Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Qupperneq 4
DV. MÁNUDAGUR 29. OKTOBER1984.
Menning Menning Menning
Ekið var á bifhjól á Lönguhlíð um kvöldmatarleytið á
laugardag. Ökumaður bifhjólsins slasaðist en ekki mjög al-
varlega. DV-myndS.
Símasamband milli Reykjavíkur og annarra
svæða nærri klossfast:
Getur tekið
tíma að ná
einu samtali
KONAÁ
Leikfólag Reykjavlkur:
Félegt fós
eftir Dario Fo.
Þýðing: Þórarinn Eldjárn.
Leikstjóri: Gísli Rúnar Jónsson.
Leikmynd: Jón Þórisson.
Frumsýning í Austurbœjarbíói 6. október.
Upprunlnn aö miðnætursýningum
Leikfélags Reykjavikur var í svo-
kölluöum fjáröflunarskemmtunum
fyrir hússjóð félagsins á árum áöur,
þá voru sýndar margs konar dag-
skrár fyrir almenning á ankannaleg-
um tímum í stóru holunum, Háskóla-
bíói og Austurbæjarbíói, seinna var
gripið til heilla verka og þá dregnir
fram gamlir ærslafarsar úr
þýðingarsafni Emils Thoroddsen og
sviðsettir í Austurbæjarbíói. Þá voru
miönætursýningar Leikfélagsins
ekki lengur til f járöflunar fyrir hús-
byggingarsjóð heldur fyrir batteríiö
allt sem haföi blásið út; ólygnú
segja að starfsemi Leikfélags
Reykjavíkur byggist orðiö á því aö
farsinn í Austurbæjarbíói gangi vel
ár hvert, falli hann sé voðinn vís
fyrir starfsemi Leikfélagsins í Iðnó,
sem getur aldrei borið kostnaðinn af
rekstrinum.
Hagfræði
Þessi sára lexía leikfélagsmanna í
viðskiptalífinu hefur í gegnum árin
skemmt mörgum konunglega, mið-
nætursýningarnar í bíóinu njóta yfir-
leitt verulegra vinsælda. Þegar litið
var yfir salinn á laugardagskvöldið
var, mátti sjá furðulegt samsafn af
leikhúsgestum, hristing úr öllum
stéttum sa.nfélagsins, alit komið í
þeim tilgangi að fá hressilega
skemmtun af leiknum sem þar er nú
til sýnis, Félegt Fés, úr leiksmiðju
Darío Fo. Sem menningarlegt fyrir-
bæri eru þessar sýningar rakið rann-
sóknarefni og ættu leikfélagsmenn
aö koma henni af staö, þennan hóp
verða þeir aö þekkja í þaula, óskir
hans og vilja, væntingar um leikhús-
ið okkar sem borgin ætlar aö heykj-
ast á að klára fyrir tvö hundruð ára
afmæliö.
Darío Fo er eins og fleiri áhuga-
maður um kapítalismann og setur
sig ekki úr færi um að gera á honum
stuttar stílæfingar, einkum ef alvar-
leg og ljót tíðindi úr mannheimum
hrinda honum í leikritasmíð. Fo er
reyndar svo skæður að ættum við ein-
hvem honum sambærilegan þá kæm-
ist sá gaur hvergi að, þaö er líka
raunin með Fo á Italíu, kerfið hefur
allt gert til aö koma einhverju viti
fyrir manninn, en það gengur
ekki. Hann heldur áfram aö velta
valdamönnum og merkikertum Itala
upp úr háði og illgirnislegum glósum
14. BEKK
og þó þeir taki af honum hvert leik-
húsiö af öðru, þá leitar hann
áhorfendur sína uppi og nýtur til
þess aöstoðar verkalýðs og róttækl-
inga. Efni Fo er pólitísk ádeila,
vægðarlaus, en klædd í umbúðir og
fléttugerð farsans. Leikir Fo ku vera
ákaflega staðbundnir, en samt eru
þeir að verða einhverjir algengustu
sýningargripir á vestrænum leikhús-
umídag.
Agnelli og Co
Hverju tapar stað- og tímabundin
ádeila á löngu feröalagi? Sannast
sagna þá verður ekkert eftir nema
umbúöir, grindin í farsanum hangir
saman, en allt annaö glutrast niöur á
leiöinni yfir Alpana. Og þegar Félegt
Fés skriður loksins saman á sviði
Leiklist
Páll Baldvin
Baldvinsson
uppi á Fróni þá er öll sú pólitíska og
menningarlega tilvísun sem verkið
er hugsað útfrá orðin minniháttar og
á skjön. I staðinn má líta velsmuröa
hlátursvél, haganlega samsetta og
þaulhugsaða í öllum atriöum. Hva’ er
það ekki nóg? Ertu orðinn eitthvað
ruglaður, vinur? Auðvitað erum við
ekki á Itaiíu. Nei, en mikils förum við
á mis að geta ekki heimfært farsa-
grind sem þessa upp á íslenskar að-
stæður, breytt forsendum og afleiö-
ingum en haldiö því makalausa vél-
virki sem farsinn er.
Kveikjan að atburðarásinni í
Félegu Fési er mannránaalda sem
reið yfir Italíu fyrir nokkrum árum,
Fo setur dæmið þannig upp að
Antonio, verkamaður hjá Fiat, verð-
ur vitni að slysi þar sem mannræn-
ingjar eru á ferð með Agnelli, for-
stjóra Fiat. Agnelli slasast illa og
skaddast svo á andliti að græða verð-
ur nýtt andlit á hann, en fyrir
glópsku er sett á hann fésið af verka-
manninum. Og þá fer allt í gang.
Fyrir ofan garð. . .
Fo hefur sjálfur fundið sýningum á
verkum sínum norðan Alpafjalla þaö
til foráttu að þær glati frumforsendu
farsans: hann á að hefjast við eðli-
legar aðstæöur í lífi venjulegs fólks.
Ef sú forsenda glatist þá tapi
áhorfendur trúnni á allt sem á eftir
komi: mann sem drekkur vatn í
gegnum öxl og étur spakkettí gegn-
um nefið, flón og fanta í lögreglunni,
þvottavélar sem færa sig úr stað,
þjón sem kemur í heimsókn gegnum
ísskápinn.
Sviðsetning Gísla Rúnars á Félegu
fési flokkast undir þessa mistúlkun
manna á Fo. Sýningin fer allt of
ærslalega af stað og þó margt sé
dæmalaust vel gert hjá leikflokknum
í brellum og áhorfendur hlæi sig
máttlausa (kona á 14. bekk hló stans-
laust í kortér á laugardaginn) þá
verður þess vart í seinni hluta sýn-
ingarinnar aö áhorfendur eru þreyttir
orðnir af öllu gamninu, einmitt
þegar hláturtaugin á að vera þanin
til hins ýtrasta. Leikstjórinn hefur
meö öörum orðum ekki farið nógu
vægt í sakirnar og búiö sýningunni
rétta byggingu. Það er mikil synd,
því í henni eru mörg meistaralega
vel gerð brögð og leikflokkurinn sýn-
ir mikla leikni og þrek.
I frammistöðu einstakra leikara
vantar sömuleiðis drög að persónu-
lýsingu sem leysist svo upp í fram-
gangi leiksins þegar allt er umsnúiö
og komið í vitleysu. Aöalsteinn
Bergdal leikur verkamanninn og for-
stjórann og tekst að gera báða trú-
veröuga, leikur af mikilli list, en
framan af var verkamaðurinn helst
til ærslafullur. Briet Héðinsdóttir og
Hanna María Karlsdóttir hafa hins
vegar ekki full tök á þeim fulltrúum
stétta og menntahópa sem þær leika,
persónurnar eru frá upphafi óljósar
og er þaö einkum bagalegt í tilviki
eiginkonu verkamannsins sem Bríet
leikur. Fulltrúar valdsins, Þorsteinn
Gunnarsson og Guðmundur Pálsson,
sinna sínu af prýði, en aftur má
draga úr fyrirgangi framan af hjá
Þorsteini. Mikill f jöldi smáhlutverka
er í sýningunni og þau vekja oft mun
meiri kátínu en stóru rullumar:
Kjartan Bjargmundsson er hrein
perla í litlum lögregluþjóni, hófstillt-
ur og smekklegur í hverri brellu,
enda hitta þær flestar beint í mark.
Viðar Eggertsson á nokkra vel mót-
aöa fíra í framrás leiksins og Kjart-
an Ragnarsson er stórkostlegur lýta-
læknir.
Til bóta
I þessari sýningu má sem sagt
margt færa til betri vegar: öll tón-
iistarinnskot með breyttri lýsingu
eru óþörf og lengja sýninguna, eins
má sneiða út úr henni brellur hér og
þar. Eg óttast að slíkar aögerðir séu
nauðsynlegar til að tryggja Félegu
Fési langa lífdaga. Eitt og eitt bak-
fall, ein og ein fetta má gjaman
missa sín, einkum framan af. Þannig
trúi ég að hylli leiksins meöal alþýðu
verði meiri og Leikfélaginu til stærri
ágóða.
Nærri vonlaust má nú telja að ná
símasambandi frá Reykjavík til ann-
arra símasvæða á landinu. Samband
næst eingöngu nánast fyrir tilviljun.
Hins vegar er ekki alveg eins vonlítið
að ná til Reykjavíkur nema í síma sem
byrja á 68. Engin beiðni liggur fyrir
um lagfæringu á símasambandinu inn-
anlands.
„Við erum hér þrjú sem hömumst
við að hringja út á land og náum aðeins
einu og einu símtali allan daginn. Þaö
er skárra að ná til útlanda. Þá kvartar
fólk yfir að ná illa til okkar utan af
landi og við erum sífellt að h jálpa þeim
sem ætla að hring ja í númer sem byrja
á 68,” sagði símaþjónn hjá SlS.
„Það getur tekiö nokkra klukkutíma
Utlit er að á næstunni fari að gæta
brauðskorts vegna þess að bakarar
eru nú margir að verða hveitilausir.
Hjá Samsölunni fengust þær upp-
lýsingar að til væri hveiti í dag og á
morgun. Eftir þann tíma yröu aðeins
bakaðar fáeinar tegundir.
Þannig er víst ástandiö hjá mörgum
bökurum.
Hjá Sveini bakara fengust hins veg-
ar þær upplýsingar að þar væru til
að ná sambandi út á land en hendir þó
að símtal náist strax. Viö notum 02 í
neyð, þeim gengur betur,” sagði sú
sem varð fyrir svörum á símaborði
Landspítalans.
„Við gefumst yfirleitt upp,” sagði
símavörður hjá Flugleiðum, „og síöan
um helgi hefur verið margfalt betra aö
ná til útlanda en hér út á land. Þaö hef-
ur ekki verið kvartað um að ekki náist í
okkurþaðan.”
„Þetta gengur voöalega illa en geng-
ur þó og það hjálpar að viö getum
stundum komist inn í samtöl,” sagöi
símavörður á vakt í 02. Þar er nú
einungis neyðarvakt vegna öryggis- og
sjúkramála.
birgðir af hveiti til næstu tveggja eða
þriggja vikna.
Margir bakarar eru nú þegar hættir
aö baka franskbrauð því það er fyrst
og fremst hvíta hveitiö sem lítið er orð-
iðaf.
Hveiti til neytenda er enn fáanlegt í
verslunum og ekki neitt yfirvofandi að
það hverfi úr hillunum á næstunni.
APH
HERB
Stefnir í brauðhallæri
j dag mælir Dagfari________I dag mælir Dagfari _____jdagmælir Dagfari
Kratar vilja rannsaka frelsið
Eftirlcikur hinna frjálsu útvarps-
stöðva hefur verið harla undarlegur,
ef ekki tragikomiskur. Alþýðuflokk-
urinn, með Eið Guðnason í broddi
fylklngar, hefur tekið að sér,
ásamt framfarasinnuðum bændum í
Framsóknarflokknum, að skammast
út í þessar útvarpsstöðvar. Jafnvel
kommarnir, sem hafa eölislæga and-
úð á öllu því sem bendlað er við
frelsi, hafa haft sig hæga og raunar
ekki komist að vegna vasklegrar
framgöngu krata.
Þannig hafa þeir sex landsmenn,
sem enn eru kenndir við Alþýðu-
flokkinn og allir sitja á þingi, sam-
einast í því að iáta það verða sitt
síðasta verk, áður en flokkurinn
verður allur, að koma því rækilega
til skila að jafnaðarmenn séu á móti
„ólöglegum” útvarpsstöðvum. Ekki
er nóg með að biessaðlr mennirnir
ráðist heiftarlega gegn öllum þeim
sem að útvarpsstöðvunum stóðu,
fyrir óhlýðni við lög og rétt, heldur
hafa þeir flutt sérstakar þings-
ályktunartillögur um rannsóknar-
rétt yfir lögbrjótunum.
Nú varð það að visu svo að helftin
af þjóðinnl, og nánast hver sem
vettlingi gat valdið, hlustaði á hinar
frjálsu útvarpsstöðvar og tug-
þúsundir manna hafa skriflega
vottað stöðvunum stuðning sinn.
Samkvæmt skoðanakönnun DV vilja
þrír af hverjum fjórum isiendingum
að einkaréttur ríkisins á útvarps-
rekstri sé afnuminn.
En Alþýöuflokknum kemur þetta
hreint ekki við enda virðist sá flokk-
ur hafa það á stefnuskrá sinni að
vera á móti þeim málum sem þjóðin
styður. Kannski þess vegna er
flokkurinn svo lítill og er ekkert við
þvi að gera ef menuirnir eru á annað
borð staðráðnh' í því að ganga af>
flokki sínum dauðum.
Það má svosum segja að farið hafi
fé betra en í ljósl sagnfræðinnar og
sögunnar hlýtur það að verða for-
vitnilegt rannsóknarefni hvernig
Alþýðufiokkurinn sá sér leik á borði
á síðari hluta tuttugustu aldar að
verja síðustu kröftum sinum til að
berjast gegn tjáningarfrelsinu.
Þegar samfélagið er komið á það
stlg að fólk getur hlustað á útvarp og
horft á sjónvarp á hverju heimili,
stillt tæki sin á tugi erlendra út-
varpsstöðva, leiklð sér með mynd-
bönd, kapalvætt heilu byggðarlögin,
tekið á móti beinum útsendingum í
gegnum gervihnetti hvaðanæva að
og yfirleltt notið hvers kyns fjölmiðl-
unar fyrirhafnarlaust; þegar tæknin
og frjálsræðið hefur gert allt þetta
kleift, taka nokkrir taugaveiklaðir
starfsmenn svokallaðs Ríkisútvarps
sig til og belta aðstöðu sinni til að
loka fyrir allar upplýsingar og
fréttaflutning.
Bara rétt si sona.
Menn máttu ekki einu sinni fá
lesnar upp dánartilkynningar og
verða að gera sér það að góðu að
kveikja á útvarpinu til að heyra
verkfallsverði gefa frá sér píp á
klukkutíma fresti.
Heil þjóð lætur auðvitað ekki bjóða
sér slíkt ástand, enda væri það meiri
guðsvolaði aumingjaskapurinn, ef
afkomendur víkinganna sætu þegj-
andi undir þeirri frelsisskerðingu.
Það fór líka svo aö, frjálsum út-
varpsstöðvum var tekið fagnandi af
öllum nema þeim sem annaðhvort
eru ómálga börn eöa sitja á þingi
fyrir Alþýðuflokkinn.
Ömálga börnin hafa látið málið af-
skiptalaust en kratar hafa heimtað
rannsóknarrétt á þeirri frelsisbar-
áttu sem nefnist lögbrot á þeirra
máli. Það verður að segjast eins og
er að þeir Alþýðuflokksmenn hafa
áreiðanlcga ekki getað fundið betra
þingmál til að hrinda þeirri stefnu
sinni í framkvæmd að ganga af
sjálfum sér dauðum. Dagfari.