Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1984, Blaðsíða 4
4 DV. LAUGARDAGUR 3. NOVEMBER1984. Leigubflst jórar fokillir vegna úthlutunar atvinnuleyfa: Hyggjast kæra úthlutun- amefnd til saksóknara Geysimikil ólga er nú meðal leigu- bílstjóra vegna úthlutunar aksturs- leyfa sem fram fór í fyrrakvöld. Þá var úthlutaö þrettán leyfum, þar af einu til manns sem sæti á í úthlutunarnefnd. Hafa leigubíl- stjórar í hyggju aö kæra málið til ríkissaksóknara. „Þaö sem þama geröist er einfald- lega þaö að Þorgils Þorvarðarson, sem kosinn er af launþegum í úthlutunamefnd, úthlutaöi sjálfum sér leyfi,” sögðu Gunnar H. Bílddal og Jóhann G. Guöjónsson leigubif- reiöastjórar er DV ræddi við þá. „Þessi maöur hefur mun skemmri aksturstíma en margir þeirra er engin leyfi fengu. A.m.k. 10—15 manns höfðu lengri tima en Þorgils en engu aö síöur tók hann sjálfan sig fram yfir þá. Til að mynda sóttu þama um 26 bílstjórar af Bifreiða- stöð Steindórs sem hafa verið at- vinnulausir aö undanförnu en aöeins fimm fengu. En auðvitaö er þetta sama óréttlætiö gagnvart öllum bif- reiðastjórum. Þaö er allt vitlaust á öllum stöðvum I Reykjavík vegna þessa og viö eigum enga aðra leið en aökæramáliötilríkissaksóknara.” j Þá kváöust Gunnar og Jóhann vilja benda á að ekki væri í raun hægt að tala um úthlutun á atvinnu- leyfum, réttara væri að tala um sölu. Þeir sem fengju úthlutað yröu að greiöa 6.720 krónur fyrir leyfið. Þaö gjald gengi til Bifreiðastjóra- félagsins Frama sem leyfishafar yröu aö skuldbinda sig til að ganga í. „En auðvitaö á þaö ekki aö vera á valdi einhverrar nefndar úti í bæ aö ráöa fjölda leigubíla. Þaö er markaðurinn sem á að ráöa honum,” sögðu þeirfélagar. -JSS. Bif reiðastöð Steindórs f ær f imm leyfi til viðbótar: „Engin góðgerðarstarfsemi” Othlutunarnefnd atvinnuleyfa úthlutaöi i fyrradag 13 leyfum til leigu- bílaaksturs. Þar af fengu einstakl- ingar á Bifreiöastöð Steindórs fimm leyfi. Stöðin haföi fram til þess verið rekin á fimm bílum sem voru í eigu bif- reiðastjóra. Leigubílar í eigu stöðvar- innar höföu áður verið stöðvaðir. „Þetta er engin góðgerðarstarf- semi,” sagði Sigurður Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Steindórs, um úthlutun leyfanna fimm, „heldur leiðrétting á þeim misgjörðum sem við höfum orðið fyrir. Málið er einfaldlega það að mönnum er stórlega mismunað við úthlutun þessara leyfa og þeir hlunnfamir. Fyrir fáeinum dögum fór fram úthlutun á leyfum. Þá var þeim mönn- um hafnað sem höfðu meiri aksturs- tíma en hinir sem fengu leyf i. ” Varðandi framtíð Bifreiðastöövar Steindórs sagði Sigurður að hún yrði að ráðast. „Við getum ekki rekið stöðina á tíu bílum, það er ljóst mál,” sagði hann. „Við ætlumst til þess að ráð- herra sem skrifaði undir samstarfs- samning um afnám Ieyfisveitinga standi við það sem hann hefur skrifað undir. Og þama eru einmitt á ferðinni dæmigerðar leyfisveitingar sem eiga ekki að eiga sér stað þar sem hagsmunum neytenda er betur borgið án þeirra,” sagði Sigurður. -JSS. Breiðdalsvík: Þjófarnir keyrðu á brott á dráttarvél Brotist var inn í Kaupfélagið á Breiðdalsvík aöfaranótt fimmtu- dags og þar unnin mikil spjöll. Oku þjófarnir síðan á brott með þýfið á dráttarvél. Að sögn Sigursteins Melsteds, fréttaritara DV á Breiðdalsvík, þá virtist ekki vera brotist inn til þess að stela fjármunum heldur skeyttu mennimir skapi sínu á vörum og lager. Lögreglan handtók síöar um nóttina þrjá menn sem við yfir- heyrslu játuöu verknaðinn. Mennirnir vom ölvaðir. -EH. Ég hef ekkert sagt um gengisfellingu — segir Geir H. Haarde IDV í gær, föstudag, var skýrt frá því að haft hefði verið eftir Geir H. Haarde, aðstoðarmanni fjármála- ráðherra, í norska útvarpinu að nauösynlegt yrði að fella gengi íslensku krónunnar strax eftir undirskrift samninga og aftur eftir áramótin. Geir H. Haarde sagði í samtali við DV að þessi ummæli væru ranglega eftir honum höfð. ,jEg hef ekkert sagt um breytingar á gengi íslensku krónunnar í samtöl- um við norska útvarpið eöa aöra fjöl- miöla, enda slíkt ekki í minum verkahring,” sagði Geir. NÝTT SJÓNVARPSUEIKRIT FRUMSÝNT A MORGUN A morgun verður sýnt nýtt sjón- varpsleikrit eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson og er þetta fyrsta leikrit höfundarins. Sveinbjöm gerir einnig tónlist við leikritið en um leikstjórn sér Steindór Hjörleifsson og leikmynd er eftir Gunnar Baldursson. Leikritiö fjallar um ung hjón sem standa í miðju kafi í hinu dæmigerða lífsgæðakapphlaupi hér á Islandi. Þau eru komin langleiðina með sitt eigið húsnæði þegar spurninjin vaknar hvort þau eigi ekki að eignast bam. Þessi spurning vefst eitthvað fyrir þeimskötuhjúum. Alls koma sjö leikarar fram og em ungu hjónin leikin af Pálma A. Gests- syni og Sólveigu Pálsdóttur. -APH. Anna (Sólveig Pálsdóttlr), önnum kafln við heimillshaldlð i leikrltinu „Þetta verður ailt í lagi”.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.