Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1984, Blaðsíða 2
2
DV. LAUGARDAGUR 3. NOVEMBER1984.
Víkingar leika báða Evrópuleikina ytra:
„ Viö erum
miður okkar”
— segir Haliur Hallsson, st jórnarmaður
hjá Víkingi — Þorbergur Aðalsteinsson
ekki með gegn Fjellhammer
Norðmenn mótmæltu tillögu HSl frá
því í gærkvöldi harðlega og nú hef ur al-
þjóðahandknattleikssambandið ákveð-
ið að báðir leikirnir skuli leiknir í Nor-
egi,” sagði Hallur Hallsson, stjórnar-
maður í handknattleiksdeild Víkings, í
samtaU við DV í gær eftir að ljóst var
að Víkingar, tilneyddir af IHF, mundu
leika báða Evrópuleiki sína í hand-
knattleik gegn norska liðinu Fjell-
hanmeríNoregi.
Eins og skýrt var frá í DV í gær
lagði Jón Hjaltalín Magnússon, form.
HSI, fram sáttatiUögu í þessu leik-
dagaþrefi en Norömenn höfnuöu henni
alfarið á fundi í gærkvöldi.
„Við erum algerlega miður okkar
vegna þessarar lokaákvörðunar. Þaö
er ljóst að íslenskum handknattleik er
gróflega misboðið með framkomu sem
þessari. Leikmenn Víkingshéldu fund í
gærkvöldi og þar var ákveðið að leika
þessa leiki og það er víst að við munum
gera allt sem viö getum tU að slá Norð-
mennina út úr keppninni. Það er hins
vegar ljóst aö Þorbergur Aðalsteins-
son getur ekki leikið með okkur vegna
meiðsla og það veikir okkar stöðu. En
ég vU taka fram að þessu máli er ekki
lokið af okkar hálfu og við munum
halda sókn okkar áfram í þessu leið-
indamáli. Við væntum þess að fá HSI
og ISI til Uðs við okkur,” sagði Hallur
HaUsson. -SK.
Uppboðið á togaranum Óskari Magnússyni:
„Hreinar línur
að við hættum”
„Það eru hreinar línur aö við hætt-
um starfsemi okkar og það er örugg-
lega ekkert sem getur komið í stað-
inn,” sagði Guömundur Pálmason, for-
stjóri Hafamarins, í samtali viö DV en
frystihúsið er eitt af þeim sem togar-
inn Oskar Magnússon landaði hjá en
skipið fer sem kunnugt er undir ham-
arinneftirhelgina.
Hjá Guðmundi kom fram að undan-
farin ár hafa að meðaltali verið um 80
manns á launaskrá hjá fyrirtækinu.
Hann sagöi að hann sæi ekki grundvöll
fyrir neinum öðrum rekstri þar sem
frystihúsið væri aUt sérhæft fyrir mót-
töku togarafisks og ekki svo gott að
breytaþví.
Erlendi kröfuhafinn, sem knýr á um
uppboðið, á aöeins örUtið brot af þeim
kröfum sem gerðar eru í skipið eöa
u.þ.b. mUljón kr. Guðmundur sagöi
hins vegar aö það væri ekki málið,
hann ætti von á að þetta uppboð yrði
bara byrjunin á svipuöum uppboðum á
skuldaskipum annars staðar.
-FRI.
Sá hinn ungi
Gamli-Lundur
Verið er aö yngja Gamla-Lund á
Akureyri upp og er búið að loka húsinu.
I sumar komst þetta elsta hús á
Oddeyrinni í fréttirnar þegar það
hvarf á haugana án þess að kerfið
margfræga vissi af. Bygginganefnd
bæjarins stöðvaði þá framkvæmdir við
endurbyggingu um tíma en heimilaði
svo aö haldiö yrði áfram með því skil-
yrði að teikningar yrðu lagðar fram.
Þaö er Teiknistofan sf. sem vinnur
teikningamar.
Jón Gíslason, smiður og eigandi húss-
ins, sagði í samtali við DV að hann
ætlaði að reyna að vinna eitthvað inni í
húsinu í vetur. Eftir væri að steypa
gólf og innrétta allt. Innréttingar
myndu ráðast að miklu leyti af þeirri
starfsemi sem yrði í húsinu. ,,Ég ætla
að vanda þetta mjög,” sagði hann.
Gólfflötur „Gamla-Lundar” er
aðeins um 70 fm. Jón sagði að ekkert
væri ákveðið um hvemig húsið yrði
nýtt. Sú hugmynd væri enn á lofti að
þar mætti halda myndlistarsýningar
eðaannaöíþeimdúr. JBH/Akureyri
I þessu fallega húsl er engin gömul spýta. Sumir segja að verið sé að búa til forn-
minjar. Aðrir vilja meina að í mörgum uppgerðum húsum, sem fá aldur sinn
viðurkenndan, sé lítið sem ekkert gamalt. Gamli-Lundur sé því ekkert verri fyrir
aðveranýr. DV-mynd JBH
Sild landað úr Þórunni Sveinsdóttur i Vestmannaeyjahöfn i gær:
Þórarinn I. Ólafsson sýrimaður.
Við veiðum þetta hór i fjörunni, sagði
DV-mynd GVA
Sfldarsöltun að Ijúka íEyjum
Veiða síldina
í fiöruboröinu
I gær var ráðgert að ljúka síldar-
söltun í Vestmannaeyjum en alls
hafa borist á land um 2000 lestir af
silfri hafsins. Eyjabátar hafa ekki
þurft að fara langt eftir síldinni því
hún hefur nánast vaðiö á land af
sjálfsdáöum og hafa bátarnir fyllt
sig i álnum á milli lands og Ey ja.
Síldveiðamar hafa staðið í um það
bil þrjár vikur þetta skiptið og hafa
að meðaltali um 20—30 bátar veriö
utan við Eyjar að veiðum. Þar af
hafa 10—12 lagt upp hjá vinnslu-
stöðvunum í Vestmannaeyjum en
hinir haldiö til Grindavíkur og Þor-
lákshafnar með sinn feng.
Síldin fer að langmestu leyti á
Rússlandsmarkaö en Svíar og Finn-
ar kaupa einnig lítilræði. Um 1000
manns hafa unnið við söltunina og
hefur verið unnið myrkranna á milli.
Umræðuþáttur í sænska útvarpinu:
Er Ríkisútvarpið að
grafa sína eigin gröf?
Frá Ingibjörgu Sveinsdóttur, frétta-
ritara DV í Svíþjóð:
Er íslenska ríkisútvarpiö aö grafa
sína eigin gröf með því að hætta út-
sendingum á meðan á verkfalli stóð?
Þessari spumingu velta menn ekki
aðeins fyrir sér á Islandi heldur var
henni einnig varpaö fram í útvarps-
þætti í sænska ríkisútvarpinu.
Þátturinn fjallaði meðal annars um
skoöanaskipti sem urðu á Islandi
vegna verkfalls fréttamanna út-
varpsins og tilkomu frjálsra út-
varpsstöðva. Það var einnig rætt um
þaö sem vakið hefur hvað mesta
athygli í Svíþjóð að undanförnu að ís-
lenskir stjórnmálamenn skyldu fús-
lega veita viðtöl í frjálsu útvarps-
stöðvunum. I þættinum greindu frá
afstöðu sinni þeir Jónas Kristjánsson,
ritstjóri DV, og Helgi Pétursson og
Kári Jónasson frá Ríkisútvarpinu.
Þorbjörn Broddason lektor var feng-
inn til að lýsa því ástandi sem fjöl-
miðlaleysi leiöir af sér, þaö er að
segja orðrómi og óvissu. I þættinum
var einnig fjallað um vinnuaðstæður
þeirra sænsku fréttamanna sem fóru
til Islands vegna verkfallsins. Rætt
var við blaðamenn frá Svenska Dag-
bladet og Dagens Nyheter.
Christina Jonason frá Svenska
Dagbladet kvað það hafa verið með
ærinni fyrirhöfn sem hún gat treyst
þeim upplýsingum sem bárust.
Ingvar Oja frá Dagens Nyheter
kvaðst aftur á móti hafa átt auðvelt
með að athuga sannleiksgildi upp-
lýsinganna.
I lok þáttarins var svo rætt um þau
vandamál sem upp kynnu að koma í
Svíþjóð ef svo ótrúlega myndi fara
að landið yrði án fjölmiöla, hvort
heldur væri vegna verkfalls eöa
styrjaldar. -EIR.