökin er
forystunnar og ekkert skítkast getur
þvegiðhana burtu.
Hagfræöingurinn kvartar yfir því
að ég fái skoðanir almennings á ein-
hvern yfirskilvitlegan máta beint í
æö um leiö og þær mótast. Ekki er nú
svo vel aö ég sé haldinn neinum yfir-
náttúrulegum hæfileikum á þessu
sviöi enda þarf þeirra ekki meö. Eg
tala hins vegar viö mjög margt fólk
úr öllum stéttum þjóðfélagsins, ekki
síst úr rööum hinna almennu laun-
þega. Það skal hagfræðingnum og
fleiri forystumönnum á sviði verka-
lýðsreksturs sagt aö lokum aö þaö er
ótrúlegt hve auövelt er að gera sér
grein fyrir skoöunum almennings ef
maöur gefur sér tíma til þess aö
hlusta á þær í staö þess aö segja
honum hvaö hann á aö hugsa.
Magnús Bjarnfreösson.
Allt eru þetta
heiðvirðir menn
Fyrsta grein laga um heilbrigöis-
þjónustu nr. 59 frá 1983 hljóðar svo:
„Allir landsmenn skulu eiga kost á
fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem
á hverjum tíma eru tök á aö veita til
vemdar andlegri, líkamlegri og félags-
legri heilbrigöi.”
Andi laganna lítilsvirtur
Þetta er metnaðarfull lagagrein og
andi hennar lýsir réttlæti og um-
hyggjusemi. En nýlegar sparnaöaraö-
geröir ríkisstjórnarinnar hafa skapaö
mörgum þær aöstæður aö þessi laga-
grein veröur fjarstæðukennd og þaö
sem verra er, afleiðingar þessara
aðgeröa stríöa gegn anda laganna. Sá
hækkandi kostnaöur, sem ríkisstjómin
fyrirskipaöi aö lagður skyldi á læknis-
hjálp, lyf og rannsóknir, dregur fólk í
dilka, hvaö varöar getu til aö greiða
fyrir slíka þjónustu og þar með aö
njóta hennar. Þaö fer nefnilega ekki
alltaf saman þörfin fyrir slíka
þjónustu og getan til aö greiða fyrir
hana á þessum dögum kjaraskerðinga
og lágra launa. Meöal þeirra hækkana,
sem um er aö ræða, má einkum nefna
gjald fyrir komu til sérfræöings sem
hækkar úr 100 kr. í 270 kr„ rannsókn á
rannsóknastofu sem hækkar úr 100 kr.
í 270 kr., innlend sérlyf sem hækka úr
50 kr. í 120 kr. og erlend sérlyf sem
hækka úr 100 kr. í 240 kr. Þá hækkar
einnig hlutur sjúklings í ferðakostnaöi
umhelming.
Fyrir þann sem aöeins stöku sinn-
um þarf á slíkri þjónustu aö halda eru
þetta upphæöir sem litlu skipta. Öðru
máli gegnir um þá sem haldnir eru
langvinnum sjúkdómum sem krefjast
GUÐRÚN AGNARS-
DÓTTiR,
ÞINGMAÐUR KVENNALISTA
börn sem fá þrálátar eyrnabólgur
fyrstu árin og eiga e.t.v. einstæöa
móöur aö einasta bakhjarli.
Ötal dæmi mætti nefna um ein-
staklinga og hópa sem hafa brýna þörf
fyrir þá „fullkomnustu heilbrigðis-
þjónustu sem á hverjum tíma er tök á
að veita” en hafa enga möguleika
vegna lágra launa að standa undir
þeim kostnaöi sem krafist er.
Sá andi sem kemur fram í þeirri
lagagrein sem áöur var vitnað til lýsir
einmitt skilningi á því hve aðstæöur og
neyö manna í veikindum eru misjafnar
en þörf allra jafnbrýn fyrir úrlausn.
Ymsar rannsóknir og lækninga-
aögeröir eru þess eðlis aö þær krefjast
ekki sjúkrahúslegu meðan á þeim
stendur. Margir s júklingar, sem þarfn-
ast þeirra, hafa ekki fjárhagslegt bol-
magn til aö greiöa þann kostnað sem af
þeim hlýst. Þetta ástand mun óhjá-
kvæmilega hvetja til þess að fleiri
sjúklingar veröa lagðir inn á sjúkra-
• „Erum við á leið út úr tímabundnu vel-
ferðarþjóðfélagi inn í frumskóginn þar
sem lögmál hinna sterku, kappsömu og efnuðu
er einrátt? Eru það heiðvirðir menn sem velja
slíka leið?”
stööugs eftirlits, lyfjameöferöar eöa
ítrekaöra rannsókna. Eöa þá sem
haldnir eru illkynja sjúkdómum og
þurfa e.t.v. aö reyna mörg mis-
munandi lyf til aö finna þau sem best
henta til að halda í skefjum eöa lækna
sjúkdóminn og eyða verkjum. Eöa lítil
hús af mannúö fremur en nauösyn-
Þannig bakar ríkisstjórnin sér mein
kostnað en ætlaö var meö því aö sýna
ófyrirleitni.
Sú breyting sem nú hefur verið gerð
á kostnaöarhlutdeild sjúklinga við
læknisþjónustu er tilraun til sparnaöar