Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Side 20
20 DV. MANUDAGUR 27. AGUST1984. Skrifstofustjóri Staða skrifstofustjóra hjá Vatnsleysustrandarhreppi er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 1. sept. nk. Sveitarstjórinn í Vatnsleysustrandarhreppi. Laus staða Staða fulltrúa á Skattstofunni í Vestmannaeyjum er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið prófi í lög- fræöi eða viöskiptafræði. Umsækjendur með haldgóða bókhaldsþekkingu koma einnig til greina. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist skattstjóranum í Vestmannaeyjum fyrir 1. október nk. Fjármálaráðuneytið, 24. ágúst 1984. BÍLA-OG VÉLASALAN Áf HÖFÐATÚNI 2 SÍMI 2-48-60 #49 M. BENZ 309 ÁRGERO 1979 6 cyl, ekinn 260 þús. km. 21 sæti, dúkur á gólfi. M. BENZ 309 ÁRGERÐ 1977 4 cyl, ekinn 190 þús. km. (20 þús. km. á vél). M. BKNZ 1113 ÁRGERÐ 1972 - JONC KHEERE HÚS ÁRGERÐ 1978 42 sæti. 352 vcl. Kramdrif gæti fj lgt efumscmst. Skipti mögulcgá M. Benz 309. M. BENZ 309 ÁRGERÐ 1975 4 cyl, ekinn 80 þús. km. á vél. 21 sæti. M. BENZ 309 ÁRGERÐ 1977 4 cyl, ekinn 190 þús. km. 21 sæti. M. BENZ 309 ÁRGERÐ 1978 6 cyl, ekinn 220 þús. km. 21 sæti, leðurlíki. M. BENZ 309 ÁRGERÐ 1979 6 cyl, ekinn 166 þús. km. 25 sæti, teppalagður. Kennarar — Kennarar Kennara vantar að grunnskóla Eyrarsveitar Grundarfirði. í skólanum eru 140 nemendur frá forskóla og upp í níunda bekk. Skólinn er að stórum hluta í nýlegu húsnæði með sérkennslu- stofum og góðu skólasafni. I Grundarfirði búa liðlega 700 manns. Húsnæði er fyrir hendi. Æskilegar kennslugreinar eru: enska, danska, stærðfræði eðlisfræöi, kennsla yngri barna og kennsla í athvarfi. Upplýsingar gefur skólastjóri, Gunnar Kristjánsson, í símum 93-8619 — 93-8685 eða 93-8802. Framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli: Byggingu flugstöðvar verður ekki seinkað — en smíði f jögurra f lugskýla verður f restað „Það verður frestað byggingu f jögurra flugskýla fyrir orrustuþotur varnarliðsins í samræmi við ákvörð- un ríkisstjómarinnar en byggingu flugstöðvarinnar veröur ekki seink- aö,” sagöi Sverrir Haukur Gunn- laugsson, sendifulltrúi í vamarmála- deild utanríkisráðuneytisins, er hann var inntur eftir því hvort þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar um seinkun á framkvæmdum á Kefla- víkurflugvelli yrði framfylgt. Væntanlega verða a.m.k. 500 manns í vinnu hjá aðalverktökum í vetur eins og verið hefur undanfarin ár. 1 viöbót við þennan starfsmanna- f jölda verða um 80 manns í vinnu við byggingu flugstöövarinnar. Þá starfa um 150 manns hjá Keflavíkur- verktökum við viöhald fyrir varnar- liðið. „Þessi frestun á byggingu flug- skýlanna f jögurra er einkum gerð til að draga úr spennu í atvinnulífi á Suöurnesjum. Suöurnesjamenn hafa oft kvartað yfir því að of miklir topp- ar væra í framkvæmdum á Keflavík- urflugvelli sem gerðu Suðurnesja- Útvarpshús, seðlabankahús og Keflavíkurflugvöllur: „Þaðverður hægtáþessum framkvæmdum” — seglr forsætisráðherra „Ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði hægt á þessum fram- kvæmdum,” sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra er hann var inntur eftir því hvort þeirri samþykkt ríkisstjómarinn- ar að hægja sérstaklega á fram- kvæmdum á Keflavíkurflugvelli viö útvarpshúsið og seölabankaný- bygginguna yrði framfylgt. Steingrímur sagði að búið væri aö ákveða „að hægja dálítið á út- varpshúsinu,” en ekki væri búið að ákveða með hinar framkvæmdim- ar. ÞJH mönnum óhægt um vik að fá vinnuafl til framkvæmda utan varnarsvæðis- ins,” sagði Sverrir. „Þærsparnaðar- ástæður, sem tilgreindar hafa verið fyrir seinkun í ríkisframkvæmdum, ná ekki til framkvæmda á Keflavík- urflugvelli. Akvörðunin um frestun á byggingu flugskýlanna er gerö til þess að jafna framboð á vinnu á Suðumesjum.” Sverrir sagði að þaö myndi liggja fyrir í október hvaða verkefni yrðu unnin af aöalverktökum og Keflavík- urverktökum á næsta ári. „Ef at- vinnuleysi er fyrirsjáanlegt þá verður þessi ákvörðun endurskoð- uð,”sagði Sverrir. A Keflavíkurflugvelli eru nú mikl- ar framkvæmdir í gangi; verið er aö ljúka fyrsta áfanga Helguvíkurfram- kvæmdanna og byggingu níu nýrra flugskýla fyrir orrustuþotur, unnið er aö byggingu flugstöðvarinnar og einnig er verið að vinna við ýmsar byggingar fyrir varnarliösmenn, m.a. bókhaldsbyggingu, og svo er verið að byggja kirkju þama á vam- arsvæðinu. ÞJH Bygging seðlabankahúss: „ÞAÐ BREYTIST EKKERT HJÁ OKKUR EINS OG ER” — segir Guðmundur Hjartarson seðlabankastjóri „Það er veriö að athuga stöðu þessa máls um seinkum á bygging- arframkvæmdum. Ég veit ekki hvað samþykkt ríkisstjómarinnar kemur til meö að breyta miklu þegar fram líða stundir, sagði Guðmundur Hjartarson seölabankastjóri í sam- tali við DV er hann var spuröur um hvort ákveöiö hefði verið í samræmi við samþykkt ríkisstjómarinnar að seinka byggingarframkvæmdum við seðlabankahúsiö. „Það getur ekkert breyst hjá okk- ur eins og er,” sagði Guömundur, „öll vinna sem er í gangi núna er samningsbundin og við getum ekki stoppað hana. Þeir samningar sem þegar hafa verið gerðirog ekki er bú- iðaðframkvæma halda áfram.” Guðmundur sagði að nú væri unnn- ið að því að klæða húsiö og glerja það og að þessir verkþættir væru samn- ingsbundnir. „Það er ekki hægt að segja til um það á þessu stigi hvað heildaráætlunin raskast mikið. Þaö verður skoðað vandlega upp úr þessu hvaö hægt er aö ýta þessu á undan sér,” sagði Guðmundur Hjartarson seðlabankastjóri. Seðlabankahúsið:,,Engar breytingar eins og er. ÞJH DV-mynd: K.A. Útvarpshúsið: „FARIÐVERÐUR AÐTILMÆL- UM RÍKISSTJÓRNARINNAR” „Framkvæmdum við útvarpshúsiö verður seinkað og því farið að tilmæl- um ríkisstjórnarinnar í þessu efni,” sagöi Hörður Vilhjálmsson, fjár- málastjóri Ríkisútvarpsins, í sam- tali við DV. „Við vonum að þetta verði þó ekki til þess að seinka heild- arverkinu svo nokkru nemi. ” Höröur sagði aö fimmta áfanga út- varpshússins, sem lj úka átti í mars á næsta ári, lyki ekki fyrr en næsta haust og byggingartími þess áfanga því lengdur úr sjö mánuðum í tólf. „Það ætti að vera auðvelt að vinna það upp sem tapast á þessum áfanga ef getan leyfir. Þegar fimmta áfanga er lokið er húsið tilbúið undir tréverk og því innréttingar einar eftir,” sagði Hörður. „Það ræðst af stöðunni á næsta ári hvort heildarverkinu seinkar en það þarf engan veginn að verða svo þó að þessi áfangi drag-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.