Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Side 30
30
DV. MÁNUDAGUR 29. OKTOBER1984.
Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn
Tíðarandinn í réttum:
Kyrrö hins spegiltaera haustmorguns
er rofin af háreystinni þegar fyrsti
fjárhópurinn er rekinn inn í al-
menninginn. Bændur og börn hóa, slá
sér á lær og bölva jafnvel hraustlega,
og heröa á hópnum.
Blessaöar skepnumar taka ólmar til
fótanna og leita undan mannfólkinu og
renna inn í aimenninginn sem fyrir
margar þeirra er aöeins áfangi á leið í
sláturhúsiö. Fremstur í flokki hleypur
spikaður vaninhymdur sauöur, meö
silfraða bjöllu í hægra horni, sem
klingir skært við hvert fótmál.
Sjáðu nú, þrístýft aftan hmgra.
í ‘ >’ v ; m
Hvað hefég gert ykkur?'
A/lar þessar kótelettur
„Jesús minn almáttugur, hver á að
boröa allar þessar kótelettur?” segir
syfjaður borgarbúi sem vaknað hafði
eldsnemma morguns til þess að kom-
ast í Skeiðaréttir í tæka tíð.
Það er ansi kalt svo snemma morg-
uns og allir þeir sem vettlingi geta
valdið og mörk þekkja taka til við að
elta fé, festa á því hendur og draga það
í dilka. Eins og ævinlega i réttum,
gengur mikið á og ósjaldan heyrast
formælingar og jafnvel stundum tvinn-
að og þrinnað í hita leiksins og taka
menn þá ekki tillit til þess að börn eru
nálæg.
Bömin hafa hins vegar bjamaryl og
taka þátt í drættinum skemmtunarinn-
ar vegna en ekki vegna kulda eða
vegna þess að verkið er þarft.
Fróðir menn segja að ekki sé svo
ýkja stórt safn sem nú kemur í Skeiöa-
réttir og varla nema þriöjungur af því
sem mest var þegar sauðf járbúskapur
stóð með mestum blóma. En í augum
borgarbama er safnið mikið.
Og borgarbörn koma til þess að sjá
réttir og kynnast samkomu sem mark-
að hefur tímamót í ársverki bænda frá
því land byggðist. „Það em fleiri börn
hér en lömbin,” segir einn bændanna
og lítur upp á réttarveggina sem eru
þéttskipaðir áhorfendum. Áhorfendur
koma aö á einkabílum og rútum, frá
Selfossi, Eyrarbakka og öðrum þétt-
býlisstöðum á Suöurlandsundirlend-
inu, og líka frá Reykjavík.
Ródeókappi
Sum barnanna híma hrædd uppi á
vegg og horfa niður á iðandi þröngina.
önnur, óhrædd, stökkva niður í al-
menninginn og reyna að fanga lömb.
Einn röskur ungur piltur sest á bak
mórauðu lambi, gildvöxnu, og slær í
svo reiðskjótinn kippist við og tekur á
rás. En það er sama hvemig lambiö
lætur, knapinn situr sem fastast, og er
þar greinilega ný ródeó-stjama á ferð-
inni.
Ungur drengur úr Reykjavík þóttist
vel vita hvers vegna réttir væru haldn-
ar. „Það á að skjóta þær,” sagði sá
stutti og virtist ekki þykja þaö neitt til-
tökumál. En hann varð vonsvikinn
þegar honum var sagt að þær yrðu ekki
B/assaðar skepnurnar renna inn i aimenninginn.