Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Qupperneq 12
12 ■ Frjálst.óháð dagblað Otgáfulélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaðurogútgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustióri: HÖROUR EINARSSON. Ritstiórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI ÓBéíll. Auglýsinga’r: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Sefning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Askriftarverðá mánuði 275 kr. Verð ílausasölu 25 kr. Heloarblað28 kr. Síöbúin lausn Ríkisstjómin virðist hafa misst af strætisvagninum í tilboði sínu um skattalækkanir sem þátt í kjarasamning- unum. Með ólíkindum er, hversu seint það tilboð kom fram. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi skattalækkanir í fjölmiðlum um mánaöamótin ágúst/september. Verkfall opinberra starfsmanna hófst ekki fyrr en mánuði síðar. Stefna ríkisstjórnarinnar byggðist á því, að launahækkanir yrðu nú litlar, til dæmis 5—7 prósent. Með tilliti til óróleika launþegahópsins þurfti meira tiJ. Engum blöðum er um að fletta, að skatta- lækkanir vora fýsilegar í þeirri stöðu sem hluti af pakkanum. Formenn stjórnarflokkanna höfðu komið sér niður á niðurfellingu tekjuskatts á almennar launatekjur í áföngum á þremur árum. Strax í ágúst voru uppi í stjómarliðinu raddir um, að flýtá mætti þessari niður- fellingu, gæti það stuðlað að hófsamlegum kjarasamning- um. Til dæmis yrði þá hækkun söluskatts eða annarra skatta ekki látin mæta nema hluta af lækkun tekju- skattsins. Auðvitað var úr vöndu að ráða. Staða ríkissjóðs var tæp. Lækkun tekjuskatts varö því að mæta með niður- skurði. Hefði ríkisstjórnin haft dug, mátti í september og jafnvel októberbyrjun semja á slíkum nótum. Nú væri skiljanlegt, ef ríkisstjórnin hefði ákveðið, að hún treysti sér ekki í slíkan niðurskurð, sem þurft hefði. En samþykkt ríkisstjómarinnar nú fyrir helgina sýnir, að svo var ekki. Stjórnin býðst til að fara þessa leið, lækka tekjuskatt um 1100 milljónir og beita sér fyrir lækkun út- svars um 300 milljónir að auki. BSRB-forystan ber mikla sök á hvernig fór. Hún mátti skilja, að slík skattalækkun kom til álita, hefði verið eftir sótt. BSRB-forystan einblíndi í staðinn á yfir 30 prósent kaupkröfur sínar, sem auðvitað þýða ekki annað en gengisfellingu og nýja óöaverðbólgu, gangi þær yfir vinnumarkaðinn í heild. Sökin á því, að leið skatta- lækkunar var ekki farin, er því bæði hjá seinheppnum stjórnvöldum og samningamönnum BSRB. I stað þess að stjómvöld hefðu forystu um að bjarga sinni eigin stjómarstefnu, var skattalækkun sem þáttur í kjarasamningum einkum á borði í viðræðum Vinnuveit- endasambandsins, Verkamannasambandsins og Lands- sambands iðnverkafólks. Þar vom ræddar launahækkanir á miklu lægri nótum en hjá BSRB, samfara lækkun tekjuskatts og útsvars. Færir menn unnu tillögur í þessum efnum á vegum þessa hóps samningamanna. Ríkisst jórnin greip ekki þann bolta. Þess í stað sömdu nokkrir hópar um kauphækkanir án þess að nokkuð lægi fyrir um lækkun skatta. Úr því ríkisst jórnin býður nú fram mikla skattalækkun og hagstæða, er undarlegt lánleysi, að það skyldi ekki gert fyrr. Þó er staðan enn sú, að aðeins fámennir hópar hafa samið. Meginþorri launþega á enn eftir að semja. Sannarlega væri það þjóðarbúinu fyrir beztu, að takast mætti að halda almennum kauphækkunum og meðfylgjandi verðbólgu í skefjum með því að þiggja boð ríkisstjómarinnar, þótt seint sé fram komið. Niðurskurður ríkisbáknsins er af hinu góða. Lækkun hins óréttláta tekjuskatts er ein hin hagstæðasta lausn sem launþegum býðst. Krónutöluhækkanir almennra launa munu ekki verða launþegum sú kjarabót, sem þeir sækjast eftir. Haukur Helgason. DV. MÁNUDAGUR 29. OKTOBER1984. Skylda stjórnar- andstöðunnar Eina afdráttarlausa ákvöröunin tengd st]órn£U-sáttmála þeim sem rikisstjómarflokkarnir gengu frá skömmu fyrir verkfall er sú ákvörö- un þeirra aö sitja áfram í stjómar- ráðinu. I verkfallinu hafa skerpst andstæðurnar milli stjómarinnar og fólksins. Sú niðurstaða hefur orðið til þess aö styrkja enn frekar þá ákvörðun stjómarflokkanna að hanga. Áhuginn á áframhaldandi valdasetu og óttinn við fólkiö í land- inu leggjast nú á sömu sveifina. Hald margra aö núverandi stjórnarsam- starf væri aöeins bráðabirgðafyrir- komulag hefur nú beðið skipbrot. Varanleg valdasamsteypa Stjórnarandstöðuflokkarnir standa m.ö.o. frammi fyrir því, að helmingaskiptastjórn Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks er ekki tímabundið fyrirbrigði heldur valda- samsteypa, sem gæti orðið varanleg. Slíkt getur að vísu verið timabundinn léttir fyrir suma stjórnarand- stæðinga, sem farnir voru að óttast stjórnarslit, kosningar og um þing- sætið sitt og létu sér því annt um að styðja stjómarstefnuna. Sá léttir verður þó ddd varanlegri en hjá þeim sem hyggst ylja sér um fótinn í frosti með því að pissa í skóinn sinn. Sam- komulag stjómarflokkanna breytir nefnilega stöðu mála þannig, að stjórnarandstöðuflokkarnir verða nú að marka stefnu og svara spurning- um, sem þeir gátu hummað fram af sér að afgreiöa á meðan verið gat, að samstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins væri aðeins skammvinn.t stundarfyrirbæri. Nú er sá tími sem sé liðinn þegar menn gátu látið sér nægja aö liggja upp í loft og láta rigna upp í nefið á sér. Annaöhvort verða menn nú að hafa eitthvaö til málanna að leggja — eða láta sig drukkna í rigningunni. Skylda stjórnarandstöðu Með sama hætti og stjómar- flokkamir hafa endurmetið og endurnýjað samstarf sitt um lands- stjórnina verður stjómarandstaðan nú að taka sína stöðu og sitt hlutverk til endurmats þótt það verði ekki með jafnformlegum hætti og hjá ríkisstjórnarflokkunum. Skylda stjómarandstöðunnar við þær aöstæður, sem nú eru að skapast, er að sýna fram á að fólkið í landinu geti átt annan, raunhæfan valkost en þann, sem felst í núver- andi stjórnarflokkum. Það er enginn vandi fyrir stjórnarandstööuflokk- ana fjóra að gera hróp að ríkisstjóm- inni hver úr sínu horni en slíkt er í senn tilgangslítiö og ekki sannfær- andi. Viðfangsefnið er að búa til annan raunhæfan valkost en þann, sem nú situr við völd. Geti stjórnar- andstaðan það ekki á þjóðin engan annan kost betri en þann, sem hún nú hefur í stjórnarráöinu. Þetta veröa menn að skilja. Engin þjóö kallar þann til forystu, sem lítiö annaö hefur upp á að bjóða en að liggja upp í loft og láta rigna upp í nefið á sér. Það hafa stjórnarandstæðingar verið að gera sl. eitt og hálft ár bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Stjómarandstaðan hefur verið ein af sterkustu röksemdum ríkisstjómar- innar fyrir sjálfri sér. Því verður að breyta. Grein Ólafs Ragnars Aöeins er farið að örla á umræðum um þessi mál í herbúðum stjómar- andstæöinga þó í svo litlum mæli sé að næsta víst má telja, að yfirleitt séu menn ekki farnir að leiða hugann að verkefninu hvað þá heldur meira. Olafur Ragnar Grímsson skrifaöi fyrir skömmu grein í Þjóðviljann um einmitt þessi mál þar sem hann lagði til að menn a.m.k. íhuguðu að búa til úr stjómarandstöðunni einhvern „vinstri valkost”, sem stefndi rak- leiðis að meirihlutafylgi og léti sig ekki fyrr en það væri fengið. Sjálf- sagt hafa einhverjir stjórnarand- stæðingar úr öllum flokkum hrokkið upp úr sætum sínum eins og prjón- stungnir viö slíka uppástungu en til þess veröa ávallt einhverjir við öll- um uppástungum. Það eina sem virðist vera hægt að tryggja sam- stöðu um er að halda áfram að liggja upp ; loft og láta rigna upp í nefiö á sér. Aðgerðaleysið virðist ávallt njóta fjöldafylgis einkum og sér í lagi ef skoðanaleysið fylgir með í kaupunum. Slíkt er ágætt fyrir þá, sem gera sig ánægöa með þaö. „Hvíldu þig, hvíld er góð,” sagði fjandinn. Lærum af reynslunni Hvað sem líöur slíkum hugmynd- um er ljóst, að óhjákvæmilegt er fyrir stjórnarandstöðuna að leggja í bili a.m.k. til hliðar ágreiningsmál sín en treysta samstöðuna um sam- eiginleg málefni. Gömlu stjórnar- andstööuflokkarnir tveir — A- flokkarnir — hafa að vísu löngum eldað grátt silfur en samstarf í stjórnarandstööu ætti tæpast að vera meira vandamál fyrir nýja og unga forystukynslóö þessara flokka en það var fyrir Lúðvík Jósefsson og Gylfa Þ. Gíslason 1974—1978 þegar þeir lögðu ásamt Birni Jónssyni, for- seta ASI, grundvöllinn að trúverð- ugri málefnasamstööu stjórnarand- stöðu sem minnstu munaði að færði A-flokkunum hreinan meirihluta í kosningum. Hvemig með þá stöðu var svo farið er önnur saga; sorgar- saga, sem ekki er lokið við að rita enn. Af henni má þó læra. Vindar breytinga blása Viljinn til þess að gaumgæfa stöðu stjómarandstöðunnar við þessar aðstæður er síður en svo bundinn við frammámenn. Áhuginn er meiri meðal fylgismanna og jafnvel fólks, sem til þessa hefur ekki fylgt neinum st j órnarandstöðuflokkanna. Ymislegt bendir til þess, aö flokka- kerfiö gamla sé tekið að riðlast. Þró- unin hefur veriö í þá átt undanfarin ár og samkomulag stjórnarflokk- Léleg kjör kennara og vanmat á störfum þeirra er ekki nýtt vandamál, en nú síðustu árin hefur keyrt svo um þverbak, að til vandræða horfir. Allt þetta ár hefur birst hver greinin af annarri í blööum, sem staðfesta, hversu alvarlegt ástandið er orðið. Hver kennarinn af öðrum hefur vitnað um þaö, að hann hafi ekki getað fram- fleytt sér og sínum af þeim launum, sem í boði em, og orðið að leita annað eða sé í þann veginn aðgera það. Kennaraflóttinn Mér er sérstaklega í minni frásögn kennara, sem neyddist til að svipast um eftir ööru starfi. Hann sótti um starf hjá einkafyrirtæki og ákvað að gera nú nokkuð djarfar kaupkröfur til þess aö losna við eilífar fjárhags- áhyggjur, ef hann hlyti hnossið. Hann fór fram á tvöföld kennaralaun. Hann var reyndar ráðinn og frétti sér til undrunar, að aðalástæðan til þess var, hversu hógværar kaupkröfur hann hafði gert. Allir hinir umsækjendumir höföu gert stórum hærri kröfur, enda ekki vanir þeim launum, sem ríkis- starfsmenn almennt hafa orðið aö sætta sig við. Kennaramenntunin er alhliöa menntun, sem reynst hefur góður að- gangur að ýmsum störfum öðrum en þeim, sem að kennslu lúta. Kennarar hafa því umvörpum sótt á önnur mið, og ef kjör kennara batna ekki stórlega alveg á næstunni mun flóttinn úr stétt- inni aukast enn frekar en orðið er. Margir gamalgrónir kennarar eru ófúsir að yfirgefa þennan starfsvett- vang fyrr en í fulla hnefana, enda hugsanlega óhægt um vik. En yngri kennarar, sem munu vera í talsverð- um meirihluta innan stéttarinnar, eru engan veginn jafnbundnir starfinu og Kjallarinn KRISTÍN HALLDÖRSDÓTTIR, ÞINGMAÐUR KVENNALISTA hika ekki eins við að breyta til fyrir betri kjör á öörum vettvangi. Tillaga Kvennalista Engum blandast hugur um, að tíð kennaraskipti eru óæskileg og ber að sporna við slíku með öllum ráöum. Og það er umhugsunarvert, að helmingur félagsmanna Kennarasambands Islands er meö innan við 10 ára starfs- aldur. Segir það sína sögu um kjör stéttarinnar. Það er vitanlega ljóst, að fleiri starfsstéttir en kennarar eru ósáttar við það mat á störfum þeirra, sem kemur fram í þeim launum sem þeim eru skömmtuö. En að mati Kvennalist- ans eru launakjör kennara svo alvar- legt mál, að það þoli enga bið og verði ekki hjá því komist að taka það fyrir sérstaklega. Því lögðu þingmenn Kvennalista í upphafi þings fram svohljóðandi til- lögu til þingsályktunar: „Alþingi ályktar að fela mennta- málaráðherra að skipa nefnd, er vinni að endurmati á störfum kennara. Nefndin skili niðurstöðum sem alira fyrst og eigi síðar en sex mánuðum eftir samþykkt þessarar tillögu. ” Orðaglöp fjármálaráðherra Svo vildi til, að einmitt á meðan ver- ið var að dreifa ofangreindu þingskjali á borð þingmanna stóð Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra í ræðu- stóli Alþingis og dreifði þeim orðum þaöan um kennarastéttina, sem al- menna furðu og hneykslun olli. Þau vanhugsuðu og ómaklegu orð sýndu, aö til eru menn, jafnvel í valdastöðum, sem þurfa að kynna sér betur, hver raunveruleg kjör kennara eru og í hverju starf þeirra er fóigið. Niðurstöður nefndar um endurmat á störfum kennara mundu auðvelda okkur öllum að gera okkur grein fyrir því ábyrgðarstarfi, sem kennurum er „Kennaramenntun er alhliða menntun, sem reynst hefur góður aðgangur að ýms- um störfum öðrum en þeim, sem að kennslu lúta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.