Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Síða 2
2
DV. MÁNUDAGUR 29. OKTOBER1984.
Viðbrögð ráðherra ekki
tilefni til bjartsýni
-
f
Hluti samninganefnda BSRB og f jármálaráðuneytisins á sáttafundi aðfaranótt sunnudags.
DV-mynd GTK.
— sagði Krist ján Thorlacius að loknum sólarhr jngslöngum samningaf undi
Þegar ríkissáttasemjari frestaði
fundi í deilu BSRB og ríkisins um há-
degisbilið í gær bar enn mikið á milli
deiluaðila.
„Þaö er ekki hægt að segja hvað
ber mikið á milli, en tilboð fjármála-
ráðherra er óaðgengilegt og þar
vantar mikiö uppá,” sagði Kristján
Thorlacius, formaöur BSRB, að
fundinum loknum.
Fjármálaráöherra hafði gert
BSRB tilboö í gærmorgun sem metið
er sem 14,4% meöalhækkun launa á
samningstímanum. BSRB telur hins
vegar enn vanta í tilboöið launa-
hækkun til BSRB sem skuli vega upp
á móti lauriaskriði á almennum
vinnumarkaöi. Ekki liggur þó Ijóst
fyrir hve mikil sú hækkun ætti aö
vera. I annan staö krefst BSRB
kaupmáttartryggingar. Á laugar-
daginn lagöi BSRB fram tillögu um
aö gerö yröi spá um verölag 1. jan-
úar 1985,1. júní og 1. september. Síð-
an verði Hagstofunni fengiö það
verkefni aö meta framgang spárinn-
ar og standist hún ekki skuli hækka
öll starfsheiti um einn launaflokk í
hvert skipti og síöan samsvarandi ef
meiri hækkanir gefa tilefni til.
Samninganefnd ríkisins hefur ekki
viljað ræöa þessar hugmyndir.
Meginatriöin í tilboöi f jármálaráö-
herra í gærmorgun eru, að gerður
veröi nýr launastigi meö 3,5%
hækkun milli flokka frá þriöja þrepi
5. launaflokks. Síöan komi 9%
hækkun launa frá 1. nóvember aö
meötaldri þessari breytingu launa-
stigans. Launauppbót fyrir septem-
ber veröi 1500 krónur miðað viö fullt
starf í þeim mánuði. öll laun hækki
síöan um einn launaflokk 1. desem-
ber og 1. júní 1985. Sérstök persónu-
uppbót að upphæð 4000 krónur greið-
ist í nóvember þeim starfsmönnum
sem hafa gegnt fullu starfi í aö
minnsta kosti tvo mánuði. Ymsar
breytingar eru gerðar á viðmiðunum
vaktaálags, sett er í tilboðið aö
endurskoöun launakerfis skuli lokiö
1. júní 1985 og miðað er viö aö
samningurinn gildi til ársloka 1985.
I síöustu kröfugerö BSRB, áöur en
fundi lauk um hádegisbil í gær, er
hins vegar gert ráð fyrir aö hækkun
launa frá undirskrift samnings veröi
12% og sérstök persónuuppbót fyrir
septembermánuö veröi 3500 krónur.
Launaflokkahækkanir komi mánuöi
fyrr en tilboö fjármálaráöherra
gerir ráð fyrir, eöa 1. nóvember og 1.
maí. Þann 1. nóvember komi sérstök
persónuuppbót er nemi 5000 krónum.
Þá miðar BSRB við aö endurskoðun
launakerfisins verði lokiö 1. apríl
1985. Einnig gerir BSRB kröfu um aö
gefin veröi út yfirlýsing um aö vextir
af íbúöarlánum veröi lækkaðir og
skammtímalánum breytt í lán tU
lengritíma.
A fundi ríkisstjórnarinnar á laug-
ardag var f jármálaráöherra falið aö
ganga til samninga viö BSRB á
grundvelli skattalækkunarleiöar eða
annarra leiöa og lögö áhersla á aö
samningar tækjust innan tveggja
sólarhringa. Þetta virðist þó ekki
hafa sett viðræðumar á verulegan
skriö.
„Þaö er óskiljanlegt meö öllu þeg-
ar ráðherrar lýsa því yfir dag eftir
dag aö kominn sé mikill skriður á
viðræöumar en svo gerist ekkert af
þeirra hálfu,” sagði Kristján Thorla-
cius eftir fundinn 1 gær. „Við komum
til fundar á laugardag með ákveðinn
vilja til aö leysa þessa deilu og töld-
um okkur hafa ástæöu til bjartsýni
eftir yfirlýsingar ráðherra í f jölmiöl-
um. Viö urðum því fyrir sárum von-
brigðum aö ekki skyldi koma meira
út úr tilboði fjármálaráðherra en
raun bar vitni. Tilboöið sem hann
lagði fram er nánast þaö sama og
fólst í tilboði hans frá 18. októben
Þessi viöbrögö gefa ekki tilefni til
bjartsýni,” sagði Kristján.
ÖEF
Klósettpappírinn
á þrotum?
Kaupmenn
vel birgir
Er klósettpappírinn að verða búinn?
Þetta er spurning sem hefur bmnniö á
vörum margra eftir að þaö spuröist út
að líkur væm á að þessi nauðsynjavara
yrði fljótt uppseld í yfirstandandi verk-
falli og sambandsleysi við umheiminn.
Samkvæmt könnun eru flestir inn-
flytjendur nú búnir meö birgðir sínar.
Hjá einum þeirra fengust þær upp-
lýsingar að pappírinn heföi klárast á
fyrstu dögum verkfalls, nóg væri þó til
af honum í verslunum. Því eftir aö það
spuröist út aö hætta væri á pappírs-
leysi af þessu tagi greip um sig eilítiö
kaupæði hjá mörgum kaupmönnum
sem keyptu hreinlega upp birgöimar.
Einnig mun þetta æöi hafa náð til hins
almenna neytanda og fara fregnir af
því aö sumir þeirra hafi sést laumast
út úr verslunum meö óeðlilega mikið af
þessari vöru í fómm sínum.
Hér á landi er einn aöili sem fram-
leiðir klósettpappír. Þar var ekki gott
hljóö í mönnum og búist var við aö hrá-
efnið yrði búið nú um helgina. Lítill
lager er eftir og verður hann að öllum
líkindum horfinn um mánaðamót ef
ekki verður breyting á ríkjandi
ástandi.
Niðurstaðan er því sú aö fram-
leiðendur og innflytjendur em búnir
með þessa vöru, kaupmenn flestir eiga
nóg af henni og einstaka neytandi er
vel birgur ef svo færi að verkfallið
drægist enn meira á langinn. -APH.
Keflavíkurflugvöllur
Hætta að fylla
á sígarettu-
sjálfsala
Mikil sala hefur verið á sígarettum í
sjálfsölum Vamarliösins á Keflavíkur-
flugvelli að undanförnu. Þar kostar
pakkinn aðeins 35 kr. og hafa starfs-
menn vallarins ekki haft viö að fylla á
sjálfsalana sem eru tæmdir jafnóöum
af reykingamönnum, aöframkomnum
vegna sígarettuskorts í Reykjavík og
nágrenni.
Að sögn Friðþórs Eydal hjá Vamar-
liðinu hefur yfirmaður flotastöðvar-
innar nú mælt svo fyrir að ekki verði
fyllt á sjálfsalana fyrr en að loknu
verkfalli. Er hér verið að koma í veg
fyrir aö sígarettur af Vellinum fari
ólöglega á íslenskan markað en fyrir
slíka vöru mun fást gott verð um
þessarmundir._________-EH.
Matarolía innkölluð
„Eg var að kaupa tóbak og þetta
vom síðustu pakkamir sem voru til
þarna svo ég var alsæll og athugaði
ekki peninginn sem ég fékk til baka
neitt nánar,” sagði ungur maður sem á
dögunum fékk falsaðan pening til baka
á knattborðsstofu í Reyk javík.
Ekki var þarna um merkilega fölsun
að ræða. Peningurinn var ljósritaður
og siðan málaður í réttum litum. Eftir
þaðhefurhann verið látinn líta út eins
og hann hefði lent í þvottavél og síöan
setturíumferð.
„Þetta var nú ekki nema tíu krónu
seðill svo ég fór ekki að skoða hann
neitt nánar fyrr en ég kom heim,”
sagði maðurinn. ..Sjálfsagt hefði
maður skoðað hann betur ef þetta hefði
verið stærri peningur og hver veit
nema eitthvaö af þeim sé í umferö
hér líka,” sagði hann.
Hann sagðist hafa fariö með
peninginn niður á lögreglustöð en þar
hefði sér verið bent á að fara með hann
til rannsóknarlögreglunnar í Kópa-
vogi.
„En ég nennti ekki að standa í öllu
því umstangi fyrir einn tíkall og ætla
að eiga hann sjálfur til minningar,”
sagðihann. -klp.
Heilbrigðisyfirvöld hafa í samvinnu
við Efnagerðina Flóru ákveöið að inn-
kalla eina tegund af matarolíu sem
efnagerðin selur.
Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er
að komiö hefur í ljós aö matarolían er
gölluð vegna mengunar af ákveðnu
efnasambandi sem talið er að geti
valdið veikindum í meltingarfærum.
„Þaö er engin hætta talin á að mat-
arolían geti valdið alvarlegum eitrun-
um. Við vitum um tilfelli þar sem hugs-
anlegt er talið aö matarolían hafi orðiö
þess valdandi að viðkomandi fékk
niðurgang og uppköst,” sagði Jón
Gíslason, matvælafræðingur hjá Holl-
ustuvemd. Jón sagði að það magn sem
um væri aö ræöa væri aðeins ein tunna
af oh'u sem pakkað var þann 12.
september. Vegna þess að nokkuð er
frá liðið má búast við því að þessi olía
sé að einhverju leyti komin inn á heim-
ih. Þeir sem hafa undir höndum
matarolíu frá Flóru, nánar tiltekið 465
og 780 millilítra umbúðir af Flóru soya-
baunaolíu eru beðnir að hafa samband
við viðkomandi heilbrigðiseftirht.
WT
Fjölritaði tíu króna peningurinn sem fannst er þessi sem er nær. 1
honum er annar pappir en hann er látinn vera snjáður svo það má
blekkja fólk með þessu. DV-mynd GVA.
FJÖLRITAÐIR TÍKALLAR
KOMNIR í UMFERÐ HÉR
Þulinum líkaði
ekki tónlistin
Á fundi útvarpsráðs í síðasta
mánuði kom fram að Pétri Péturs-
syni þuli heföi veriö sent bréf frá
Guðmundi Jónssyni, framkvæmda-
stjóra Ríkisútvafpsins, þar sem
hann var víttur harðlega vegna af-
skipta sinna af morgunleikfimiþætti
Jóninu Benediktsdóttur.
Málsatvik voru þau að Pétur
Pétursson þulur hóf upp á sitt
eindæmi aö spila lúðrasveitartónhst
á meðan á morgunleikfiminni stóö.
Pétur vildi með þessu mótmæla
tónlistarvaU í þættinum. Atvikið var
skýrt fyrir hlustendum sem
tæknilegir erfiðleikar. Aö sögn
Magnúsar Erlendssonar, sem sat
umræddan fund útvarpsráðs, varð
tveimur útvarpsráðsmönnum það
aö orði aö það ætti tafarlaust aö reka
svona menn.
„Pétur er ágætis maður en hann
getur ekki gert hvað sem honum
sýnist,” sagði Jónína Benedikts-
dóttir, þegar DV spuröi hana um
þetta mál.
„Eg hef fengið að heyra jákvæða
hluti frá fólki varöandi þættina mína
og enginn kvartað yfh- tónUstinni.
Þaö getur vel verið að fólki sem ekki
— lék
lúðrasveitartónlist
ofan í morgunleikfimi
í mótmælaskyni
gerir æfingarnar líki ekki tónUstin en
það er aUt annað mál.”
Jónína sagði aö eftir að umrætt
atvik átti sér staö hefði hún leitaö
skýringa á framferði Péturs hjá
Markúsi Emi Antonssyni, formanni
útvarpsráðs, og hefði útvarpsráö
beðist afsökunar fyrir hönd út-
varpsins.
DV haföi samband við Pétur
Pétursson þul, en hann sagðist ekki
vilja tjá sig um máliö. Hann sagöist
hins vegar ætla að skýra máUð skrif-
lega, þegar vel á stæði, eins og hann
orðaði það. -eh.