Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Qupperneq 34
38
DV. MANUDAGUR 27. AGUST1984.
SAMVINNU
TRYGGINGAR
ÁRMÚLA3 SÍMI81411
Einkaritara:
Öskum eftir aö ráða í starf einkaritara, tímabundiö, nú þegar.
Starfið krefst góörar menntunar og enskukunnáttu, ásamt
færni í skrifstofustörfum og hæfni til að vinna sjálfstætt.
Starf í f jármáladeild:
Viljum ráða starfsmann í fjármáladeild til þess að annast
innheimtu á bifreiðaiðgjöldum.
Leitum að starfsmanni með góða grunnmenntun og hæfni í
mannlegum samskiptum.
Umsóknareyðublöð og upplýsingar hjá starfsmannahaldi
Ármúla 3, sími 81411.
Samvinnutryggingar g.t.
Innritun í
starfsnám
Á haustmisseri verða haldin eftirtalin námskeiö fyrir
starfandi fólk í atvinnulífinu og aðra þá sem vilja bæta
þekkingu sína.
Bókfærsla
Ensk verslunarbréf
Rekstrarhagfræði
Stjórnun
Tölvufræði
Tölvuritvinnsla
Vélritun
Innritun er hafin. Ekki komast fleiri að en 25 á hverju nám-
skeiði.
Kennsla hefst mánudaginn 25. september.
Kennslan fer fram á kvöldin nema tölvuritvinnslan sem
verður á mánudags- og fimmtudagsmorgnum frá kl. 8.05—
9.30.
Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans.
Verzlunarskóli íslands,
Grundarstíg 24,k Reykjavík,
simi 13550.
Tílkynníng tíl innflytjenda
Fjármálaráðuneytið hefur með reglum nr. 367/1984 heimilað
að taka megi upp einfaldari tollmeöferö á innfluttum vörum.
Samkv. 2. gr. reglnanna skal innflytjandi sem óskar eftir
einfaldari tollmeðferð uppfylla eftirtalin skilyrði:
a) Innflytjandi stundi atvinnurekstur og hafi til þess tilskilin
leyfi, svo sem verslunarleyfi, sbr. lög nr. 41/1968, eða
iðnaðarleyfi, sbr. lög nr. 42/1978.
b) Innflytjandi hafi tilkynnt Hagstofu íslands um atvinnu-
starfsemi sína enda sé hann ekki sérstaklega undanþeg-
inn söluskattskyldu, sbr. lög nr. 10/1960.
d) Innflytjandi hafi flutt inn vörur á næstliðnu 12 mánaða
tímabili fyrir 16 mkr. að tollverði eða tollafgreiðslur verið
minnst 200 aö tölu á sama tíma. Viðmiðunartölur þessar
skulu lækka um helming frá og með 1. janúar 1985.
e) Innflytjandi hafi að mati tollstjóra sýnt fram á við gerð og
frágang aðflutningsskjala að hann hafi til að bera full-
nægjandi þekkingu á þeim lögum og reglum sem gilda um
tollmeöferð innfluttra vara.
Innflytjandi sem uppfyllir framangreind skilyröi skal sækja
skriflega á þar til gerðu eyðublaði um einfaldari tollmeðferð
til tollstjóra þar sem lögheimili hans er samkvæmt fyrirtækja-
skrá. I umsókn skal tilgreina eftirtalin atriöi:
a) Nafn, aðsetur og starfsnúmer. Starfsnúmer innflytjanda
skal vera nafnnúmer hans eða auðkennisnúmer í fyrir-
tækjaskrá, sbr. b-lið 2. gr.
b) Númer söluskattsskírteinis og vörusviö þess.
c) Innflutningsverðmæti á síðastliönum 12 mánuöum og
fjölda tollafgreiðslna á sama tíma.
d) Hverjir hafi umboð til þess að undirrita aðflutnings-
skýrslur fyrir hönd innflytjanda, riti hann ekki sjálfur
undir þær, svo og rithandarsýnishorn.
e) Aðrar þær upplýsingar sem eyðublaöið gefur tilefni til.
Eyðublaðið ásamt sérprentun af reglunum fæst í fjármála-
ráöuneytinu og hjá embættinu. Um frekari framkvæmd
hinnar einfaldari tollmeöferðar, sem komiö getur til fram-
kvæmda 1. október nk., vísast til reglna nr. 367/1984.
Er innflytjendum bent á að kynna sér reglur þessar og senda
umsóknir til embættisins.
22. ágúst 1984.
Tollstjórinn í Reykjavík.
Fræsari aðalverktaka
á götum borgarinnar
— leigður samkvæmt undanþágu í tvær vikur
Um þessar mundir er veriö aö
vinna með malbikunarfræsara á
götum Reykjavíkurborgar. Fræsari
þessi er í eigu Islenskra aðalverk-
taka en samkvæmt lögum er gert ráð
fyrir því aö vinnutæki þeirra séu ein-
ungis notuö innan Vallar, m.a. vegna
þess aö ekki eru greiddir tollar af
þeim.
„Þaö kemur fyrir í einstaka tilfell-
um aö tæki frá Islenskum aöalverk-
tökum eru lánuð til opinberra aöila.
Utanríkisráðuneytið getur gefiö
heimild fyrir slíku,” sagöi Sverrir
Haukur Gunnlaugsson, deildarstjóri
í utanríkismáladeild. Hann sagöi aö
þetta væri einungis gert í aðkallandi
verkefnum og aöeins í stuttan tíma.
Fjármálaráðuneytiö gaf einnig
heimild fy rir þessari ráöstöf un.
Rögnvaldur Jónsson, yfirverk-
fræöingur hjá Vegageröinni, sagöi að
fræsarinn væri leigöur af Vega-
geröinni í samvinnu viö Reykjavík-
urborg. Þessa vikuna verður hann að
störfum fyrir Reykjavíkurborg og
næstu viku fyrir Vegageröina.
Ráðgert er aö hann veröi einungis í
leiguítværvikur.
Grindvíkingar:
Þurfa að skipta um
ofna vegna tæringar
Malbikunarfræsari í eigu íslenskra aðalverktaka er nú að störfum í Reykjavíkurborg.
DV-mynd S
Ekkert slíkt tæki er í eigu opin- tals að kaupa fræsara en einn slíkur
berra aðila hér. Þaö hefur komið til kostartæparl2milljónir.
- leki í aðalhitaveitulögn til Grindavíkur vegna tæringar utan frá
Dúfnaræktarfélag Islands efndi nýlega til bréfdúfnakeppni fyrir un'gfugla
og var lagt upp frá Borgarnesi. Sigurvegari var þessi spengilegi ungi á
myndinni hér fyrir ofan en eigandi hans er Guðbjartur Daníelsson frá Innri-
Njarðvík.
Nokkuð hefur boriö á því aö undan-
fömu í Grindavik aö skipta'hefur þurft
um ofna á heimahúsum vegna tæring-
ar.
Hafa sumir hallast aö þeirri skýr-
ingu aö of mikið súrefni sé í heita vatn-
inu frá Svartsengi, en súrefni sem
gengur í samband við stál í hitaveitu-
lögnum getur valdiö tæringu. Ingólfur
Aöalsteinsson, framkvæmdastjóri
Hitaveitu Suðumesja, sagöi í samtali
viö DV aö þessar ástæður sem hafa
verið tilfæröar séu ekki komnar frá
Hitaveitu Suöurnesja og séu alrangar.
Ingólfur sagöi aö leki heföi komiö
fram í aðalhitaveitulögn frá Svarts-
engi til Grindavíkur vegna tæringar
utan frá og nú væri unnið aö viögeröum
á þeirri lögn. Ekki heföu komiö fram
bilanir í öðrum hitaveitulögnum til
Grindavíkur.
Hann sagöi að ekki væri um þaö aö
ræöa að súrefni væri í heita vatninu frá
Svartsengi, þaö væri fylgst vel meö að
svo væri ekki og í því skyni m.a. bland-
að súlfíö í vatnið eins og gert væri hjá
Hitaveitu Reykjavíkur. Þetta væri
beinlínis gert í því skyni aö varna því
að súrefni kæmist í afveitur og til neyt-
enda. þjh
Styrkið og fegrið fíkamann
Byrjum eftir sumarfrí hressar og kátar,
3. september.
Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértímar fyrir
konur sem vilja léttast um 15 kg eöa meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem
eru slæmar í baki eða þjást af vöövabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufu-
böð — kaffi — og hinir vinsælu sólarium-lampar.
Leikfimi fyrir konur á öllum aldri.
Júdódeild Ármanns
Á 'l 90 Innritun og upplýsingar alla virka daga
Armuia jz. kli 13_22 \ Síma 83295.