Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1984, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsinqar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu efla vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gœtt. Við tökum vifl fréttaskotum allan sólarhringinn. LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984. s Samningar ASÍogVSÍ á lokastigi Samningafundi Vinnuveitendasam- bandsins og Alþýðusambandsins lauk um klukkan hálfsjö í gærkvöldi án þess að gengið væri frá samningi. Hins vegar telja fulltrúar beggja aðila að líklegt sé að samningar verði undir- ritaðir um helgina. Næsti fundur hefur veriö ákveðinn klukkan 16 í dag. Vinnuveitendasambandið lagði i gærmorgun fram tilboð til Alþýðusam- bandsins sem hagfræðingar ASI meta sem 19,9% meðaltalshækkun launa á samningstímanum. Það felur í sér að tvöfalda launakerfið verði afnumið í áföngum á samningstímanum með flokkahækkunum og uppbótum. Engin kaupmáttartrygging er í tilboöinu. Innan samninganefndar ASI komu upp hugmyndir um að fara í aðgerðir til aö ná fram kaupmáttartryggingu en niðurstaða þeirra umræðna var að ekki væri grundvöllur fyrir aðgerðum. I fundarlok í gærkvöldi lagði ASI síðan fram svör viö tilboði VSI þar sem farið er fram á ýmsar leiðréttingar á tilboð- inu, flestar er varða nánari útfærslu atriöa. -ÓEF. Síbrotamaður ígæsluvarðhald: Fékk90daga Maður sá sem var fyrir þjófahópn- um, sem braust inn í Vesturröst á dögunum og stal þaðan 10 byssum, hefur verið úrskurðaður í 90 daga gæsluvaröhald. Maður þessi, sem er síbrotamaður, slapp úr fangelsi fyrir nokkru eftir aö hafa veriö . 45 daga gæsluvarðhaldi. Hann hóf aftur fyrri iöju þegar hann kom út og braust þá ásamt fleiri inn í Vesturröst, tékkneska sendiráöið, matvörubúðir og videoleigur og auk þess fóru þeir í tvígang inn í Sjónvarps- miöstööina í Síðumúla i sömu vikunni. Rannsóknarlögregla ríkisins óskaði eftir því að maðurinn, sem er 24 ára gamall, yrði úrskurðaður í 90 daga gæsluvarðhald þegar hann var hand- tekinn aftur í fyrradag. Sakadómur varð svo við þeirri beiðni í gær og verður maðurinn því í gæsluvarðhaldi fram í febrúar á næsta ári. -klp- V/SA Um veröld alla. ,,V.'.W:.M ■retK-WwM mmm mim LOKI Skyldi hann hafa skotið j hana á fíugi? Austur-Skaftafellssýsla: Sauðfjársjúkdómurinn ORF blossar upp á ný — sjúkdómsins varð vart í nær þúsund lömbum í sýslunni Sauðfjársjúkdómurinn ORF hefur blossað upp aftur í A-Skaftafells- sýslu en hans varð fyrst vart í sýsl- unni árið 1981. I haust varö sjúk- dómsins vart i tæplega 1000 lömbum og er fjárhagslegt tjón bænda vegna hans metið á um 800.000 kr. ORF er þýskt nafn en hérlendis hefur sjúkdómurinn gengið undir nafninu „Suðursveitarveikin” eftir staönum þar sem hans varð fyrst vart. Að sögn Birnis Bjamasonar, hér- aðsdýralæknis á Höfn í Hornafirði, lýsir sjúkdómur þessi sér þannig að hrúður myndast á klaufum og í munnvikum lambanna. Er hann sak- laus á því stigi en hrúörin eiga til aö rifna upp þannig að sýklar eiga greiöa leið inn í skrokk lambsins og setjast þar fyrir og mynda bólgur og stundum gröft í kjötkirtlum. „Þetta verður vandamál við slátr- un þvi þegar við verðum varir við sjúkdóminn veröum við að kljúfa kjötið við kirtlana og það fellur í ann- an flokk, ” sagði Bimir. I máli hans kom fram að í ár varð sjúkdómsins vart í tæplega 700 lömb- um í sláturhúsinu á Höfn og í um 230 lömbum í sláturhúsinu á Fagurhóls- mýri en það vom um 4% lambanna sem slátrað var þar. Hann sagði aö fjöldi lamba, sem fundist hefðu með þennan sjúkdóm, væri heldur meiri nú en 1981, síðan hefði tíönin minnk- að niður í 400 lömb 1982 og 200 lömb 1983 en þetta hefði svo blossaö upp aftur nú. Birnir hefur þá kenningu að sjúkdómurinn berist hingað með gæsum frá Bretlandseyjum þar sem hanner þekktur. -FRI Þatta ar akki hið hefflbundna hlutvark Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissáttasemjara. Hann hafur haft i önn- ur hom afl lita afl undanförnu en matargarfl. Nú hefur aflains hœgst um. Ljósmyndari DV rakst ó sátta- semjara i karphúsinu i gser þar sam hann var kominn mefl svuntuna og allt tilheyrandi og útbjó steikina fyrir sitt fólk. DV-mynd KAE. Tekinn með 2,5 kg afhassi Tollverðir á Keflavikurflugvelli handtóku i fyrrakvöld tvítugan. mann sem var að koma úr flugi og fundust í fórum hans tvö og hálft kíló afhassi. Maöurinn, sem hefur aldrei áður lent í fíkniefnamálum hér, var að koma frá Amsterdam í Hollandi. Hann hafði farið utan fyrir nokkru og því trúlega haldið að toligæslan á Keflavíkurflugvelli væri eins litil þegar hann kæmi heim og hún var fyrstu daga verkfailsins. Var hún þá nánast engin og notuðu sér það margir. Maðurinn hafði komið hassinu fyrir í ferðatösku sinni og fannst það þar strax enda tollleit á Keflavíkur- flugvelli mikil og ströng þessa dag- ana. I allt fundust 2,5 kg og er það eitthvert mesta magn sem fundist hefur við leit á flugfarþega hér. Grammið af hassi gengur nú á um 500 krónur hér, að sögn fíkniefnalög- reglunnar, svo maöurinn hefði fengið dágóðan pening í vasann ef hann hefði komið þessu magni í gegn og náðaðseijaþaö. -klp- Fleiri nærsýnir veiðimenn á f erðinni: Gæsaskytta skaut og drap kú fhaganum Við sögðum frá því á dögunum að Munurinn er aðeins sá að þar skaut strax þvi hún hafði sýnilega ráfað um nærsýn rjúpnaskytta hefði verið á ferð veiðimaðurinn, sem talið var að hefði og hafði verið lengi í dauðateygjunum | i "•■ósinni um síðustu helgi. Hafði hún verið á gæsaskyttirii, á kú og drap eftir að hún féll. •* r! ór.'.ðélambmeöhaglabyssuafstuttu hana. • Bóndinn fann dauða gæs, sem einnig færi eg drepið það og var talið að þetta Bóndinn á Álftárósi fór að huga að var nýskotin, rétt hjá dauðu kúnni. Er hefðiveriðviljandigert. kúnni sem var komin að því að bera. talið að veiðimaðurinn hafi skotið hana Svipaður atburður átti sér stað fyrir Fann hann hana dauða og hafði hún en síðan flúið af hólmi þegar hann nokkrum dögum rétt viö bæinn Álftár- verið skotin meö riffli og hæfð rétt við uppgötvaði aö hann hafði einnig skotiö ós í Álftaneshreppi í Mýrasýslu. augað. Skepnan mun ekki hafa drepist kúihaganum. -klp- Samið áNesinu Samkomulag náðist í kjaradeilu bæjarstarfsmanna á Seltjarnamesi og bæjarstjórnar um klukkan 5 í gær- kvöldi. Samningurinn, sem þá var undirritaður, var samhljóöa nýgerðum kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavikurborgar. Verkfalli bæjar- starfsmanna á Seltjarnamesi hefur því verið frestað. -ÓEF. „Það er sprengjaá Bessastöðum oghún springur klukkan tvö" — sagði röddin ísímanum Rétt um klukkan eitt i gærdag var hringt til lögreglunnar í Hafnarfirði og tilkynnt að sprengju hefði verið komið fýrir í forsetabústaðnum á Bessa- stöðum. Sagði sá sem hringdi að sprengjan myndi springa eftir eina klukkustund, eða nákvæmlega klukkan tvö. Lögreglan hafði strax mikinn við- búnað. Forsetinn og hennar f jölskylda, svo og starfsfólk á Bessastööum, var þegar flutt á brott og síðan var hafin leitaðsprengjunni. Engin sprengja sprakk klukkan tvö og engin sprengja fannst heldur í bústaönum eða í næsta nágrenni. Rannsóknarlögreglan var á staðnum I gær, svo og lögregluþjónar úr Hafnar- firði og fleiri aðilar. Var verið að rann- saka máliö og í gærkvöldi geröu menn sér vonir um að hægt yrði að hafa henduríháriþesssemhringdi. -klp- Maður og bfíl íhöfnina Manni var bjargað úr höfninni í Grindavík í gær eftir að hafa ekið út af Svíragarði á nýlegri fólksbifreið. Mjög mikil hálka var á garðinum og náði maðurinn ekki aö stöðva bílinn og rann hann út af og í sjóinn. Manninum tókst að komast úr bílnum og synda að bryggjunni þar sem sjónarvottar að óhappinu björguðu honum á þurrt. -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.