Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Síða 18
18 DV. MÁNUDAGUR 29. OKTOBER1984. Klaifarvatn þykir sæmilegt veiðlvatn og þar hafa veiðimenn verið að fá væna silunga i sumar, 17 punda þá stærstu. Á myndinni situr Ingvar Bonder á steini og lætur sig dreyma um þann stóra. Leirvogsáin kom vel út i sumar og veiddust 320 laxar i henni. Á myndinni heldur Ótafur Karlsson á fyrsta laxinum sem veiddist i ánni í sumar, 3,5 punda lax. Ekki fara sögur afþví hvað þeir eru búnir að voiða lengi saman þessir veiði- fólagar, en það eru Lerfur Benediktsson og hundurinn á Krókii Reykjadal. Skyldu þeir hafa verið sammála hvaða beita skyldi notuð? Veiöitimanum er fyrir nokkru lokið í lax.veiðinni og laxinn farinn að undir- búa hrygninguna. En sumar ár hafa víst ekki marga laxa til að framkvæma þá athöfn sem hrygningin er. Það eru víst ótrúlega fáir laxar í Norðurá, Þverá, Hítará, Langá, Miðfjarðará, Víðidalsá, Vatnsdalsá, Blöndu, Breið- dalsá, Sandá, Hofsá, Selá og Vestur- dalsá svo dæmi séu tekin. Nei, þetta lítur ekki glæsilega út sums staðar. Einkennilegu sumri er lokið í lax- veiðinni og margir veiðimenn súrir á svipinn, verra gat þetta ekki veriö sums staðar. Veiðimenn ætla að sjá til margir hver jir og fylgjast meö hækkun leyfa næsta sumar. Verðlækkun væri nær lagi en verðhækkun í ám þar sem menn fengu ekki kipp dögum saman. Hvað finnst þér, lesandi góður? Við bíðum og sjáum hvað setur, þetta kem- ur í ljós innan tíðar, vertu viss. Við erum búnir að setja stangimar upp á hillu og myndavélina oní skúffu. Við kveðjum í lokin með nokkrum mynd- um frá „einkennilegasta” veiðisumr- inu í lengri tíma og þökkum lesendum fréttir og annan fróðleik. Það kemur víst dagur eftir þennan dag og veiði- menn halda áfram að renna og finna kippi. Blesssssssssssssss. G. Bender. „Heyrðu, varstu bumn að heyra um þennan stóra, sem þeir sáu hórna um daginn, ofsalegur lax?" Ein veiðisaga er sögð á meðan sá stóri lætur biða eftirsár. Myndin tekin við ölfusá. Hver veit nema fíeiri fiskar sáu i hylnum og þeir taki fluguna, Pröstur Elliðason reynir að fá fisk íKálfá nýlega. Beðið eftir að sá stóri bíti á og gáð hvort fiskurinn sá nokkuð að taka. Veiðimaðurinn rennir fyrir marhnút á ódýrasta veiðileyfi sem hægt er að fá og svo er ekkert stress. Veiðilok: Einkennilegu veiðisumri lokið margir fóru heim með öngulinn í rassinum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.