Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Síða 25
, DV. MANUDAGUR 27. AGUST 1984.
25
íþróttir
(þróttir
iþróttir
íþróttir
Tina Pors og Steen Tinning irá Danmörku hampa hér sigurverðlaunum sínum
fyrir fyrsta sætið í einstaklingskeppninni. Tina hafði nokkuð mikla yfirburði í
kvennaflokknum og engin kynsystir hennar náði að ógna sigri hennar veru-
lega. Steen Tinning þurfti aftur á móti að hafa meira fyrir sínum sigri. Svíinn
Joakim Sabel var aldrei langt undan og það var ekki fyrr en á síðustu holun-
um að hann náði að tryggja sér sigur með öruggri og glæsilegri spilamennsku.
Var það álit fróðra manna í Grafarholti að Tinning, sem er sonur dansks at-
vinnugolfkennara, Svend Tinning, hefði verið sá besti á mótinu. DV-mynd: S.
Vallarmet
Norska stúlkan Anna Dönnestad
setti nýtt vailarmet á Grafarholts-
velli í laugardaginn. Hún lék þá
fyrri 18 holurnar á 75 höggum sem
er mjög góður árangur. Dönnestad
hafnaði að lokum í öðru sæti í ein-
staklingskeppni kvenna.
Hylltir
Það var samdóma álit allra
keppenda og annarrra að Norður-
landamótið i golfi hefði tekist með
afbrigðum vel. í stuttum ávörpum
sem forráðamenn landsliðanna
fluttu eftir verðlaunaafhendinguna
á laugardagskvöldið kom fram að
allir voru í hæsta máta ánægðir
með völlinn og alla framkvæmd
mótsins. Þeir Gunnar Torfason
mótsstjóri, Karl Jóhahusson, for-
maður Golfklúbbs Reykjavíkur, og
Konráð Bjarnason, forseti GSÍ,
voru hylltir með lófataki í langan
tima. -SK.
Gleypti flugu
Veðrið í Grafarholti var mjög
gott á meðan Norðurlandamótið fór
þar fram ef undan eru skildir sið-
ustu klukkutimar mótsins.
Hlýju og hægu veðri fylgir oft
mikill fjöldi litilla kvikinda sem
nefnast fiugur. Óskar Sæmunds-
son, einn islensku keppendanna,
varð fyrir barðinu á einni slíkri.
Óskar var að undirbúa sig undir að
slá vandasamt högg síðari daginn
þegar eln flugan gerði sér lítið fyrir
og flaug upp í munn Óskars. Þetta
átti sér stað rétt í þann mund er
Óskar var að slá kúluna og kom sér
því illa. „Þetta var frekar óþægi-
legt. Ég kokgleypti fluguna og var
nokkurn tíma að ná mér eftir
þetta,” sagði Óskar. -SK.
STÓRÚTSALA í SPÖRTU
LAUGAVEGI49
l\00/
■ssæ
HtSÖV.^
vöronv
TRIMMGALLAR
OG FL.
ALLIR
TRIMMGALLAR
Á 590 KR.
ULPUR
SKÍÐAGALLAR
HÚFUR
VISA
EUROCARD
LUFFUR
HANSKAR
EYRNASKJÓL O.FL. O.FL.
Póstsendum.
SPORTVÖRUVERSLUNIN___
é bÚLliVíÍ
Laugavegur 49, simi 23610. Ingólfsstrœti 8, simi 12024
OPIÐ LAUGARDAG IINGÓLFSSTRÆTI.