Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Blaðsíða 22
22 DV. MANUDAGUR 27. AQUST1984. (þróttir (þróttir (þróttir (þróttir Lewis fær kr. 3.100 fyrir hvem metra íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir • Eric Black. Aberdeen heldur sínu striki Aberdeen er enn meö fullt hús stiga í Skotlandi. Eric Black skor- aði bæöi mörk félagsins, sem vann Dundee United 2—0 í Dundec. Pat Bonnar, markvöröur Celtic, sýndi snilldarmarkvörslu þegar Celtic og Rangers gerðu jafntefli 0—0. Dumbarton vann Dundee 2—1 og Hearts vann 2—1 í Edinborgar- slagnum gegn Hibs. Morton mátti þola stórtap á heimavelli 0—4 fyrir St. Mirren. -SOS Besti tími Mennea í 200 m hlaupi Pietro Mennea frá ítalíu — gamli hlaupagikkurinn, náði sínum besta tíma í 200 m hlaupi í ár þegar hann varð' sigurvegari á frjálsíþrótta- móti í Riccione á Italíu í gær. Hann hljóp á 20,34 sek. eöa á 0,33 . sek. betri tíma heldur en Bandarikja- maðurinn Dwyane Evans sem Mennea vann sigur á á OL 1976 í Montreal. Alberto Cova hljóp 3000 m hlaup á 7:58,15 mín. og vann sigur á iranum Ray Flynn sem fékk timann 7:58,84 mín. -SOS Heimsmet Coe var nær falltó í Köln — sem hann hleypur á hlaupabrautum víðs vegar um Evrópu — Fékk 620 þús. fyrir að keppa í Köln f gær Brasilíumaðurinn Joaquim Cruz var aðeins 0,4 sek. frá heimsmeti Coeí800m hlaupi Brasilíumaðurinn Joaquim Cruz, sem varð OL-meistari í 800 m hlaupi, var aðeins 0,4 sekúndur frá hcimsmeti Sebastian Coe á miklu frjálsíþrótta- móti í Köln í gær. Cruz hljóp á 1:41,77 mín. en heimsmet Coe er 1:41,73 sek., sett í Osló 1981. Þessi snjalli 21 árs hlaupari var öruggur sigurvegari — kom í mark vel á undan Sammy Koskei frá Kenýa, sem hljóp á 1:42,28 mín. Johnny Gray frá Bandarikjunum var þriðjiá 1:43,28 mín. 58 þús. áhorfendur voru á mótinu í Köln og skemmtu þeir sér konunglega enda flestir af bestu frjálsíþrótta- mönnum heims mættir þar. • Olympíumeistarinn Ed Moses varð öruggur sigui'vegari í 400 m grindahlaupi — hljóp á 47,95 sek. Þetta var hans 107. sigurhlaup í röð. • Roger Kingdom frá Bandaríkjun- um vann 110 m grindahlaupiö á 13,23 sek. og annar var landi hans, Anthony Campbell, á 13,29 sek. • Tékkinn Zdenske Adamec varð sigurvegari í spjótkasti — kastaði88,32 • Joaquim Cruz. Pétur og Arnór til Barcelona Frá Kristjáni Bemburg, frétta- manni DVíBelgíu: — Pétur Pétursson og Amór Guðjohnsen em nú á leið tii Barcelona á Spáni þar sem fé- lög þeirra, Feyenoord og And- erlecht, taka þátt í fjögurra | liða móti. Anderlecht mætir 1. ■ FC Köln og Feyenoord leikur . gegn Barcelona í fyrstu um- | ferðinni. . -KB/-SOS I m — og Kanadamaöurinn Babits kast- aði 86,90 m, Bandaríkjamaðurinn Brian Crouser 84,30 m og Tafelmeier frá V-Þýskalandi 80,34 m. öruggt hjá Lewis Carl Lewis vann öruggan sigur í 200 m hlaupi, hljóp á 20,21 sek., en annar varð Desai Williams frá Kanada á 20,49 og síðan kom James Butler frá Bandaríkjunum á 20,65 sek. • Evelyn Ashford frá Bandaríkjun- um, sem setti heimsmet í 100 m hlaupi í Ziirich á dögunum, var ekki nálægt því að bæta heimsmet Maritu Koch frá A- Þýskalandi í 200 m hlaupi — 21,71 sek. Ashford hljóp á 22,76 sek. • Jarmila Kratochvilova frá Tékkóslóvakíu vann sigur yfir OL- meistaranum Valerie Brisco-Hooks í 400 m hlaupi — hljóp á 49,56 en Brisco- Hooks kom í mark á 49,83 sek. • Annar OL-meistari mátti þola tap. Það var Benita Fitzgerald-Brown frá Bandaríkjunum sem tapaði í 100 m grindahlaupi fyrir pólsku stúlkunni Kalek Lucyna, sem hljóp á 12,64 sek., en Benita á 13,02 sek. • Kirk Baptiste frá Bandaríkjunum varð sigurvegari í 100 m hlaupi á 10,18 sek. Annar varð Kanadamaðurinn Ben Johnson á 10,21 og síöan kom heims- methafinn Calvin Smith á 10,33 sek. • Bandaríkjamaðurinn Steve Scott varð sigurvegari í 1500 m hlaupi á 3:36,01 mín. Omar Khalifa frá Súdan varö annar á 3:36,14 mín. og John Walker frá Nýja-Sjálandi þriöji á 3:36,40min. • V-Þjóðverjinn Dietmar Mögen- burg varð sigurvegari í hástökki karla — stökk2,30m. -SOS Þetta er upphæðin sem þessi snjalli íþróttamaður, sem vann fjögur gull á OL í Los Angeles, tekur fyrir að keppa eina kvöldstund víös vegar um Evrópu. Það er Joe Douglas, fram- kvæmdastjóri Lewis, sem ákveöur hvar hann keppir og fyrir hvað mikið af peningum. Lewis er ekki eini íþróttamaðurinn, sem tekur peninga fyrir að keppa. Það gera einnig Edwin Moses, Mary Decker, Evelyn Ashford, Sebastian Coe og Brasilíumaöurinn Joachim Cruz sem neitaði að taka við einbýlis- húsi að gjöf eftir sigur sinn í 800 m hlaupi í Los Angeles. Þá sagöist hann ætla aö vinna sér sjálfur inn peninga fyrir húsi — og hann er nú að gera það í Evrópu, þar sem hann tekur þátt í hverju stórmótinu á fætur öðru — aö sjálfsögðu peninganna vegna. Það má því segja að OL-gullin hafi nú breyst í dollara. • Carl Lewis — hleypur ekki lengur fyrir sjálfan sig og bandaríska fánann. Hann hleypur fyrir peninga. Frjálsíþróttakappinn Carl Lewis hleypur ekki lengur fyrir ánægjuna og metnaðinn — hann hleypur nú fyrir peningana. Lewis fékk 620.000 ísl. krónur fyrir að hiaupa 200 m hlaup i Köln í gær eða 3.100 fyrir hvern metra sem hann hljóp. Þar fyrir utan fékk hann borgaöar ferðir á keppnisstað og uppihald. \ • Brynjar Harðarson. Brynjar byrjaður með Lugi Frá Gunniaugi A. Jónssyni — frétta- manni DV í Svíþjóð: — Íslendingurinn Brynjar Harðarson, fyrrum hand- knattleiksmaður úr Val, er einn af fjórum nýjum leikmönnum Lugi, sem æfa nú af krafti með félaginu. Lugi mun leika nítján æfingaleiki við erlend félagslið — áður en keppnistimabilið hefst hér í Svíþjóð. Lugi vann fyrsta leik sinn — gegn ungverska 1. deildarliðinu Cohasz Dunaivaros 33—21. Sænsk blöð sögðu að nýliöarnir hefðu ekki fallið vel inn í leik Lugi en ’ekki væri aö marka þaö svona eftir fyrsta leik. Það var sænski landsliösmaöurinn Sten Sjögren sem skoraði flest mörk Lugi, eða 12. Sjö- gren þessi lék með OL-liði Svía og var talað um aö hann heföi verið, framan af, sem farþegi og áhorfandi með sænska liðinu. Hann skoraði síðan sjö mörk gegn Islandi, en Sjögren hefur alltaf skoraö mikið af mörkum gegn Is- lendingum. -GJA/-SOS Barcelona græddi 70 milljónir Frá Kristjáni Bernburg, fréttamanni DVíBelgíu: — Jose Luis Nunes, forseti Barce- lona, tilkynnti í gær að félagiö hefði grætt 70 millj. íslenskra króna á aö selja Diego Maradona til Napolí á Italíu. Barcelona hefur sýnt mikinn hagn- að í ár — en gróði félagsins er 682 millj. peseta. -KB/-SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.