Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Blaðsíða 11
DV. MÁNUDAGUR 29. OKTOBER1984.
11
Lögreglan telur sig hafa
leyfi f rá Akureyrarbæ
„Eg veit ekki um þaö bann,” sagöi
Erlingur Pálmason, yfirlögregluþjónn á
Akureyri, þegar hann var inntur eftir
skotæfingum lögreglunnar á landi sem
hreppsnefnd Glæsibæjarhrepps
bannaöi skotæfingar á fyrir nokkrum
árum. „Við höföum á hverju ári verið
þarna þegar við höfum þurft að stilla
byssurnar okkar á lögreglustööinni. A
sínum tíma fengum viö leyfi frá
Akureyrarbæ að vera þama við þessa
iðju ásamt skotfélaginu. A lögreglu-
stöðinni eru rifflar og ég fór með menn
til að koma þeim inná að skjóta úr
þessum tækjum.”
Erlingur sagði aö landið tilheyrði
Blómsturvöllum sem væri í eigu Akur-
eyrarbæjar. Á þeim forsendum hefði
lögreglan fengið þetta leyfi. Frá bæn-
um hefði engin afturköllun komið.
Hann var spurður hvort lögregian
hefði vísað mönnum á svæðið til að
prófa byssur. „Það get ég ekki tekið
fyrir,” sagöi hann. ,,Ég hef engum vís-
að þangað til að æfa en vel má vera að
einhver úr lögreglunni hafi gert það
þegar menn hafa spurst fyrir um hvar
þeir mættu stilla byssur sínar.”
Yfirlögregluþjónninn sagði aö
ekkert heföi verið amast við þessu fyrr
en i vor. Hann hefði fallist á aö ekki
væri heppilegt að skjóta á varptíma.
Nú væru engir fuglar að verpa en að
vísu kindur á ferð. Lögreglan teldi sig
hins vegar kunna svo faglega með
vopn að fara að hætta stafaði ekki af.
-JBH/Akureyri.
RARIK-manninum sleppt úr gæslu:
Rannsóknin nær yf ir allt árið
Starfsmanni Rafmagnsveitna ríkis-
ins, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi
frá 17. október sl.,hefur veriö sleppt úr
gæslu. Rannsóknarlögregla ríkisins
vinnur að rannsókn á meintu auögun-
arbroti þessa starfsmanns í starfi en
hann er grunaður um að hafa keypt
vörur til R ARIK frá fyrirtæki í Reykja-
vík gegn því að reikningar þeir, sem
RARIK væru sendir fyrir vörumar,
næmu mun hærri upphæð en greitt var
fyrir þær. Hann hafi svo stungið mis-
muninum í eigin vasa.
Að sögn Erlu Jónsdóttur, deildar-
stjóra hjá RLR, sem vinnur að rann-
sókn þessa máls, nær rannsókn yfir
allt þetta ár.
Talið er að fjárhæðir þær, sem
starfsmaðurinn náði að svikja út meö
þessum hætti, nemi hundruðum þús-
unda króna en samkvæmt heimildum
DV var um að ræða að verð vara
þeirra, sem hann keypti, hefði verið
skráð allt að 100% hærra en sambæri-
legar vömr kostuöu h já öðrum.
-FRI
Um 30.000 hafa séð Dalalíf
Mikil aðsókn hefur verið að íslensku
kvikmyndinni Dalalíf. Um 30.000
manns hafa nú séð myndina en hún var
frumsýnd um síðustu mánaöamót.
Jón Hermannsson, framleiðandi
Dalalífs, sagði í viðtali við DV að nú
væri um það bil komið inn fyrir
kostnaði við gerð myndarinnar.
Viðtökur hennar hefðu því farið fram
úr öllum vonum.
Aðspurður um hvort til stæði að
sýna Dalalíf erlendis kvaðst Jón ekki
búast við að svo yrði. „Ef íslensku
myndimar standa ekki undir sér hér
heima eru þær ekki þess virði að gera
þær,”sagðihann.
Jón sagði að enn hefði ekki verið á-
kveðið hvort gerðar yrðu fleiri myndir
í Dalalífsstilnum. Sér þætti þó ekki
ólíklegt að lagt yrði út í að gera eina
slíka til viöbótar. -JSS.
Tölvur og reikni-
líkön í landbúnaði
Mánudaginn 29. október kl. 9—16.30
verður haldinn fundur í Rannsókna-
stofnun landbúnaöarins, Keldnaholti,
um tölvur og reiknilíkön i landbúnaði.
Megináhersla verður lögð á að
kynna hugmyndir um notkun reikni-
likana viö rannsóknir og skipulagningu
á framleiðslu. Þá verður fjallaö um
hagnýta notkun reiknilíkana við skipu-
lagningu rannsókna og viö leið-
beiningastörf og tölvunotkun hjá bænd-
um í framtíðinni.
Þess er vænst að fundurinn veiti
aukna innsýn í þá möguleika sem
reikni- og tölvutækni býöur upp á og
stuðli að því að íslenskur landbúnaður
fylgist með í hinni öru þróun á þessu
sviði.
Að undirbúningi fundarins hefur
starfað hópur áhugamanna um þessi
mál frá landbúnaðarráðuneytinu,
Rannsóknastofnun landbúnaðarins,
Búnaðarfélagi Islands, Háskóla Is-
lands og Bændaskólanum á Hvann-
eyri.
I SBF (0T1
Sænskir
bremsuborðar
í vörubíla og
m.a. Volvo 7-10 12
framhj. kr. 1430,-
afturhj. kr. 1680,-
búkkahj. kr. 1190,-
Scania 110-141 framhj.
kr. 1220,-, afturhj. kr.
1770,-, búkkahj. kr. 1220,
Verslun
með varahluti
í vörubíla og vagna
Veislusalir
Veislu- og fundaþjónustan.
If-j Höfum veislusali fyrir hvers konar samkvæmi
og mannfagnaði.
IF4 2 salir, 30— 100 manna og 100—200 manna.
Fullkomin þjónusta og veitingar.
Vinsam/ega pantið tímanlega fyrir árshátíðina
— afmælið — brúðkaupið eða ferminguna.
RISIÐ — veislusalur
Hverfisgötu 105
stmar: 20024 — 10024 — 29670
OSRAM CIRCOLUX “ stílhreint,
fallegt Ijós sem fæst í ýmsum útfærslum, hentar
stundum í eldhús, stundum í stofu eöa hvar annars
staöar sem er - allt eftir þínum smekk.
JÓN LOFTSSON HF. RAFBÚÐ
HRINGBRAUT121 SÍM110600
OSRAM
LJÓSLIFANDI ORKUSPARNAÐUR
KÆRIRÐU ÞIG UM LÁGA
RAFMAGNSREIKNINGA?
OSRAM
Ijós og lampar eyöa broti af því rafmagni sem venjuleg
Ijós eyöa og lýsa þó margfalt meira. OSRAM flúorsent
Ijós eyöa 11 wöttum þegar þau bera 75 watta birtu. Svo
endast þau miklu lengur.