Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1984, Blaðsíða 5
DV. LAUG ARDAGUR 3. NOVEMBER1964. 5 Svona einfalt er það. Fram og aftur í gegnum frumskóg strákústanna og menn verða húsum hæfir. Snjórinn fer að minnsta kosti. r r DV-mynd: JBH I „UTIDYRAVEUNA” OG SVOINN FYRIR Fjrirtæki á Akureyri smíðaði nýlega 50 snjóbursta eða það sem gárungar hafa kallaö útidyravél. „Eg sá þetta úti í Finnlandi,” sagði Þorsteinn Pétursson lögreglumaður sem stendur að framleiðslunni ásamt Vélsmiðju Steindórs. Hann sagði að þessi stærð væri einkum ætluð fyrir skóla, íþrótta- hús og aðra staöi þar sem mikið væri gengið um og snjór bærist inn. Verðið væri tæpar tvö þúsund krónur. Snjóburstinn er nauðaeinfaldur að gerð, þrír strákústar á grind. Engu að síður snjöll lausn á vandamáli sem víða er. „Þetta er bara aukabúgrein hjá mér,” sagði Þorsteinn. ,,Ef þessu verður vel tekið þá ætlum við að eiga burstana á lager. Undirtektirnar hafa verið góðar hingað til, einkum hjá hús- mæðrum. Eg er langt kominn að selja þessaðO.” -JBH/Akureyri. SÉRKENNILEGIR DEKKJAÞJÓFNAÐIR Svo virðist sem einhverja hafi sárvantað dekk undir jeppa sína ef marka má atburði sem áttu sér stað í vikunni. Maöur nokkur hafði auglýst fjögur jeppadekk til sölu. Voru þau af Mudder-gerð, 44 tommu, sem þýðir að þau eru með alstærstu dekkjum sem fáanleg eru hér á landi. Maðurinn geymdi dekkin í læstum bUskúr. Höfðu aUmargir komið tU að skoða þau en enginn séð ástæðu tU að kaupa. En skömmu síðar sá maðurinn að brotist hafði verið inn í bílskúrinn og öllum dekk junum stolið. Sólarhring síðar var svo stolið af verkstæöi nákvæmlega eins dekkjum undan bU sem var þar tU viðgerðar. Hafði verið brotist inn í bygginguna sem er í Skeifunni, bUlinn tjakkaður upp og dekkin hirt undan honum. -JSS. I tilefni af 10 ára afmæli Valsmiði sf. á Akureyri færði fyrirtækið dvalarheimilum aldraðra, Hlíð og Skjaldarvík, 20 stóla og borð að gjöf. Hjá Valsmiði vinna 7 manns við smiði innráttinga af ýmsu tagi. Myndin er tekin þegar gjöfin var afhent. Á henni eru Guðmundur Kristjánsson og Jónas Sigurjónsson, eigendur Valsmiði, en milli þeirra Jón Kristinsson, forstöðumaður dvalarheimilanna. DV-mynd: JBH/Akureyri Sjómenn: Vegna aflabrests hærri tryggingu „Það er sífeUt algengara að sjómenn fái aðeins kauptrygginguna vegna aflabrests,” sagði Haukur Már Haraldsson, starfsmaður Sjómanna- sambands Islands, um launakröfur sjómanna. Lágmarkstekjutrygging sjómanna er 17.166 krónur. „Sjómenn á minni togurum og bátum þurfa að standa sextán tíma vaktir, tuttugu og sex daga mánaðar- ins, svo vinnuskyldan er löng. Mér reiknast til að tímakaup þeirra sé 41.23 krónur. Enda er nú talað um flótta úr sjómannastéttinni.” Um f jörutíu af hundraöi af afla er nú tekinn undan áöur en til skipta kemur. Þvíteljasjómennhækkun iágmarks- kauptryggingar nauðsynlega. Að sögn Hauks Más, sem fór um landið ásamt formanni Sjómannasam- bandsins nýlega, þá má búast við að kjaramálin veröi helstu mál væntan- legs þings en 14. þing sambandsins verður haldið 8. 9. og 10. þessa mánaðar. -ÞG. LADA 2107 EKSTRA BÓNUS NEGLD SNJÓDEKK Bf\asýn\ng í DAG FRÁ KL. 1—4. NÝIR OG NOTAÐIR BÍLAR TIL SÝNIS OG SÖLU TÖKUM VEL MEÐ FARNA LADA UPP f NÝJA. KAUPIÐ NYJAN LADA LUX fullbúinn til vetraraksturs, á negldum snjódekkjum. Verð kr. 236.642 m/negldum Afsláttur kr. 16.764 snjódekkjum Verð Lán kr. 219.878 kr. 119.878 Þér greiðið kr. 100.000 \ tN Bifreiðar & sifeííd þjónusta Landbúnaðarvélar hf. SUÐURLANDSBRAUT 14. SÍMI 38600 Söludeild sími 312 36 mmmnmmn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.