Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Síða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Síða 49
DV. MANUDAGUR 27. AGUST1984. 53 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið VINIR122 AR Þaö eru víst ekki margir sem eiga krókódíl aö gæludýri. Hann Michael Dugan getur þó stært sig af því. Micha- el, sem nú er 34 ára, varaðeins ellefu ára þegar hann eignaðist Ali en svo er krókódíllinn nefndur. Þá var Ali pínu- lítill og sætur. „Þegar maöur er ellefu ára,” segir Michael, „þá hugsar inað- ur ekkert út í það hvort dýrið eigi eftir að stækka. Er dýriö óx þótti mér oröiö svo vænt um það að ég bara gat ekki látiö það frá mér. Svo var einnig um foreldra mína,” segir hann. Ali hefur verið með fjölskyldunni í 22 ár og aldrei hefur hann gert nokkrum manni mein. „Það er ótrúlegt hversu sterkt samband er á milli Ali og Michael,” segir forstöðu- maður dýragarðsins í nágrenninu. „Ali finnst alveg frábært að koma með mér í sturtu,” segir Michael. „Einnig hefur hann mjög gaman af aö fara út í gönguferð. Þaö er bara vanda- mál hversu langur hann er. Ali fær aö vera í bakgaröinum hjá Michael því að þar er allt vel girt. Honum er alveg sama þótt bílar keyri fram hjá. En ef hann heyrir í mótor- hjóli ætlar hann vitlaus að veröa úr hræðslu og heimtar að koma inn. Ali boröar heil ósköp af fiski. A milli koma svo mánuðir sem hann borðar ekki neitt. „Við höfum haft alls kyns gæludýr,” segir Michael. „Hunda, ketti, kanínur, hamstra, svín og jafn- vel apa en Ali er minnsta vanda- málið.” Góðir vinir. Ali kemur gjarnan og leggst hjá eiganda sinum er hann horfir á sjónvarpið. Gönguferðirnar geta verið svolitið hægfara. Michael og Ali fara gjarnan saman i sturtu. MARGIR STAÐIR FYRIR APANN Það er víst betra að taka tillit til gæludýrsins þegar haldið er af stað í ökuferð. Af hvaða tegund ökutækið er skiptir ekki öllu máli. Best er þó aö í því sé góð stöng ef heimilisdýrið er api eins og í þessu tilfelli. Nú getur litii aj>- inn fært sig um set á hjólinu, setið { hvort sem hann vill hjá húsbónda sínum eða klifraö upp tréstöngina sem svo haganlega hefur veriö komið fyrir. Hönd í hönd. Lisa ásamt kærastanum. EKKJA PRESLEY BANNAR DÓTTURINNIAÐ GIFTAST Það er víst heldur grunnt á því góða með þeim mæðgum Lisu og Priscillu Presley og hefur Lisa tekið upp á því aö fara ekki heim í helgar- fríum úr skólanum heldur sitja sem fastast á heimavistinni. Ástæöan er sú að Lisa vill giftast vini sínum sem er fjórum árum eldri en hún en því er mamma hennar mótfallin. Lisa, sem er 16 ára gömul, hefur bent mömmu sinni á þaö að sjálf hafi hún trúlofast Elvis Presley þegar hún var einungis 15 ára svo eiginlega geti hún ekki sagt neitt viö giftingarhugleiðingunum. AGNETA ÓTTAST HRYÐJU- VERKAMENN Fjórðungurinn af ABBA flokknum, Agneta Faltskog, mun á næstunni gefa út nýja sólóplötu sem kallast Eg ætla aö kaupa mér bónda- bæ. Þessi nafngift er ekki aö ástæðu- lausu því að Agneta hefur fest kaup á bóndabæ skammt utan við Stokk- hólm sem kostar nokkrar milljónir. Umhverfis bóndabæinn verður rammgerð girðing því henni er þaö enn í fersku minni þegar vestur- þýskir hryðjuverkamenn hótuðu því aö ræna börnunum hennar tveimur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.