Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1984, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 3. NOVEMBER1984. 9 Þaö er aö heyra aö veruleg óánægja sé enn í rööum opinberra starfsmanna með þá samninga sem undirritaðir hafa verið meö fyrir- vara. Þaö fyllir enginn stórt samkomuhús á borö við Sigtún í Reykjavík nema vegna þess aö mönnum er heitt í hamsi. Heilu stéttimar innan BSRB hafa lýst óánægju sinni með samningana og af viðtölum viö fólk í opinberum störfum má sjá aö þaö unir hag sín- um illa og telur samningana viösjár- veröa, ef ekki slæma. Opinberir starfsmenn sömdu um rúmlega 20% hækkun á launum sem er mikil hækkun á hvaöa mælikvaröa sem er. Samt eru þeir ekki sáttir. Hvaö segir þetta okkur? Þaö segir okkur í fyrsta lagi að eitthvað meira en lítið er aö þegar 20% ofan á samn- inga duga ekki til að sætta fólk viö kjör sín. Það segir okkur að opinber- ir starfsmenn hafa dregist svo alvar- lega aftur úr öðrum á hinum al- menna launamarkaöi aö þaö bil virð- ist óbrúanlegt. I öðru lagi er þessi óánægja vís- bending um aö forysta BSRB hafi ætlað sér um of. Hún hafi vakið upp vonir meðal félagsmanna sinna um miklum mun betri samninga og niöurstöður í kjaradeilunni sem hún gat ekki staðið viö. Og vonlaust að ná. Uppgjöf saka Nú skal engu um þaö spáð hvaö fyrir forystu BSRB hafi vakaö þegar vígamóöurinn var hvaö mestur. Fyrirfram veröur aö ætla að annar- legar hvatir hafi ekki ráöið ferðinni; aö annað hafi ekki staöið til en aö ná fram réttlátum kröfum og bættum kjörum. Innan BSRB eru stórir hópar fólks og stétta sem hafa dreg- ist langt aftur úr í mannsæmandi kjörum og þaö svo að ekki verður viö unað. Þetta fólk var ekki í stríöi viö nein stjórnmálaöfl, þetta fólk var ekki meö neina hleypidóma né heldur var þaö í neinum hefndarhug gagnvart ríki, borg eða flokkum. En í hita baráttunnar tók verk- falliö aðra stefnu. Reiði manna beindist gegn „f jandsamlegum” ráö- herrum og í ákafa verkfallsvörsl- unnar var BSRB komið í hálfgert stríð viö þjóðina. Og þaö sem verst var; út voru gefin sérstök BSRB-tíð- indi sem báru keim vanstillingar og ofstopa. Þau skrif, sem þar birtust, voru engum til sóma og engum til framdráttar. Það eru hvorki manna- Eru allir jafnir fyrir lögunum? siðir né herstjórnarlist aö niöa skó- inn niður af viðsemjendum sínum eins og gert var í málgagni BSRB. Þaö er fjármálaráöherra og raunar forsætisráöherra einnig til virðingar aö þeir létu ekki skammir og vamm- ir úr þeirri áttinni aftra sér frá því aö rétta fram sáttarhönd áður en yfir lauk. Þeir gerðu meira. Þeir sömdu við BSRB um að allar bótakröfur og sakargiftir af þeirra hálfu skyldu niöurfelldar. Er þó enginn vafi á því aö í verk- fallinu voru margvísleg brot og ólög- mætar aögerðir hafðar í frammi. Samningamenn BSRB hefðu ekki gert svo ákveöna kröfu og látið endanlega samninga dragast svo lengi sem raun bar vitni, nema vegna þess aö þeir vissu upp á sig sökina. Þeir vissu aö í verkfallsvörsl- unni höföu lögbrot veriö framin. Sem í sjálfu sér er ekki óeðlilegt. Neyö og aöstæður krefjast þess á stundum aö menn taki lögin í sínar hendur til að ná fram rétti sínum. Verkföll, orsök þeirra og afleiöingar eru þess eðlis aö ýmsar reglur eru brotnar í skjóli þess neyöarréttar sem skapast viö slíkar kringumstæöur. Saklaus sjálfs- bjargarviðleitni En því er á þetta minnst aö í deil- unni um hinar svonefndu frjálsu út- varpsstöðvar er ennþá staglast á því, að þær hafi veriö lögbrot. Á al- þingi halda menn langar ræður og í dagblöð eru skrifaöar heitar greinar um það óskaplega guðlast sem fólst í útsendingum útvarpsstöðvanna. Meö öörum orðum: opinberum starfsmönnum virðist heimilt að taka lögin í sínar hendur, jafnvel sjálfa löggæsluna, upp á þau býti aö ríkisstjómin geri um það sérstaka bókun í lok deilunnar að sakargiftir . • \ Ellert B. Schram skrifar: skuli felldar niöur. En þegar aðrir vitna til neyðarréttar og grípa til aðgeröa, sem „löghlýðnum” borgur- um og stjómmálamönnum þykja ámælisveröar, er á því hamrað út yfir gröf og dauöa. Stofnun og rekstur frjálsu útvarps- stöövanna var afleiöing verkfallsins. I þeim endurspegluðust viöbrögö al- mennings gagnvart því tómarúmi sem skapaöist þegar fjölmiðlum var lokaö um síöustu mánaöamót. Þar var ekki gengiö á rétt eins eða neins, þar var engum verðmætum stoliö, engir hagsmunir vanvirtir, þar var engum meinaö aö olnboga sig, þar var engum öftruð för eða ofbeldi beitt. Enginn var neyddur til að hlusta á útsendingar þessara stöðva og þegar allt kemur til alls er mér til efs aö saklausari sjálfsbjargarvið- leitni finnist en einmitt sú aö senda út fréttir og tónlist á öldum ljósvak- ans. Hvers vegna þessi læti? Frjálsar útvarpsstöövar, hvort heldur í Reykjavík eöa öörum byggöarlögum í landinu, voru sprottnar af almennri nauðsyn upp- lýsinga, þörfinni fyrir fréttir. Þær voru vörn gegn öryggisleysi og stjórnleysi, þjónusta við almenning og vitaskuld mótmæli borgaranna gagnvart misnotkun á þeim einka- rétti sem Ríkisútvarpinu er veittur samkvæmt lögum, sú misnotkun felst í því að uppfylla ekki þá skyldu sem í réttinum fylgir. Ef verkfallsvarsla, framganga verkfallsvarða, í þágu síns mál- staöar, helgast af neyöarrétti þess sem sækir rétt sinn og kröfu meö verkfalli þá skal ég ekki mótmæla því. Ef opinber forysta BSRB telur ástæðu til þess, í lok verkfalls, að leggja á það höfuðáherslu að fá um það sérstaka ríkisstjórnarsamþykkt aö kærumál vegna meintra lögbrota í verkfalli séu felld niður þá skal því ekki mótmælt. En hvers vegna þá öll þessi læti vegna útvarpanna? Er þaö ekki skinhelgi og tvískinnungur aö láta sem vind um eyru þjóta öll hin meintu lögbrot verkfallsmanna og minnast ekki á þau einu oröi, en hamra stöðugt á því meö vand- lætingu að aðgeröir okkar hinna, sem ekki vorum í verkfalli, hafi veriö lögbrot og refsiverð athæfi? Frelsi fjölmiðla Nú er þaö aö vísu svo aö þeir sem aö útvarpsstöðvunum stóöu hafa ekki beöið um uppgjöf saka af hálfu eins eða neins, einfaldlega vegna þess að þeir telja sig ekki hafa til sakar unniö. Yfirgnæfandi meirihluti þjóöarinnar er sömu skoðunar. Réttarvitund og réttlætiskennd þjóöarinnar skilur, viðurkennir og samþykkir þann rétt sem frjálsar út- varpsstöövar tóku sér þegar þögnin og einangrunin grúföi sig yfir landiö. Þegar blöðin höfðu stöövast, út- varp og sjónvarp og sambandiö rofnað innbyrðis sem út á viö skildi samfélagiö, hver einasti Islendingur, aö án fjölmiðla skapaðist hættu- ástand sem ekki er viö unað. I því felst neyöarrétturinn. Þjóöin skildi einnig hvers viröi þaö er aö tjáningarfrelsiö sé varið. I einu vetfangi, meö fljótfærnislegri lokun sinni á Ríkisútvarpinu, opnuöu starfsmenn þeirrar stofnunar, óvilj- andi þó, augu þjóöar og þings fyrir gildi þess aö fjölmiölar séu starf- ræktir. Fjölmiölar eru jafnómiss- andi og ríkisstjórnin sjálf, dómsvald og löggjafarvald. Fjölmiðlar eru ekki aöeins vettvangur skoðana- skipta og lýðræðislegra tjáskipta, þeir eru sömuleiöis hlekkur í þeirri keöju sem gera mannlegt samfélag mögulegt. Dagblöö eru í þessum efnum í engu frábrugöin útvarpi eða sjónvarpi, og öfugt. Þess vegna hlýt- ur þaö aö vera markmið lýðræöis- sinnaðra stjórnmálaafla, ekki sist á okkar tímum, að efla frjálsræði í upplýsingamiölun. Þess vegna ættu þeir aö vera sammála þeirri skoöun, sem er í samræmi við tíðaranda og tækniþróun, aö túlka rúmt mannrétt- indaákvæði um tjáningarfrelsi og prentfrelsi. Aftan úr forneskju Af einhverjum undarlegum og dularfullum ástæöum hafa örfáir menn á alþingi tekið þann kostinn aö líta fram hjá þessum staöreyndum. Þeir hafa gerst málsvarar laga- bókstafsins sem hvorki tekur tillit til neyðarréttar, tjáningarfrelsis né mannréttinda. Þeir segja lög eru lög en vilja samt ekki að allir séu jafnir gagnvart þeim lögum. Þeir fetta ekki fingur út í þau lögbrot verkfalis- manna sem ríkisstjórn Islands hefur samþykkt aö taka góö og gild. Þeir láta þaö viögangast aö Keflavíkurút- varp sé hér starfrækt í landinu í blóra viö einkarétt Rikisútvarpsins. Þeir amast ekki viö kapalkerfum víös vegar um landið sem er æpandi ögrun viö þann einkarétt Ríkisút- varpsins sem sýnist öllum lögum æðri. Þaö verður að segjast eins og er aö það er óskiljanleg pólitík að taka það hlutverk að sér að gerast málsvari einokunar og ríkisforsjár á þeim tíma þegar þjóðin biður um þaö eitt aö fá að vera frjáls. Þær raddir eru bergmál forneskjunnar og eru dæmdar til aö kafna. Og eiga þaö líka skiliö. Ellert B. Schram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.